Alfreð: Aldrei viljað væla í fjölmiðlum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2015 18:01 Alfreð Finnbogason kom víða við í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborgin á X-inu í dag. Alfreð er í dag á mála hjá Real Sociedad á Spáni og skoraði á dögunum sitt fyrsta deildarmark fyrir félagið. Tækifærin hafa verið af skornum skammti framan af tímabili fyrir Alfreð en hann meiddist þó á versta tíma, skömmu eftir að hann minnti á sig með umræddu marki gegn Cordoba. „Ég meiddist í síðustu viku, á fimmtudag. Ég er að ná mér af því. Það er ekkert alvarlegt og vonandi get ég æft aftur á föstudag fyrir leikinn á mánudag,“ sagði Alfreð en Real Sociedad mætir þá Elche á útivelli. Hann missti af leik liðsins gegn Deportivo um helgina. „Þetta var eitthvað saklaust. Ég tognaði við það að teygja mig á eftir boltanum. Þetta var svekkjandi tímasetning því ég veit að ég hefði fengið sénsinn í þeim leik. En ég næ vonandi að sýna eitthvað í vikunni og fá tækifæri á mánudaginn.“ „Gengið hefur verið betra í síðustu 3-4 leikjum og er mér farið að líða betur. Ég er kominn í þægilegri stöðu á vellinum og þetta er vonandi allt í rétta átt,“ sagði Alfreð og bætir því að samstarfið við knattspyrnustjórann David Moyes hafi verið gott.David Moyes fagnar marki hjá Real Sociedad.Vísir/Getty„Hann stillir því liði upp sem hann telur sigurstranglegast og því miður hef ég ekki verið of oft í liðinu. Það er bara gamla klisjan sem gildir um að leggja sig fram og mér finnst að ég hafi verið að færast nær byrjunarliðinu.“ Alfreð skoraði 29 deildarmörk með Heerenveen í hollensku deildinni í fyrra en hann segir að gengi hans í vetur eftir komuna til Spánar hafi ekki verið honum vonbrigði. „Ég vissi að ég væri að fara í sterkari deild og erfitt að fá 90 mínútur í hverri viku, eins og ég fékk í tvö ár í Hollandi. Það er það sem sóknarmenn þurfa til að þeim líði vel. Ég vissi að það væri meiri samkeppni hér, betri leikmenn og að menn þyrftu alltaf að sanna sig.“ „Hingað vildi ég koma og fá að spila gegn bestu leikmönnum í heimi. Ég er að læra fullt og hef fengið mikið úr þessu tímabili þó ég hafi ekki spilað jafn mikið og ég vildi. Stundum fær maður tækifærið strax en stundum tekur þetta lengri tíma.“Vísir/GettyHann viðurkennir þó að hann hafi komið til Spánar með mikið sjálfstraust og væntingar um að hann gæti haldið uppteknum hætti eftir gott gengi í Hollandi. „Undirbúningstímabilið gekk vel og ég byrjaði í Evrópuleikjunum í sumar, þar til að ég fór úr axlarlið. En að sjálfsögðu tel ég að ég geti sýnt á hverri æfingu að ég geti staðið mig jafn vel og í Hollandi og ég trúi því að mér takist það á endanum.“ „Þetta tímabil hefur oft reynt á andlega en alltaf verður maður að geta stillt sig aftur af. Ef það kemur að þeim tímapunkti að manni finnst að ég hafi reynt allt þá tekst maður á við það. En það er ekki komið að því enn og ég ætla ekki að gefast upp á því að ná mínum markmiðum.“ Hann útilokar þó ekki að hann muni spila annars staðar í framtíðinni og segir að sjálfsagt séu umboðsmenn hans að skoða alla möguleika sem koma upp. „Ef eitthvað kemur upp þá skoðar maður það. Þannig hefur það alltaf verið. Það var möguleiki í janúar að fara til annars liðs á láni en ég vildi það ekki. Ég er einbeittur að því sem er að gerast hér og nú og þannig gerast góðir hlutir.“ „Stefnan mín er að vera hér áfram. Ég mun ræða við þjálfarann á næsta undirbúningstímabili og reyna að sanna mig. Svo sjáum við til. Þetta getur verið fljótt að breytast í þessum efnum og maður þarf alltaf að vera tilbúinn fyrir hvað sem er.