Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. janúar 2015 11:47 Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. „Þetta nær ekki nokkurri átt lengur í rétthugsuninni. Hvað með Apple ipad-a sem eru keyptir og notaðir í skólum, er það ekki Apple-væðing þjóðfélagsins? Hvað með smokka sem dreift er í kynfræðslu í skólum, eru þeir keyptir eða gefnir?“ Þetta skrifar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, á Facebook-síðu sína í dag og vísar þar með í fréttir sem birst hafa á Vísi um reglur Reykjavíkurborgar í grunnskólum. Reglurnar kveða á um að ekki megi gefa börnum í grunnskóla gjafir á skólatíma, séu á gjöfunum merkingar. Sveinbjörg segir reglurnar vera komnar út í vitleysu og gagnrýnir fulltrúa meirihlutans og segir þá komna „í andstöðu við sjálfan sig, nú sem áður“. Innlegg frá Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Greint var frá því á Vísi í gær að Tannlæknafélag Íslands hyggðist gefa tíundu bekkingum tannbursta, tannkrem og tannþráð í árlegri tannverndarviku í næsta mánuði. Þá var sagt frá því að Eimskip mætti ekki gefa börnum reiðhjólahjálma þar sem þeir væru merktir fyrirtækinu. Fréttirnar vöktu töluverða athygli og ekki allir á einu sáttir við reglurnar. Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, er þar á meðal og telur að þær þurfi að endurskoða. „Það hlýtur að vera hægt að finna betri nálgun þar sem meðalhófs er gætt svo að ekki sé gengið á rétt barna að þessu leyti án þess að tekið sé fyrir að þeim séu gefnir mikilvægir hlutir sem koma mörgum þeirra afskaplega vel, til að mynda tannburstar, endurskinsvesti og hjálmar. Það verður að fá að skipta máli í þessari umræðu að það er í svona samstarfi þar sem hlaupið er undir bagga með foreldrum, og í einhverjum tilvikum er um að ræða að börn eignast hluti sem foreldrar þeirra eiga í erfiðleikum með að skaffa þeim,“ skrifar Hildur á Facebook. Innlegg frá Hildur Sverrisdóttir. Starfshópur á vegum skóla- og frístundasviðs (SFS) skilaði inn greinargerð og tillögum umræddra reglna hinn 10. september 2013. Í greinargerðinni segir að um sé að ræða almennar reglur sem leitast var við að hafa einfaldar, skýrar og upplýsandi um hvað leyfilegt sé að auglýsa og kynna innan starfsstaða SFS og með hvaða hætti. Við gerð reglnanna var meðal annars stuðst við meginsjónarmið talsmanns neytenda og Umboðsmanns barna.„Börn eru ekki sjálfstæðir neytendur, hafa ekki nægan þroska til að meta hvað þau hafa þörf fyrir og hvað þeim er hollt eða til að sjá í gegnum auglýsingar og loks hafa þau ekki fjárráð til að bregðast við auglýsingum eða annarri markaðssókn sem beinist að þeim.“ Tannlæknafélag Íslands fékk á síðasta ári heimild til þess að afhenda 3.500 börnum gjafapoka með ýmsum vörum tengdum tannheilsu eftir umfjöllun fjölmiðla. Ákveðið var að leyfa gjafirnar þar sem um var að ræða verkefni sem stuðlaði að bættri tannheilsu barna.Sjá einnig: Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Fréttablaðið að reglurnar séu skýrar og að þær væru til þess fallnar að vernda börn fyrir markaðssetningu á skólatíma. „Auðvitað er þetta erfitt því þetta er gert í góðum tilgangi. Auðvitað erum við sammála þessu á lýðheilsuforsendum. Reglurnar miða að því að það sé ekki verið að setja börn í þær aðstæður að fyrirtæki sé að gefa þeim merktar gjafir á skólatíma,“ sagði Skúli. Tækni Tengdar fréttir Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56 Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
