Námsmenn erlendis kvarta til umboðsmanns Alþingis Atli Ísleifsson skrifar 13. maí 2015 14:55 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Vísir/GVA Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) hefur ákveðið að kæra ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að skrifa undir nýjar úthlutunarreglur LÍN fyrir námsárið 2015-2016 til umboðsmanns Alþingis. SÍNE telur að brotið hafi verið á sínum félagsmönnum með ákvörðun ráðherra að samþykkja reglurnar. Samtökin segja mikilvægt að hafa einnig í huga að fyrir námsárið 2014-2015 samþykkti ráðherrann úthlutunarreglur LÍN sem fólu í sér þrenns konar skerðingu sem sérstaklega var beint gegn námsmönnum erlendis og þá óháð því á hvaða stigi náms þeir voru. „Um var að ræða skerðingu á ferðalánum, frítekjumarki og framfærslu allt að 10%.“ Með nýju úthlutunarreglunum haldi ráðherra áfram að skera niður á námsmenn erlendis.10 prósent skerðing „Það liggur fyrir að með úthlutunarreglum LÍN fyrir námsárið 2015-2016 er verið að skerða allt að 10% af framfærslu nemenda erlendis. Stjórn SÍNE hefur ítrekað bent á það við LÍN og mennta- og menningarmálaráðherra að umrædd skerðing á framfærslu kemur jafnt niður á alla námsmenn erlendis óháð námsári þeirra,“ segir í kvörtuninni.Ekki gætt að lögum eða vönduðum stjórnsýsluháttum Samtökin segja að ef litið er til þeirra gífurlegu hagsmuna sem námsmenn hafa af því að geta stundað nám sitt erlendis verði að telja þessa skerðingu, annað árið í röð, bitna verulega á hagsmunum þeirra. „Þannig er ekki að sjá að mennta- og menningarmálaráðherra eða stjórn LÍN hafi gætt að lögum eða vönduðum stjórnsýsluháttum við þessa breytingu. Stjórn SÍNE telur að jafnvel þó gefa verði ráðherra og stjórnvöldum almennt svigrúm til að gera breytingar á stjórnsýsluframkvæmd þurfi þær að vera innan marka laganna og í þeim efnum mætti sérstaklega benda á að þær verða að vera byggðar á málefnalegum forsendum,“ segir í kvörtun SÍNE til umboðsmanns. Alþingi Tengdar fréttir Þarf líklega að „hunskast með skottið á milli lappanna til Íslands með tugi milljóna í skuld en enga gráðu“ Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, 25 ára gamall nemi í arkitektúr í Los Angeles, segir mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að lán til stúdenta snúist ekki aðeins um fjármagn heldur raunveruleg líf fólks og drauma. "Sem í mínu tilfelli eru á tæpasta vaði með að verða að hruni komin.“ 17. apríl 2015 14:30 Námsmenn erlendis: Kanna hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun ráðherra Samband íslenskra námsmanna erlendis mun fara yfir það hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun ráðherra um nýjar úthlutunarreglur til umboðsmanns Alþingis. 31. mars 2015 12:29 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) hefur ákveðið að kæra ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að skrifa undir nýjar úthlutunarreglur LÍN fyrir námsárið 2015-2016 til umboðsmanns Alþingis. SÍNE telur að brotið hafi verið á sínum félagsmönnum með ákvörðun ráðherra að samþykkja reglurnar. Samtökin segja mikilvægt að hafa einnig í huga að fyrir námsárið 2014-2015 samþykkti ráðherrann úthlutunarreglur LÍN sem fólu í sér þrenns konar skerðingu sem sérstaklega var beint gegn námsmönnum erlendis og þá óháð því á hvaða stigi náms þeir voru. „Um var að ræða skerðingu á ferðalánum, frítekjumarki og framfærslu allt að 10%.“ Með nýju úthlutunarreglunum haldi ráðherra áfram að skera niður á námsmenn erlendis.10 prósent skerðing „Það liggur fyrir að með úthlutunarreglum LÍN fyrir námsárið 2015-2016 er verið að skerða allt að 10% af framfærslu nemenda erlendis. Stjórn SÍNE hefur ítrekað bent á það við LÍN og mennta- og menningarmálaráðherra að umrædd skerðing á framfærslu kemur jafnt niður á alla námsmenn erlendis óháð námsári þeirra,“ segir í kvörtuninni.Ekki gætt að lögum eða vönduðum stjórnsýsluháttum Samtökin segja að ef litið er til þeirra gífurlegu hagsmuna sem námsmenn hafa af því að geta stundað nám sitt erlendis verði að telja þessa skerðingu, annað árið í röð, bitna verulega á hagsmunum þeirra. „Þannig er ekki að sjá að mennta- og menningarmálaráðherra eða stjórn LÍN hafi gætt að lögum eða vönduðum stjórnsýsluháttum við þessa breytingu. Stjórn SÍNE telur að jafnvel þó gefa verði ráðherra og stjórnvöldum almennt svigrúm til að gera breytingar á stjórnsýsluframkvæmd þurfi þær að vera innan marka laganna og í þeim efnum mætti sérstaklega benda á að þær verða að vera byggðar á málefnalegum forsendum,“ segir í kvörtun SÍNE til umboðsmanns.
Alþingi Tengdar fréttir Þarf líklega að „hunskast með skottið á milli lappanna til Íslands með tugi milljóna í skuld en enga gráðu“ Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, 25 ára gamall nemi í arkitektúr í Los Angeles, segir mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að lán til stúdenta snúist ekki aðeins um fjármagn heldur raunveruleg líf fólks og drauma. "Sem í mínu tilfelli eru á tæpasta vaði með að verða að hruni komin.“ 17. apríl 2015 14:30 Námsmenn erlendis: Kanna hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun ráðherra Samband íslenskra námsmanna erlendis mun fara yfir það hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun ráðherra um nýjar úthlutunarreglur til umboðsmanns Alþingis. 31. mars 2015 12:29 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Þarf líklega að „hunskast með skottið á milli lappanna til Íslands með tugi milljóna í skuld en enga gráðu“ Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, 25 ára gamall nemi í arkitektúr í Los Angeles, segir mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að lán til stúdenta snúist ekki aðeins um fjármagn heldur raunveruleg líf fólks og drauma. "Sem í mínu tilfelli eru á tæpasta vaði með að verða að hruni komin.“ 17. apríl 2015 14:30
Námsmenn erlendis: Kanna hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun ráðherra Samband íslenskra námsmanna erlendis mun fara yfir það hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun ráðherra um nýjar úthlutunarreglur til umboðsmanns Alþingis. 31. mars 2015 12:29