Sjón, Andri Snær og Guðbjörg verðlaunuð Friðrika Benónýsdóttir skrifar 31. janúar 2014 12:00 Sjón, Andri Snær Magnason og Guðbjörg Kristjánsdóttir með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum í gær. Fréttablaðið/valli Íslensku bókmenntaverðlaunin 2013 voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, tilkynnti þá um val lokadómnefndar á verðlaunahöfum Íslensku bókmenntaverðlaunanna í þremur flokkum; flokki fagurbókmennta, flokki fræðirita og rita almenns efnis, og nýjum flokki barna- og unglingabóka. Verðlaunin hlutu: Í flokki fagurbókmennta: Sjón fyrir Mánastein – drenginn sem aldrei var til, í flokki fræðirita og rita almenns efnis: Guðbjörg Kristjánsdóttir fyrir Íslensku teiknibókina og í nýjum flokki barna- og unglingabóka: Andri Snær Magnason fyrir Tímakistuna. Formaður lokadómnefndar var Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur, en með henni sátu í lokadómnefnd formenn tilnefninganefndanna þriggja; Guðni Kolbeinsson, Þorgerður E. Sigurðardóttir og Þóra Arnórsdóttir. Verðlaunaféð er ein milljón króna fyrir höfund hvers verðlaunaverks.Mánasteinn persónulegasta bókin Ég er glaður og stoltur að hafa fengið Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir þessa bók,“ segir Sjón. „Þetta var í fjórða sinn sem ég var tilnefndur en í fyrsta sinn sem ég fæ þessi stærstu bókmenntaverðlaun þjóðarinnar. Ég er líka sérstaklega ánægður með að það skuli vera þessi bók sem færir mér þau því hún er að mörgu leyti persónulegasta bók mín hingað til, auk þess að fjalla um ýmis mál sem ég held að brenni á okkur í samtímanum jafnmikið og á þeim tíma sem söguefnið gerist. Þannig að ég bara brosi í gegnum tárin.“Þú hefur ekki verið farinn að halda að þú værir fastur í því að vera tilnefndur, eins og Scorsese, en fengir aldrei verðlaunin? „Ja, maður veit aldrei nema maður sé einmitt kominn á einhvern lista yfir eilífðartilnefnda, en auðvitað er alltaf gaman að vera tilnefndur.“Mánasteinn er á leið í útrás, ekki satt? „Jú, bókin er að koma út í Danmörku og Finnlandi núna í mars og svo væntanlega heldur hún bara áfram, enda búið að gera útgáfusamninga um hana í Svíþjóð, Þýskalandi, Frakklandi og Bandaríkjunum. Hver veit hvort það sé svo eitthvað fleira á leiðinni og fleiri taki við sér þegar þeir frétta af þessum verðlaunum.“ Bókin hefur fengið einróma lof og það eina sem sett hefur verið út á er að hún sé of stutt, hvað segirðu um þá krítík? „Það er til mjög einfalt svar við því; ef fólki finnst hún of stutt getur það bara lesið hana aftur. Ég held það sé alveg hægt að taka einn hring til á sögusvellinu.“Hvað er svo fram undan hjá þér? „Ég á auðvitað eftir að fara í einhver ferðalög sem tengjast útgáfu Mánasteins erlendis, en akkúrat þessa dagana er ég að ljúka við líbrettó að óperu sem ég er að vinna í samvinnu við enskt tónskáld og verður væntanlega sýnd í Bretlandi á næsta ári. Þannig að nú bruna ég bara á Eyrarbakka, loka mig inni og klára það.“Hefur hlotið verðlaun í öllum flokkum Ég er bara mjög glaður,“ segir Andri Snær Magnason spurður um líðanina. „Ég var búinn að leggja mikið í þessa bók og var að vona að það myndi skila sér.“ Andri Snær hefur tvisvar áður fengið Íslensku bókmenntaverðlaunin, árið 1999 fyrir Söguna af bláa hnettinum í flokki fagurbókmennta og árið 2006 fyrir Draumalandið í flokki fræðirita og rita almenns efnis. Hann segist reyndar ekki flokka Tímakistuna sem barnabók neitt frekar en fullorðinsbók. „Þannig að þetta er eiginlega fyrsta fullorðinsbókin sem vinnur barnabókaflokkinn alveg eins og Sagan af bláa hnettinum var fyrsta barnabókin sem vann í flokki fagurbókmennta.“ Með verðlaununum fyrir Tímakistuna hefur Andri Snær nú unnið í öllum flokkum verðlaunanna. Ekki hefur verið gengið frá samningum um útgáfu Tímakistunnar erlendis en Andri Snær segir ýmsar viðræður í gangi varðandi það. „Það er verið að þýða hana á dönsku og svo vonast ég til þess að geta nýtt verðlaunaféð til þess að fjármagna eitthvað af ensku þýðingunni.“ Bækur Andra Snæs hafa komið út á fjölda tungumála og enginn endir í sjónmáli á þeirri göngu. „LoveStar er að koma út á tyrknesku og ég var að fá samning í Egyptalandi, auk þess sem hún er nýkomin út í Frakklandi og Japan. Blái hnötturinn er líka að gera það gott og er meðal annars tilnefnd til UKLA-verðlaunanna, svo ég er ekkert örvæntingarfullur þótt ekki sé búið að negla samninga um Tímakistuna.“Skrifaði bókina upphaflega á ensku Þetta kom mér algjörlega á óvart,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir, sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita og rita almenns efnis fyrir Íslensku teiknibókina. „Ég var ekkert að velta neinum verðlaunum fyrir mér, sat bara við og skrifaði og skrifaði og hugsaði ekki um annað. Ég þurfti alveg að halda á spöðunum og vel það.“ Guðbjörg hefur unnið að bókinni lengi og segir óhemjuvinnu liggja að baki. „Undanfarin ár hafði ég einbeitt mér að því að skrifa hana á ensku, en byrjaði ekki fyrr en síðastliðið sumar að taka gamla íslenska textann og vinna úr honum fyrir bókina sem kom út á afmælisdegi Árna Magnússonar þann 16. nóvember síðastliðinn.“Hvaðan kom þessi hugmynd, var þetta eitthvað sem þú hafðir ástríðu fyrir eða varstu beðin að taka þetta að þér? „Það vissu allir að ég var að vinna að þessu, enda hafði lengi staðið til að gefa bókina út hjá Árnastofnun. Ýmislegt varð þó til þess að ekki varð úr því, meðal annars setti hrunið strik í reikninginn, en ég hélt samt alltaf áfram að vinna að henni. Það var svo fyrir rúmu ári sem Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, kom með þá hugmynd að gefa bókina út á afmælisdegi Árna og upp úr því komst hreyfing á málið.“ Þrátt fyrir að Guðbjörg hafi upphaflega skrifað bókina á ensku er ekki kominn útgáfusamningur um bókina erlendis. Hún segir það þó standa til bóta. „Enski textinn má heita fullskrifaður, en yfirlestur og lokafrágangur er eftir. Viðræður við útgefendur standa yfir og ég vænti þess að Íslenska teiknibókin komi út á ensku innan tíðar.“Þessar bækur voru tilnefndarBarna- og unglingabækur Andri Snær Magnason - Tímakistan - Mál og menning Jóna Valborg Árnadóttir og Elsa Nielsen - Brosbókin - Bókaútgáfan Salka Sif Sigmarsdóttir - Freyju saga – Múrinn - Mál og menning Sigrún Eldjárn - Strokubörnin á Skuggaskeri - Mál og menning Vilhelm Anton Jónsson - Vísindabók Villa - JPV útgáfaFagurbókmenntir Eiríkur Guðmundsson - 1983 - Bjartur Guðmundur Andri Thorsson - Sæmd - JPV útgáfa Jón Kalman Stefánsson - Fiskarnir hafa enga fætur - Bjartur Sjón, Sigurjón B. Sigurðsson - Mánasteinn – drengurinn sem aldrei var til - JPV útgáfa Vigdís Grímsdóttir - Dísusaga – Konan með gulu töskuna - JPV útgáfaFræðirit og bækur almenns efnis Gísli Sigurðsson - Leiftur á horfinni öld – Hvað er merkilegt við íslenskar fornbókmenntir? - Mál og menning Guðbjörg Kristjánsdóttir - Íslenska teiknibókin - Crymogea Guðmundur Páll Ólafsson - Vatnið í náttúru Íslands - Mál og menning Jón Gauti Jónsson - Fjallabókin - Mál og menning Sölvi Björn Sigurðsson - Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók - Sögur Íslensku bókmenntaverðlaunin Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Íslensku bókmenntaverðlaunin 2013 voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, tilkynnti þá um val lokadómnefndar á verðlaunahöfum Íslensku bókmenntaverðlaunanna í þremur flokkum; flokki fagurbókmennta, flokki fræðirita og rita almenns efnis, og nýjum flokki barna- og unglingabóka. Verðlaunin hlutu: Í flokki fagurbókmennta: Sjón fyrir Mánastein – drenginn sem aldrei var til, í flokki fræðirita og rita almenns efnis: Guðbjörg Kristjánsdóttir fyrir Íslensku teiknibókina og í nýjum flokki barna- og unglingabóka: Andri Snær Magnason fyrir Tímakistuna. Formaður lokadómnefndar var Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur, en með henni sátu í lokadómnefnd formenn tilnefninganefndanna þriggja; Guðni Kolbeinsson, Þorgerður E. Sigurðardóttir og Þóra Arnórsdóttir. Verðlaunaféð er ein milljón króna fyrir höfund hvers verðlaunaverks.Mánasteinn persónulegasta bókin Ég er glaður og stoltur að hafa fengið Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir þessa bók,“ segir Sjón. „Þetta var í fjórða sinn sem ég var tilnefndur en í fyrsta sinn sem ég fæ þessi stærstu bókmenntaverðlaun þjóðarinnar. Ég er líka sérstaklega ánægður með að það skuli vera þessi bók sem færir mér þau því hún er að mörgu leyti persónulegasta bók mín hingað til, auk þess að fjalla um ýmis mál sem ég held að brenni á okkur í samtímanum jafnmikið og á þeim tíma sem söguefnið gerist. Þannig að ég bara brosi í gegnum tárin.“Þú hefur ekki verið farinn að halda að þú værir fastur í því að vera tilnefndur, eins og Scorsese, en fengir aldrei verðlaunin? „Ja, maður veit aldrei nema maður sé einmitt kominn á einhvern lista yfir eilífðartilnefnda, en auðvitað er alltaf gaman að vera tilnefndur.“Mánasteinn er á leið í útrás, ekki satt? „Jú, bókin er að koma út í Danmörku og Finnlandi núna í mars og svo væntanlega heldur hún bara áfram, enda búið að gera útgáfusamninga um hana í Svíþjóð, Þýskalandi, Frakklandi og Bandaríkjunum. Hver veit hvort það sé svo eitthvað fleira á leiðinni og fleiri taki við sér þegar þeir frétta af þessum verðlaunum.“ Bókin hefur fengið einróma lof og það eina sem sett hefur verið út á er að hún sé of stutt, hvað segirðu um þá krítík? „Það er til mjög einfalt svar við því; ef fólki finnst hún of stutt getur það bara lesið hana aftur. Ég held það sé alveg hægt að taka einn hring til á sögusvellinu.“Hvað er svo fram undan hjá þér? „Ég á auðvitað eftir að fara í einhver ferðalög sem tengjast útgáfu Mánasteins erlendis, en akkúrat þessa dagana er ég að ljúka við líbrettó að óperu sem ég er að vinna í samvinnu við enskt tónskáld og verður væntanlega sýnd í Bretlandi á næsta ári. Þannig að nú bruna ég bara á Eyrarbakka, loka mig inni og klára það.“Hefur hlotið verðlaun í öllum flokkum Ég er bara mjög glaður,“ segir Andri Snær Magnason spurður um líðanina. „Ég var búinn að leggja mikið í þessa bók og var að vona að það myndi skila sér.“ Andri Snær hefur tvisvar áður fengið Íslensku bókmenntaverðlaunin, árið 1999 fyrir Söguna af bláa hnettinum í flokki fagurbókmennta og árið 2006 fyrir Draumalandið í flokki fræðirita og rita almenns efnis. Hann segist reyndar ekki flokka Tímakistuna sem barnabók neitt frekar en fullorðinsbók. „Þannig að þetta er eiginlega fyrsta fullorðinsbókin sem vinnur barnabókaflokkinn alveg eins og Sagan af bláa hnettinum var fyrsta barnabókin sem vann í flokki fagurbókmennta.