„Þetta nær ekki nokkurri átt lengur í rétthugsuninni. Hvað með Apple ipad-a sem eru keyptir og notaðir í skólum, er það ekki Apple-væðing þjóðfélagsins? Hvað með smokka sem dreift er í kynfræðslu í skólum, eru þeir keyptir eða gefnir?“ Þetta skrifar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, á Facebook-síðu sína í dag og vísar þar með í fréttir sem birst hafa á Vísi um reglur Reykjavíkurborgar í grunnskólum. Reglurnar kveða á um að ekki megi gefa börnum í grunnskóla gjafir á skólatíma, séu á gjöfunum merkingar. Sveinbjörg segir reglurnar vera komnar út í vitleysu og gagnrýnir fulltrúa meirihlutans og segir þá komna „í andstöðu við sjálfan sig, nú sem áður“. Innlegg frá Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Greint var frá því á Vísi í gær að Tannlæknafélag Íslands hyggðist gefa tíundu bekkingum tannbursta, tannkrem og tannþráð í árlegri tannverndarviku í næsta mánuði. Þá var sagt frá því að Eimskip mætti ekki gefa börnum reiðhjólahjálma þar sem þeir væru merktir fyrirtækinu. Fréttirnar vöktu töluverða athygli og ekki allir á einu sáttir við reglurnar. Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, er þar á meðal og telur að þær þurfi að endurskoða. „Það hlýtur að vera hægt að finna betri nálgun þar sem meðalhófs er gætt svo að ekki sé gengið á rétt barna að þessu leyti án þess að tekið sé fyrir að þeim séu gefnir mikilvægir hlutir sem koma mörgum þeirra afskaplega vel, til að mynda tannburstar, endurskinsvesti og hjálmar. Það verður að fá að skipta máli í þessari umræðu að það er í svona samstarfi þar sem hlaupið er undir bagga með foreldrum, og í einhverjum tilvikum er um að ræða að börn eignast hluti sem foreldrar þeirra eiga í erfiðleikum með að skaffa þeim,“ skrifar Hildur á Facebook. Innlegg frá Hildur Sverrisdóttir. Starfshópur á vegum skóla- og frístundasviðs (SFS) skilaði inn greinargerð og tillögum umræddra reglna hinn 10. september 2013. Í greinargerðinni segir að um sé að ræða almennar reglur sem leitast var við að hafa einfaldar, skýrar og upplýsandi um hvað leyfilegt sé að auglýsa og kynna innan starfsstaða SFS og með hvaða hætti. Við gerð reglnanna var meðal annars stuðst við meginsjónarmið talsmanns neytenda og Umboðsmanns barna.„Börn eru ekki sjálfstæðir neytendur, hafa ekki nægan þroska til að meta hvað þau hafa þörf fyrir og hvað þeim er hollt eða til að sjá í gegnum auglýsingar og loks hafa þau ekki fjárráð til að bregðast við auglýsingum eða annarri markaðssókn sem beinist að þeim.“ Tannlæknafélag Íslands fékk á síðasta ári heimild til þess að afhenda 3.500 börnum gjafapoka með ýmsum vörum tengdum tannheilsu eftir umfjöllun fjölmiðla. Ákveðið var að leyfa gjafirnar þar sem um var að ræða verkefni sem stuðlaði að bættri tannheilsu barna.Sjá einnig: Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Fréttablaðið að reglurnar séu skýrar og að þær væru til þess fallnar að vernda börn fyrir markaðssetningu á skólatíma. „Auðvitað er þetta erfitt því þetta er gert í góðum tilgangi. Auðvitað erum við sammála þessu á lýðheilsuforsendum. Reglurnar miða að því að það sé ekki verið að setja börn í þær aðstæður að fyrirtæki sé að gefa þeim merktar gjafir á skólatíma,“ sagði Skúli.
Tækni Tengdar fréttir Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56 Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38
Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56
Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15