Hiddink mjög stoltur af Diego Costa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2016 09:15 Diego Costa. Vísir/Getty Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, talaði vel um Diego Costa á blaðamannafundi fyrir seinni leik Chelsea og franska liðsins Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fer fram í kvöld. Fólkið á samfélagsmiðlum Paris Saint Germain liðsins höfðu tekið saman svokallað "svindl" myndband með Diego Costa og öðrum þekktum persónum sem hafa gengið um með grímu yfir andlitinu. Diego Costa hefur spilað að undanförnu með andlitsgrímu eftir að hafa nefbrotnað. Laurent Blanc, þjálfari Paris Saint Germain, hefur varað sína leikmenn við Diego Costa og talaði um að þeir verði að passa sig á honum. Sky Sports fjallar um umræðuna um Diego Costa á blaðamannafundinum. Diego Costa hefur skorað 10 mörk í 14 leikjum síðan að Guus Hiddink tók við Chelsea-liðinu en hann hefur aðeins skorað eitt mark í fjórtán leikjum fyrir Chelsea í Meistaradeildinni. Diego Costa hefur aldrei fengið rautt spjald síðan að hann kom til Chelsea en hann hefur fengið tvö þriggja leikja bönn fyrir hegðun sína inn á vellinum. „Ég er mjög stoltur af honum og hvernig hann spilar. Hann fer ekki fram af brúninni en vill láta til sína taka í baráttunni," sagði Guus Hiddink. Hann stendur með sínu manni þegar fólk ætlar að gangrýna framgöngu Costa inn á vellinum. „Ég kem honum til varnar og styð það sem hann hefur verið að gera inn á vellinum síðan að ég tók við Chelsea. Hann hefur verið að skora að undanförnu í deild sem er ekki af lakari gerðinni. Hann hefur skorað reglulega í ensku úrvalsdeildinni síðan í desember," sagði Hiddink. „Fyrr á tímabilinu var hann ekki að skora en það átti einnig um liðið. Við skulum bíða og sjá hvort að hann geti ekki skorað í Evrópukeppninni líka," sagði Guus Hiddink. Þetta er þriðja tímabilið í röð þar sem Chelsea og Paris Saint Germain mætast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Chelsea vann á útivallarmörkum í átta liða úrslitunum 2014 en útivallarmörkin komu Paris Saint Germain áfram í sextán liða úrslitunum í fyrra. Paris Saint Germain vann fyrri leikinn 2-1 á Parc des Princes og það er því ennþá mikil spenna fyrir seinni leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19.45 í kvöld. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rangstöðumark Diego Costa réði úrslitum á Carrow Road | Sjáið mörkin Chelsea er komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Norwich City í kvöld. 1. mars 2016 21:30 Costa tryggði Chelsea stig | Sjáðu mörkin Hollensku stjórarnir Guus Hiddink hjá Chelsea og Louis Van Gaal hjá Manchester United mætast með lið sín í stórleik dagsins á Stamford Bridge. 7. febrúar 2016 17:45 Diego Costa nefbrotnaði á æfingu Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að Diego Costa hefði nefbrotnað á æfingu liðsins. 13. febrúar 2016 11:30 Wenger: Arsenal-liðið var fórnarlamb Diego Costa á ný Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki leynt pirringi sínum út í Diego Costa eftir 1-0 tap Arsenal á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. 25. janúar 2016 09:08 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Hareide þarf að fara undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Sjá meira
Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, talaði vel um Diego Costa á blaðamannafundi fyrir seinni leik Chelsea og franska liðsins Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fer fram í kvöld. Fólkið á samfélagsmiðlum Paris Saint Germain liðsins höfðu tekið saman svokallað "svindl" myndband með Diego Costa og öðrum þekktum persónum sem hafa gengið um með grímu yfir andlitinu. Diego Costa hefur spilað að undanförnu með andlitsgrímu eftir að hafa nefbrotnað. Laurent Blanc, þjálfari Paris Saint Germain, hefur varað sína leikmenn við Diego Costa og talaði um að þeir verði að passa sig á honum. Sky Sports fjallar um umræðuna um Diego Costa á blaðamannafundinum. Diego Costa hefur skorað 10 mörk í 14 leikjum síðan að Guus Hiddink tók við Chelsea-liðinu en hann hefur aðeins skorað eitt mark í fjórtán leikjum fyrir Chelsea í Meistaradeildinni. Diego Costa hefur aldrei fengið rautt spjald síðan að hann kom til Chelsea en hann hefur fengið tvö þriggja leikja bönn fyrir hegðun sína inn á vellinum. „Ég er mjög stoltur af honum og hvernig hann spilar. Hann fer ekki fram af brúninni en vill láta til sína taka í baráttunni," sagði Guus Hiddink. Hann stendur með sínu manni þegar fólk ætlar að gangrýna framgöngu Costa inn á vellinum. „Ég kem honum til varnar og styð það sem hann hefur verið að gera inn á vellinum síðan að ég tók við Chelsea. Hann hefur verið að skora að undanförnu í deild sem er ekki af lakari gerðinni. Hann hefur skorað reglulega í ensku úrvalsdeildinni síðan í desember," sagði Hiddink. „Fyrr á tímabilinu var hann ekki að skora en það átti einnig um liðið. Við skulum bíða og sjá hvort að hann geti ekki skorað í Evrópukeppninni líka," sagði Guus Hiddink. Þetta er þriðja tímabilið í röð þar sem Chelsea og Paris Saint Germain mætast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Chelsea vann á útivallarmörkum í átta liða úrslitunum 2014 en útivallarmörkin komu Paris Saint Germain áfram í sextán liða úrslitunum í fyrra. Paris Saint Germain vann fyrri leikinn 2-1 á Parc des Princes og það er því ennþá mikil spenna fyrir seinni leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19.45 í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rangstöðumark Diego Costa réði úrslitum á Carrow Road | Sjáið mörkin Chelsea er komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Norwich City í kvöld. 1. mars 2016 21:30 Costa tryggði Chelsea stig | Sjáðu mörkin Hollensku stjórarnir Guus Hiddink hjá Chelsea og Louis Van Gaal hjá Manchester United mætast með lið sín í stórleik dagsins á Stamford Bridge. 7. febrúar 2016 17:45 Diego Costa nefbrotnaði á æfingu Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að Diego Costa hefði nefbrotnað á æfingu liðsins. 13. febrúar 2016 11:30 Wenger: Arsenal-liðið var fórnarlamb Diego Costa á ný Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki leynt pirringi sínum út í Diego Costa eftir 1-0 tap Arsenal á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. 25. janúar 2016 09:08 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Hareide þarf að fara undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Sjá meira
Rangstöðumark Diego Costa réði úrslitum á Carrow Road | Sjáið mörkin Chelsea er komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Norwich City í kvöld. 1. mars 2016 21:30
Costa tryggði Chelsea stig | Sjáðu mörkin Hollensku stjórarnir Guus Hiddink hjá Chelsea og Louis Van Gaal hjá Manchester United mætast með lið sín í stórleik dagsins á Stamford Bridge. 7. febrúar 2016 17:45
Diego Costa nefbrotnaði á æfingu Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að Diego Costa hefði nefbrotnað á æfingu liðsins. 13. febrúar 2016 11:30
Wenger: Arsenal-liðið var fórnarlamb Diego Costa á ný Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki leynt pirringi sínum út í Diego Costa eftir 1-0 tap Arsenal á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. 25. janúar 2016 09:08