Fimmtán ára handboltastjarna á Nesinu Nadine Yaghi skrifar 15. maí 2015 12:00 Yngsti leikmaður Gróttu. Lovísa Thompson er talin efnileg, tuttugu og tveggja ára aldursmunur er á henni og elsta leikmanni liðsins. Vísir/Stefán „Þetta var ný og skemmtileg tilfinning sem ég hef aldrei upplifað áður. Ég var bara í sjokki eiginlega,“ segir hin fimmtán ára gamla Lovísa Thompson sem tryggði Gróttu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna. ,,Síðustu dagar eftir leikinn hafa bara einkennst af hamingjuóskum og faðmlögum,“ segir Lovísa. ,,Það er ótrúlegasta fólk búið að vera óska mér til hamingju. Fólk sem ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að fylgdist með handbolta,“ segir Lovísa en hún skoraði sigurmarkið þegar tvær sekúndur voru til leiksloka í leik gegn Stjörnunni síðastliðinn þriðjudag. Leiknum lauk 24:23. Þegar nítján sekúndur voru til leiksloka og staðan jöfn var Grótta með boltann og Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, stillti upp í kerfi fyrir hina fimmtán ára gömlu Lovísu. Lovísa skoraði úr færinu við mikinn fögnuð Seltirninga. Lovísa er talin gríðarlega efnileg og er hún yngsti leikmaður liðsins. Tuttugu og tveggja ára aldursmunur er á henni og elsta leikmanni liðsins. „Ég hef spilað handbolta í sex ár eða síðan ég var tíu ára gömul,“ segir Lovísa sem hefur alla tíð spilað með Gróttu. Lovísa segist hafa verið mikill Gróttuunnandi frá því hún var smástelpa. Grótta vann þrjá stærstu titla tímabilsins því liðið varð einnig deildarmeistari og bikarmeistari. „Ég hafði tröllatrú á því að við myndum verða Íslandsmeistarar. Það var búið að vera markmið hjá mér síðan við urðum bikarmeistarar í febrúar. Þá fattaði ég í rauninni hvað við værum góðar,“ segir Lovísa. Lovísa er að klára tíunda bekk í Valhúsaskóla og sér framtíðina bjarta fyrir sér. Hún segist ætla að halda áfram í handbolta af fullum krafti. „Markmiðið er að verða ennþá betri.“ Lovísa ætlar í menntaskóla í haust en hefur ekki ákveðið hvaða skóli verður fyrir valinu. „Ég er alveg í pæla í nokkrum skólum og finnst líklegt að ég sæki um í Verzló,“ segir Lovísa og bætir við að í framtíðinni langi hana að læra næringarfræði eða íþróttafræði. Lovísa eyðir miklum tíma í íþróttahúsi Gróttu þar sem hún æfir mikið sjálf. Auk þess er hún handboltaþjálfari og þjálfar yngri krakka. „Ég er að þjálfa stelpur í fyrsta og öðrum bekk og stráka í þriðja og fjórða bekk sem mér finnst mjög gaman,“ segir Lovísa. Lovísa fór eftir sigurleikinn, ásamt liðsfélögum sínum, á Eiðistorg þar sem stuðningsmenn tóku fagnandi á móti þeim. „Við áttum þar mjög góða stund en ég fór snemma heim eða fyrr en aðrir, því ég var svo svakalega þreytt eftir leikinn,“ segir Lovísa sem fór heim og fékk sér vel verðskuldað páskaegg. „Ég var í hálfgerðu nammibindindi fyrir leikinn og ætlaði ekki að borða neitt nammi fyrr en við yrðum Íslandsmeistarar,“ segir Lovísa og flissar. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
„Þetta var ný og skemmtileg tilfinning sem ég hef aldrei upplifað áður. Ég var bara í sjokki eiginlega,“ segir hin fimmtán ára gamla Lovísa Thompson sem tryggði Gróttu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna. ,,Síðustu dagar eftir leikinn hafa bara einkennst af hamingjuóskum og faðmlögum,“ segir Lovísa. ,,Það er ótrúlegasta fólk búið að vera óska mér til hamingju. Fólk sem ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að fylgdist með handbolta,“ segir Lovísa en hún skoraði sigurmarkið þegar tvær sekúndur voru til leiksloka í leik gegn Stjörnunni síðastliðinn þriðjudag. Leiknum lauk 24:23. Þegar nítján sekúndur voru til leiksloka og staðan jöfn var Grótta með boltann og Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, stillti upp í kerfi fyrir hina fimmtán ára gömlu Lovísu. Lovísa skoraði úr færinu við mikinn fögnuð Seltirninga. Lovísa er talin gríðarlega efnileg og er hún yngsti leikmaður liðsins. Tuttugu og tveggja ára aldursmunur er á henni og elsta leikmanni liðsins. „Ég hef spilað handbolta í sex ár eða síðan ég var tíu ára gömul,“ segir Lovísa sem hefur alla tíð spilað með Gróttu. Lovísa segist hafa verið mikill Gróttuunnandi frá því hún var smástelpa. Grótta vann þrjá stærstu titla tímabilsins því liðið varð einnig deildarmeistari og bikarmeistari. „Ég hafði tröllatrú á því að við myndum verða Íslandsmeistarar. Það var búið að vera markmið hjá mér síðan við urðum bikarmeistarar í febrúar. Þá fattaði ég í rauninni hvað við værum góðar,“ segir Lovísa. Lovísa er að klára tíunda bekk í Valhúsaskóla og sér framtíðina bjarta fyrir sér. Hún segist ætla að halda áfram í handbolta af fullum krafti. „Markmiðið er að verða ennþá betri.“ Lovísa ætlar í menntaskóla í haust en hefur ekki ákveðið hvaða skóli verður fyrir valinu. „Ég er alveg í pæla í nokkrum skólum og finnst líklegt að ég sæki um í Verzló,“ segir Lovísa og bætir við að í framtíðinni langi hana að læra næringarfræði eða íþróttafræði. Lovísa eyðir miklum tíma í íþróttahúsi Gróttu þar sem hún æfir mikið sjálf. Auk þess er hún handboltaþjálfari og þjálfar yngri krakka. „Ég er að þjálfa stelpur í fyrsta og öðrum bekk og stráka í þriðja og fjórða bekk sem mér finnst mjög gaman,“ segir Lovísa. Lovísa fór eftir sigurleikinn, ásamt liðsfélögum sínum, á Eiðistorg þar sem stuðningsmenn tóku fagnandi á móti þeim. „Við áttum þar mjög góða stund en ég fór snemma heim eða fyrr en aðrir, því ég var svo svakalega þreytt eftir leikinn,“ segir Lovísa sem fór heim og fékk sér vel verðskuldað páskaegg. „Ég var í hálfgerðu nammibindindi fyrir leikinn og ætlaði ekki að borða neitt nammi fyrr en við yrðum Íslandsmeistarar,“ segir Lovísa og flissar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira