Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2017 17:06 Birna Brjánsdóttir. mynd/lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Talið er að lík Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem saknað hefur verið síðan aðfaranótt laugardagsins 14. janúar, hafi fundist eftir hádegi í dag í fjörunni við Selvogsvita. Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17.Blaðamannafundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann líkið klukkan 13 um 15 kílómetra vestur af Þorlákshöfn. Þyrlan lenti skammt frá vettvanginum og var lögreglunni strax gert viðvart að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Lögreglan kom á staðinn skömmu síðar. Á blaðamannafundi lögreglunnar kom fram að kennslanefnd Ríkislögreglustjóra vinni nú að því að staðfesta auðkenni en dánarorsök Birnu liggur ekki fyrir. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir eftir nokkra daga en Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni, sagði yfirgnæfandi líkur á því að henni hafi verið ráðinn bani.Birna hafði síðast sést í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Á sama stað á sama tíma sást rauður Kia Rio-bíll aka framhjá og lýsti lögreglan eftir ökumanni þess bíls á mánudagsmorgninum. Hann gaf sig ekki fram en á miðvikudag barst tilkynning frá lögreglu um að tveir menn hefðu verið handteknir um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Polar Nanoq kom til Íslands á miðvikudagskvöld og voru mennirnir tveir í framhaldinu færðir til yfirheyrslu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Strax þá voru mennirnir tveir færðir til yfirheyrslu. Á fimmtudag voru þeir svo svo úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna hvarfsins en þeir eru grunaðir um manndráp. Mennirnir voru í yfirheyrslum hjá lögreglu á fimmtudag og föstudag en þá voru þeir fluttir á Litla-Hraun þar sem þeir sæta einangrun. Þeir neita enn sök um aðild að hvarfinu. Lögregla yfirheyrði mennina ekki um helgina en í gær og í dag fór fram umfangsmikil leit að Birnu á stóru svæði á suðvesturhorninu. Tæplega 600 björgunarsveitarmenn komu að leitinni sem er sú umfangsmesta sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur skipulagt. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan engu nær um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgun Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. 22. janúar 2017 10:31 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Talið er að lík Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem saknað hefur verið síðan aðfaranótt laugardagsins 14. janúar, hafi fundist eftir hádegi í dag í fjörunni við Selvogsvita. Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17.Blaðamannafundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann líkið klukkan 13 um 15 kílómetra vestur af Þorlákshöfn. Þyrlan lenti skammt frá vettvanginum og var lögreglunni strax gert viðvart að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Lögreglan kom á staðinn skömmu síðar. Á blaðamannafundi lögreglunnar kom fram að kennslanefnd Ríkislögreglustjóra vinni nú að því að staðfesta auðkenni en dánarorsök Birnu liggur ekki fyrir. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir eftir nokkra daga en Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni, sagði yfirgnæfandi líkur á því að henni hafi verið ráðinn bani.Birna hafði síðast sést í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Á sama stað á sama tíma sást rauður Kia Rio-bíll aka framhjá og lýsti lögreglan eftir ökumanni þess bíls á mánudagsmorgninum. Hann gaf sig ekki fram en á miðvikudag barst tilkynning frá lögreglu um að tveir menn hefðu verið handteknir um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Polar Nanoq kom til Íslands á miðvikudagskvöld og voru mennirnir tveir í framhaldinu færðir til yfirheyrslu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Strax þá voru mennirnir tveir færðir til yfirheyrslu. Á fimmtudag voru þeir svo svo úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna hvarfsins en þeir eru grunaðir um manndráp. Mennirnir voru í yfirheyrslum hjá lögreglu á fimmtudag og föstudag en þá voru þeir fluttir á Litla-Hraun þar sem þeir sæta einangrun. Þeir neita enn sök um aðild að hvarfinu. Lögregla yfirheyrði mennina ekki um helgina en í gær og í dag fór fram umfangsmikil leit að Birnu á stóru svæði á suðvesturhorninu. Tæplega 600 björgunarsveitarmenn komu að leitinni sem er sú umfangsmesta sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur skipulagt.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan engu nær um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgun Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. 22. janúar 2017 10:31 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Lögreglan engu nær um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgun Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. 22. janúar 2017 10:31
Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45