Formaður Heimdallar sækist eftir baráttusæti í Reykjavíkurkjördæmi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 19:58 Albert er formaður Heimdallar. Fréttablaðið/Ernir Albert Guðmundsson, laganemi og formaður Heimdallar félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en það fer fram í byrjun september. „Undanfarið ár hef ég sinnt formennsku í Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkinn hef ég stutt frá því ég var í menntaskóla, út frá hugsjóninni um frelsi einstaklingsins. Síðan ég tók við starfinu og kynntist því góða fólki sem sinnir trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins hefur áhugi minn vaxið jafnt og þétt,“ segir Albert í tilkynningu. Í samtali við Vísi segist Albert stefna á 5. sætið í prófkjörinu.Albert ætlar í framboð.Mynd/Håkon Broder LundAlbert vakti mikla athygli seint á síðasta ári þegar hann hlaut kjör sem formaður Heimdallar með sex atkvæða mun gegn sitjandi stjórn. Hann kom í kjölfarið í einlægt viðtal hjá Fréttablaðinu um stjórnmálaþátttöku sína og þá erfiðu lífsreynslu að eiga föður sem varð alkóhólisma að bráð. Sjá einnig: Hefði viljað kynnast pabba eins og hann var Albert er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi, er útskrifaður úr Menntaskólanum í Reykjavík og leggur nú stund á lögfræði við Háskóla Íslands. „Í sumar starfa ég sem flugþjónn hjá Icelandair en hef áður sinnt ýmis konar störfum m.a. skrifstofustörfum, fiskvinnslu og umönnun eldri borgara. Þar að auki hef ég sinnt ótal félagsstörfum t.d. setið í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands og Stúdentaráði Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningu. „Frá því ég tók við formannsembætti hef ég fundið fyrir mikilli grósku innan flokksins. Flokkurinn státar af fólki sem brennur fyrir velferð þjóðarinnar. Ungir sem aldnir komu að því að móta þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir en þeirri stefnu vil ég vinna framgang í samstarfi við alla Sjálfstæðismenn.“ Albert segist finna fyrir þeirri frelsistilfinningu sem Sjálfstæðisflokkurinn höfðar til og hann vilji koma þeirri tilfinningu á framfæri til annarra ungra Íslendinga. „Þess vegna sækist ég eftir baráttusæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Nái ég kjöri mun ég beita mér af heilhug til að efla Sjálfstæðisflokkinn, flokk allra stétta og starfa í þágu fólksins í landinu.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40 Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Albert Guðmundsson, laganemi og formaður Heimdallar félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en það fer fram í byrjun september. „Undanfarið ár hef ég sinnt formennsku í Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkinn hef ég stutt frá því ég var í menntaskóla, út frá hugsjóninni um frelsi einstaklingsins. Síðan ég tók við starfinu og kynntist því góða fólki sem sinnir trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins hefur áhugi minn vaxið jafnt og þétt,“ segir Albert í tilkynningu. Í samtali við Vísi segist Albert stefna á 5. sætið í prófkjörinu.Albert ætlar í framboð.Mynd/Håkon Broder LundAlbert vakti mikla athygli seint á síðasta ári þegar hann hlaut kjör sem formaður Heimdallar með sex atkvæða mun gegn sitjandi stjórn. Hann kom í kjölfarið í einlægt viðtal hjá Fréttablaðinu um stjórnmálaþátttöku sína og þá erfiðu lífsreynslu að eiga föður sem varð alkóhólisma að bráð. Sjá einnig: Hefði viljað kynnast pabba eins og hann var Albert er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi, er útskrifaður úr Menntaskólanum í Reykjavík og leggur nú stund á lögfræði við Háskóla Íslands. „Í sumar starfa ég sem flugþjónn hjá Icelandair en hef áður sinnt ýmis konar störfum m.a. skrifstofustörfum, fiskvinnslu og umönnun eldri borgara. Þar að auki hef ég sinnt ótal félagsstörfum t.d. setið í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands og Stúdentaráði Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningu. „Frá því ég tók við formannsembætti hef ég fundið fyrir mikilli grósku innan flokksins. Flokkurinn státar af fólki sem brennur fyrir velferð þjóðarinnar. Ungir sem aldnir komu að því að móta þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir en þeirri stefnu vil ég vinna framgang í samstarfi við alla Sjálfstæðismenn.“ Albert segist finna fyrir þeirri frelsistilfinningu sem Sjálfstæðisflokkurinn höfðar til og hann vilji koma þeirri tilfinningu á framfæri til annarra ungra Íslendinga. „Þess vegna sækist ég eftir baráttusæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Nái ég kjöri mun ég beita mér af heilhug til að efla Sjálfstæðisflokkinn, flokk allra stétta og starfa í þágu fólksins í landinu.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40 Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40
Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50