“ Með verðlaununum fyrir Tímakistuna hefur Andri Snær nú unnið í öllum flokkum verðlaunanna. Ekki hefur verið gengið frá samningum um útgáfu Tímakistunnar erlendis en Andri Snær segir ýmsar viðræður í gangi varðandi það. „Það er verið að þýða hana á dönsku og svo vonast ég til þess að geta nýtt verðlaunaféð til þess að fjármagna eitthvað af ensku þýðingunni.“ Bækur Andra Snæs hafa komið út á fjölda tungumála og enginn endir í sjónmáli á þeirri göngu. „LoveStar er að koma út á tyrknesku og ég var að fá samning í Egyptalandi, auk þess sem hún er nýkomin út í Frakklandi og Japan. Blái hnötturinn er líka að gera það gott og er meðal annars tilnefnd til UKLA-verðlaunanna, svo ég er ekkert örvæntingarfullur þótt ekki sé búið að negla samninga um Tímakistuna.“Skrifaði bókina upphaflega á ensku Þetta kom mér algjörlega á óvart,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir, sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita og rita almenns efnis fyrir Íslensku teiknibókina. „Ég var ekkert að velta neinum verðlaunum fyrir mér, sat bara við og skrifaði og skrifaði og hugsaði ekki um annað. Ég þurfti alveg að halda á spöðunum og vel það.“ Guðbjörg hefur unnið að bókinni lengi og segir óhemjuvinnu liggja að baki. „Undanfarin ár hafði ég einbeitt mér að því að skrifa hana á ensku, en byrjaði ekki fyrr en síðastliðið sumar að taka gamla íslenska textann og vinna úr honum fyrir bókina sem kom út á afmælisdegi Árna Magnússonar þann 16. nóvember síðastliðinn.“Hvaðan kom þessi hugmynd, var þetta eitthvað sem þú hafðir ástríðu fyrir eða varstu beðin að taka þetta að þér? „Það vissu allir að ég var að vinna að þessu, enda hafði lengi staðið til að gefa bókina út hjá Árnastofnun. Ýmislegt varð þó til þess að ekki varð úr því, meðal annars setti hrunið strik í reikninginn, en ég hélt samt alltaf áfram að vinna að henni. Það var svo fyrir rúmu ári sem Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, kom með þá hugmynd að gefa bókina út á afmælisdegi Árna og upp úr því komst hreyfing á málið.“ Þrátt fyrir að Guðbjörg hafi upphaflega skrifað bókina á ensku er ekki kominn útgáfusamningur um bókina erlendis. Hún segir það þó standa til bóta. „Enski textinn má heita fullskrifaður, en yfirlestur og lokafrágangur er eftir. Viðræður við útgefendur standa yfir og ég vænti þess að Íslenska teiknibókin komi út á ensku innan tíðar.“Þessar bækur voru tilnefndarBarna- og unglingabækur Andri Snær Magnason - Tímakistan - Mál og menning Jóna Valborg Árnadóttir og Elsa Nielsen - Brosbókin - Bókaútgáfan Salka Sif Sigmarsdóttir - Freyju saga – Múrinn - Mál og menning Sigrún Eldjárn - Strokubörnin á Skuggaskeri - Mál og menning Vilhelm Anton Jónsson - Vísindabók Villa - JPV útgáfaFagurbókmenntir Eiríkur Guðmundsson - 1983 - Bjartur Guðmundur Andri Thorsson - Sæmd - JPV útgáfa Jón Kalman Stefánsson - Fiskarnir hafa enga fætur - Bjartur Sjón, Sigurjón B. Sigurðsson - Mánasteinn – drengurinn sem aldrei var til - JPV útgáfa Vigdís Grímsdóttir - Dísusaga – Konan með gulu töskuna - JPV útgáfaFræðirit og bækur almenns efnis Gísli Sigurðsson - Leiftur á horfinni öld – Hvað er merkilegt við íslenskar fornbókmenntir? - Mál og menning Guðbjörg Kristjánsdóttir - Íslenska teiknibókin - Crymogea Guðmundur Páll Ólafsson - Vatnið í náttúru Íslands - Mál og menning Jón Gauti Jónsson - Fjallabókin - Mál og menning Sölvi Björn Sigurðsson - Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók - Sögur
Íslensku bókmenntaverðlaunin Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira