Páll segir Illuga eiga að segja af sér Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. maí 2015 07:00 Páll Magnússon telur Illuga Gunnarsson hafa orðið uppvísan að pólitískri spillingu. Vísir/GVA Páll Magnússon, fyrrum útvarpsstjóri, telur að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálráðherra ætti að segja af sér sem ráðherra og hætta þingmennsku vegna kaupa OG Capital á íbúð hans eftir að hann tók sæti sem menntamálaráðherra. Þetta skrifar Páll í grein í Fréttablaðinu í dag. „Að ráðherra þiggi fjárhagslegan greiða úr hendi óskyldra aðila vegna persónulegra vandamála þarf ekki að vera spilling. Að ráðherra noti stöðu sína til að greiða fyrir viðskiptahagsmunum fyrirtækis og eiganda þess í útlöndum þarf heldur ekki að vera spilling,” skrifar hinn fyrrverandi útvarpsstjóri. Hann segir hins vegar að pólitíska spillingin felist í því að sá sem naut fyrirgreiðslu ráðherrans sé sá hinn sami og leysti úr persónulegum fjárhagsvanda hans. „Sú framganga gæti raunar tilheyrt dæmasafni í handbók um pólitískt siðleysi.” Illugi leigir nú íbúð sína við Ránargötu af Herði Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy ehf. Íbúðin, var keypt á 53,5 milljónir króna samkvæmt ársreikningi OG Capital. Samkvæmt ársreikningnum kemur einnig fram að félagið hafi tekið yfir lán að verðmæti 34,5 milljónir króna og tekið nýtt lán upp á 28 milljónir. Kaupin á íbúð Illuga virðast hafa verið einu umsvif fyrirtækisins á undanförnum árum. „Ráðherra getur ekki notað stöðu sína sem slíkur til að greiða fyrir viðskiptahagsmunum einstaklings eða fyrirtækis sem skömmu áður hefur rétt honum fjárhagslega, persónulega, hjálparhönd. Þetta hlýtur að vera öllum ljóst, jafnvel á Íslandi. Á Vesturlöndum víkur slíkur ráðherra,” skrifar Páll. „Fráleitust er staðhæfingin um að eldri atbeini annarra ráðherra fyrir þetta sama fyrirtæki sé sama eðlis. Það er hann ekki. Í hann vantar andlagið; þeir ráðherrar fengu ekkert í staðinn, eftir því sem best er vitað. Í því felst eðlismunurinn.”Grein Páls í heild sinni má lesa hér í Skoðun á Vísi. Alþingi Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Orku segir félagið í eigu íslenskra aðila Illugi sagði á Alþingi að félagið væri ekki í eigu íslenskra aðila heldur aðila búsetta erlendis. 29. apríl 2015 10:47 Illugi greindi ekki frá viðskiptunum þrátt fyrir að vera spurður DV spurði að því hvort Illugi Gunnarsson og Haukur Harðarson væru viðskiptafélagar. 28. apríl 2015 09:48 Illugi seldi eigin félagi íbúðina Átti OG Capital þegar hann segist hafa gert kaupsamning vegna íbúðarinnar. Félagið var svo selt stjórnarformanni Orku Energy um í lok árs 2013. 28. apríl 2015 14:22 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Páll Magnússon, fyrrum útvarpsstjóri, telur að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálráðherra ætti að segja af sér sem ráðherra og hætta þingmennsku vegna kaupa OG Capital á íbúð hans eftir að hann tók sæti sem menntamálaráðherra. Þetta skrifar Páll í grein í Fréttablaðinu í dag. „Að ráðherra þiggi fjárhagslegan greiða úr hendi óskyldra aðila vegna persónulegra vandamála þarf ekki að vera spilling. Að ráðherra noti stöðu sína til að greiða fyrir viðskiptahagsmunum fyrirtækis og eiganda þess í útlöndum þarf heldur ekki að vera spilling,” skrifar hinn fyrrverandi útvarpsstjóri. Hann segir hins vegar að pólitíska spillingin felist í því að sá sem naut fyrirgreiðslu ráðherrans sé sá hinn sami og leysti úr persónulegum fjárhagsvanda hans. „Sú framganga gæti raunar tilheyrt dæmasafni í handbók um pólitískt siðleysi.” Illugi leigir nú íbúð sína við Ránargötu af Herði Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy ehf. Íbúðin, var keypt á 53,5 milljónir króna samkvæmt ársreikningi OG Capital. Samkvæmt ársreikningnum kemur einnig fram að félagið hafi tekið yfir lán að verðmæti 34,5 milljónir króna og tekið nýtt lán upp á 28 milljónir. Kaupin á íbúð Illuga virðast hafa verið einu umsvif fyrirtækisins á undanförnum árum. „Ráðherra getur ekki notað stöðu sína sem slíkur til að greiða fyrir viðskiptahagsmunum einstaklings eða fyrirtækis sem skömmu áður hefur rétt honum fjárhagslega, persónulega, hjálparhönd. Þetta hlýtur að vera öllum ljóst, jafnvel á Íslandi. Á Vesturlöndum víkur slíkur ráðherra,” skrifar Páll. „Fráleitust er staðhæfingin um að eldri atbeini annarra ráðherra fyrir þetta sama fyrirtæki sé sama eðlis. Það er hann ekki. Í hann vantar andlagið; þeir ráðherrar fengu ekkert í staðinn, eftir því sem best er vitað. Í því felst eðlismunurinn.”Grein Páls í heild sinni má lesa hér í Skoðun á Vísi.
Alþingi Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Orku segir félagið í eigu íslenskra aðila Illugi sagði á Alþingi að félagið væri ekki í eigu íslenskra aðila heldur aðila búsetta erlendis. 29. apríl 2015 10:47 Illugi greindi ekki frá viðskiptunum þrátt fyrir að vera spurður DV spurði að því hvort Illugi Gunnarsson og Haukur Harðarson væru viðskiptafélagar. 28. apríl 2015 09:48 Illugi seldi eigin félagi íbúðina Átti OG Capital þegar hann segist hafa gert kaupsamning vegna íbúðarinnar. Félagið var svo selt stjórnarformanni Orku Energy um í lok árs 2013. 28. apríl 2015 14:22 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Orku segir félagið í eigu íslenskra aðila Illugi sagði á Alþingi að félagið væri ekki í eigu íslenskra aðila heldur aðila búsetta erlendis. 29. apríl 2015 10:47
Illugi greindi ekki frá viðskiptunum þrátt fyrir að vera spurður DV spurði að því hvort Illugi Gunnarsson og Haukur Harðarson væru viðskiptafélagar. 28. apríl 2015 09:48
Illugi seldi eigin félagi íbúðina Átti OG Capital þegar hann segist hafa gert kaupsamning vegna íbúðarinnar. Félagið var svo selt stjórnarformanni Orku Energy um í lok árs 2013. 28. apríl 2015 14:22