Kári Stefánsson: Erfitt að halda uppi málefnalegri umræðu um stjórnmál Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. ágúst 2016 17:34 Kári gefur lítið fyrir gagnrýni frá stuðningsmönnum fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/gva/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að halda uppi málefnalegri umræðu um stjórnmál vegna þess að „þau vekja gjarnan hjá fólki tilfinningar sem bera heilbrigða skynsemi ofurliði.“ Þetta segir Kári í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. Hann segir grein sína sem birtist í Morgunblaðinu í gær hafa vakið gagnrýni stuðningsmanna Bjarna sem saka hann um ósanngjarna gagnrýni og gefa í skyn að hann styðji einhvern annan stjórnmálaflokk. Í grein sinni í gær lagði Kári til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. Ástæðuna sagði Kári vera að Bjarni ætti erfitt með að halda orð sín. Í síðustu viku var samþykkt þingsályktunartillaga um fimm ára ríkisfjármálaáætlun. Að mati Kára gengur sú áætlun þvert á yfirlýstan vilja Bjarna til að hlúa að þeim sem minna mega sín og styrkja heilbrigðiskerfinu. Í stöðuuppfærslunni segir Kári að hann telji Bjarna skýran, skemmtilegan og með þægilega nærveru. Hann gagnrýni hann hins vegar fyrir það „ginnungagap“ sem sé milli skoðana hans og vilja annars vegar og gerða hins vegar þegar kemur að heilbrigðismálum. Kári segir tilefni gagnrýnarinnar vera þingsályktunartillögu sem Bjarni lagði fram og var samþykkt í vikunni sem leið til stuðnings við fimm ára áætlun um ríkisfjármál. Kári telur tillöguna ganga þvert á skoðanir Bjarna og vilja í velferðarmálum. Kári fer heldur ekki mjúkum höndum um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann bendir á grein eftir hann í Fréttablaðinu fyrir skemmstu þar sem hann gagnrýnir ríkisstjórn Jóhönnu fyrir að hafa „vanrækt heilbrigðiskerfið sem og aðra þætti velferðarkerfisins.“ „Svartnættisskömm þeirrar ríkisstjórnar á rætur sínar í því að hún var fyrsta hreinræktaða félagshyggjuríkisstjórnin í sögu Lýðveldissins og hefði frekar átt að kasta sér á sverðsodda en að hola að innan velferðarkerfið.” Þá segir Kári það eflaust á stundum erfitt að vera stjórnmálaleiðtogi en að félagar og stuðningsmenn geti gert það auðveldara með því að hjálpa mönnum til góðra verka. „Ég held til dæmis að það væri Bjarna betra og hollara að stuðningsmenn hans hættu að væla undan því að ég benti á auðsætt gapið milli skoðana hans og vilja í velferðarmálum og fimm ára áætlunarinnar og ýttu honum frekar til þess að hrinda vilja hans í framkvæmd.” Að lokum segir Kári að sá flokkur sem sýni í verki raunverulegan stuðning við velferðarkerfið og endurreisi heilbrigðiskerfið komi til með að eiga hjarta hans. Stöðuuppfærslu Kára má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kári Stefánsson segir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa holað velferðarkerfið að innan Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að svo virðist vera sem pólitísk hugmyndafræði sé „vitagagnlaust drasl“ þegar menn eru komnir á valdastóla. 9. ágúst 2016 07:46 Vill að þjóðin forði Bjarna frá frekari árekstrum vilja og eðlis Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, leggur til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. 27. ágúst 2016 11:11 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að halda uppi málefnalegri umræðu um stjórnmál vegna þess að „þau vekja gjarnan hjá fólki tilfinningar sem bera heilbrigða skynsemi ofurliði.“ Þetta segir Kári í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. Hann segir grein sína sem birtist í Morgunblaðinu í gær hafa vakið gagnrýni stuðningsmanna Bjarna sem saka hann um ósanngjarna gagnrýni og gefa í skyn að hann styðji einhvern annan stjórnmálaflokk. Í grein sinni í gær lagði Kári til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. Ástæðuna sagði Kári vera að Bjarni ætti erfitt með að halda orð sín. Í síðustu viku var samþykkt þingsályktunartillaga um fimm ára ríkisfjármálaáætlun. Að mati Kára gengur sú áætlun þvert á yfirlýstan vilja Bjarna til að hlúa að þeim sem minna mega sín og styrkja heilbrigðiskerfinu. Í stöðuuppfærslunni segir Kári að hann telji Bjarna skýran, skemmtilegan og með þægilega nærveru. Hann gagnrýni hann hins vegar fyrir það „ginnungagap“ sem sé milli skoðana hans og vilja annars vegar og gerða hins vegar þegar kemur að heilbrigðismálum. Kári segir tilefni gagnrýnarinnar vera þingsályktunartillögu sem Bjarni lagði fram og var samþykkt í vikunni sem leið til stuðnings við fimm ára áætlun um ríkisfjármál. Kári telur tillöguna ganga þvert á skoðanir Bjarna og vilja í velferðarmálum. Kári fer heldur ekki mjúkum höndum um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann bendir á grein eftir hann í Fréttablaðinu fyrir skemmstu þar sem hann gagnrýnir ríkisstjórn Jóhönnu fyrir að hafa „vanrækt heilbrigðiskerfið sem og aðra þætti velferðarkerfisins.“ „Svartnættisskömm þeirrar ríkisstjórnar á rætur sínar í því að hún var fyrsta hreinræktaða félagshyggjuríkisstjórnin í sögu Lýðveldissins og hefði frekar átt að kasta sér á sverðsodda en að hola að innan velferðarkerfið.” Þá segir Kári það eflaust á stundum erfitt að vera stjórnmálaleiðtogi en að félagar og stuðningsmenn geti gert það auðveldara með því að hjálpa mönnum til góðra verka. „Ég held til dæmis að það væri Bjarna betra og hollara að stuðningsmenn hans hættu að væla undan því að ég benti á auðsætt gapið milli skoðana hans og vilja í velferðarmálum og fimm ára áætlunarinnar og ýttu honum frekar til þess að hrinda vilja hans í framkvæmd.” Að lokum segir Kári að sá flokkur sem sýni í verki raunverulegan stuðning við velferðarkerfið og endurreisi heilbrigðiskerfið komi til með að eiga hjarta hans. Stöðuuppfærslu Kára má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kári Stefánsson segir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa holað velferðarkerfið að innan Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að svo virðist vera sem pólitísk hugmyndafræði sé „vitagagnlaust drasl“ þegar menn eru komnir á valdastóla. 9. ágúst 2016 07:46 Vill að þjóðin forði Bjarna frá frekari árekstrum vilja og eðlis Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, leggur til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. 27. ágúst 2016 11:11 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Kári Stefánsson segir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa holað velferðarkerfið að innan Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að svo virðist vera sem pólitísk hugmyndafræði sé „vitagagnlaust drasl“ þegar menn eru komnir á valdastóla. 9. ágúst 2016 07:46
Vill að þjóðin forði Bjarna frá frekari árekstrum vilja og eðlis Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, leggur til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. 27. ágúst 2016 11:11