“ Real Sociedad hefur komist í Evrópukeppni tvö ár í röð og á þeim tíma spilaði liðið skemmtilegan sóknarbolta. En það hefur verið annað upp á teningnum í vetur. Liðið er komið upp í ellefta sæti deildarinnar eftir erfitt gengi framan af vetri. „Það er ekki mikið um opin færi og leikirnir hafa ekki verið mjög skemmtilegir fyrir sóknarmennina, hvort sem ég spila eða einhver annar. Maður þarf að vinna meira fyrir því að komast í færin og ég vona að þetta batni, liðsins vegna.“Alfreð Finnbogason í íslenska landsliðsbúningnum.Vísir/GettyAlfreð var spurður um hans stöðu í íslenska landsliðinu en þar hefur hann fá tækifæri fengið í byrjunarliðinu, enda samkeppnin í fremstu víglínu mikil. Hann segir þó að hann sætti sig við sín hlutskipti, þó svo að honum séu það vitanlega vonbrigði að fá ekki að spila. „Það skiptir ekki máli hvar maður spilar, hvort sem er með félagsliði eða landsliði, alltaf vill maður spila. Ég hef verið hluti af hópnum síðan þeir [landsliðsþjálfaranir] tóku við. Ég geri það sem ég get og ef það er ekki nóg þá er það bara þannig.“ Hjörtur spurði Alfreð hvort að hann myndi einhverntímann láta vonbrigðin sín í ljós í viðtölum hvað þetta varðaði. „Manni liggur margt á hjarta sem er ekki hæft í fjölmiðlum. Ég hef aldrei verið hrifinn af því að væla í fjölmiðlum um að maður sé betri en einhver annar. Ég reyni bara að gera það sem ég get og vera sáttur við mig. Ef það er ekki nóg þá er það þannig. Oft er maður ekki valkostur númer eitt eða tvö en á meðan liðinu gengur vel er engin stemning fyrir því að ég sé að rugga bátnum. Maður getur ekki verið mikið að rífa kjaft.“ „Ég hef alveg skellt hurðum á hótelum en bara þegar enginn sér til. Maður hefur hugsað ýmislegt í landsliðsferðum. Maður reynir að læra af því og takast á við það án þess að vera fúll á móti.“ Spænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira
Alfreð Finnbogason kom víða við í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborgin á X-inu í dag. Alfreð er í dag á mála hjá Real Sociedad á Spáni og skoraði á dögunum sitt fyrsta deildarmark fyrir félagið. Tækifærin hafa verið af skornum skammti framan af tímabili fyrir Alfreð en hann meiddist þó á versta tíma, skömmu eftir að hann minnti á sig með umræddu marki gegn Cordoba. „Ég meiddist í síðustu viku, á fimmtudag. Ég er að ná mér af því. Það er ekkert alvarlegt og vonandi get ég æft aftur á föstudag fyrir leikinn á mánudag,“ sagði Alfreð en Real Sociedad mætir þá Elche á útivelli. Hann missti af leik liðsins gegn Deportivo um helgina. „Þetta var eitthvað saklaust. Ég tognaði við það að teygja mig á eftir boltanum. Þetta var svekkjandi tímasetning því ég veit að ég hefði fengið sénsinn í þeim leik. En ég næ vonandi að sýna eitthvað í vikunni og fá tækifæri á mánudaginn.“ „Gengið hefur verið betra í síðustu 3-4 leikjum og er mér farið að líða betur. Ég er kominn í þægilegri stöðu á vellinum og þetta er vonandi allt í rétta átt,“ sagði Alfreð og bætir því að samstarfið við knattspyrnustjórann David Moyes hafi verið gott.David Moyes fagnar marki hjá Real Sociedad.Vísir/Getty„Hann stillir því liði upp sem hann telur sigurstranglegast og því miður hef ég ekki verið of oft í liðinu. Það er bara gamla klisjan sem gildir um að leggja sig fram og mér finnst að ég hafi verið að færast nær byrjunarliðinu.“ Alfreð skoraði 29 deildarmörk með Heerenveen í hollensku deildinni í fyrra en hann segir að gengi hans í vetur eftir komuna til Spánar hafi ekki verið honum vonbrigði. „Ég vissi að ég væri að fara í sterkari deild og erfitt að fá 90 mínútur í hverri viku, eins og ég fékk í tvö ár í Hollandi. Það er það sem sóknarmenn þurfa til að þeim líði vel. Ég vissi að það væri meiri samkeppni hér, betri leikmenn og að menn þyrftu alltaf að sanna sig.“ „Hingað vildi ég koma og fá að spila gegn bestu leikmönnum í heimi. Ég er að læra fullt og hef fengið mikið úr þessu tímabili þó ég hafi ekki spilað jafn mikið og ég vildi. Stundum fær maður tækifærið strax en stundum tekur þetta lengri tíma.“Vísir/GettyHann viðurkennir þó að hann hafi komið til Spánar með mikið sjálfstraust og væntingar um að hann gæti haldið uppteknum hætti eftir gott gengi í Hollandi. „Undirbúningstímabilið gekk vel og ég byrjaði í Evrópuleikjunum í sumar, þar til að ég fór úr axlarlið. En að sjálfsögðu tel ég að ég geti sýnt á hverri æfingu að ég geti staðið mig jafn vel og í Hollandi og ég trúi því að mér takist það á endanum.“ „Þetta tímabil hefur oft reynt á andlega en alltaf verður maður að geta stillt sig aftur af. Ef það kemur að þeim tímapunkti að manni finnst að ég hafi reynt allt þá tekst maður á við það. En það er ekki komið að því enn og ég ætla ekki að gefast upp á því að ná mínum markmiðum.“ Hann útilokar þó ekki að hann muni spila annars staðar í framtíðinni og segir að sjálfsagt séu umboðsmenn hans að skoða alla möguleika sem koma upp. „Ef eitthvað kemur upp þá skoðar maður það. Þannig hefur það alltaf verið. Það var möguleiki í janúar að fara til annars liðs á láni en ég vildi það ekki. Ég er einbeittur að því sem er að gerast hér og nú og þannig gerast góðir hlutir.“ „Stefnan mín er að vera hér áfram. Ég mun ræða við þjálfarann á næsta undirbúningstímabili og reyna að sanna mig. Svo sjáum við til. Þetta getur verið fljótt að breytast í þessum efnum og maður þarf alltaf að vera tilbúinn fyrir hvað sem er.“ Real Sociedad hefur komist í Evrópukeppni tvö ár í röð og á þeim tíma spilaði liðið skemmtilegan sóknarbolta. En það hefur verið annað upp á teningnum í vetur. Liðið er komið upp í ellefta sæti deildarinnar eftir erfitt gengi framan af vetri. „Það er ekki mikið um opin færi og leikirnir hafa ekki verið mjög skemmtilegir fyrir sóknarmennina, hvort sem ég spila eða einhver annar. Maður þarf að vinna meira fyrir því að komast í færin og ég vona að þetta batni, liðsins vegna.“Alfreð Finnbogason í íslenska landsliðsbúningnum.Vísir/GettyAlfreð var spurður um hans stöðu í íslenska landsliðinu en þar hefur hann fá tækifæri fengið í byrjunarliðinu, enda samkeppnin í fremstu víglínu mikil. Hann segir þó að hann sætti sig við sín hlutskipti, þó svo að honum séu það vitanlega vonbrigði að fá ekki að spila. „Það skiptir ekki máli hvar maður spilar, hvort sem er með félagsliði eða landsliði, alltaf vill maður spila. Ég hef verið hluti af hópnum síðan þeir [landsliðsþjálfaranir] tóku við. Ég geri það sem ég get og ef það er ekki nóg þá er það bara þannig.“ Hjörtur spurði Alfreð hvort að hann myndi einhverntímann láta vonbrigðin sín í ljós í viðtölum hvað þetta varðaði. „Manni liggur margt á hjarta sem er ekki hæft í fjölmiðlum. Ég hef aldrei verið hrifinn af því að væla í fjölmiðlum um að maður sé betri en einhver annar. Ég reyni bara að gera það sem ég get og vera sáttur við mig. Ef það er ekki nóg þá er það þannig. Oft er maður ekki valkostur númer eitt eða tvö en á meðan liðinu gengur vel er engin stemning fyrir því að ég sé að rugga bátnum. Maður getur ekki verið mikið að rífa kjaft.“ „Ég hef alveg skellt hurðum á hótelum en bara þegar enginn sér til. Maður hefur hugsað ýmislegt í landsliðsferðum. Maður reynir að læra af því og takast á við það án þess að vera fúll á móti.“
Spænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira