Umfjölllun, viðtöl og myndir: Fram - FH 28-32 | FH-vélin fór í gang í seinni hálfleik Brynjar Ingi Erluson í Framhúsinu skrifar 10. febrúar 2017 20:15 FH er komið í undanúrslit Coca-Cola bikars karla í handknattleik eftir að hafa unnið Fram 32-28 í Fram-húsinu í Safamýrinni í kvöld. FH er fyrsta liðið sem tryggir sér þátttökurétt í bikarúrslitahelginni.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Framarar hafa verið í miklum vandræðum á þessari leiktíð en eftir ágætis byrjun hefur gengi liðsins farið niður á við. Fram er í níunda sæti deildarinnar og var liðið að mæta dýrvitlausum FH-ingum sem hafa verið gríðarlega öflugir á leiktíðinni. Það kom því fáum á óvart að gestirnir úr Hafnarfirði byrjuðu leikinn betur. Framarar voru þó fljótir að taka við sér og skiptust liðin á að skora í fyrri hálfleiknum. Fram komst í stuð þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Arnar Birkir Hálfdánarson fiskaði Ísak Rafnsson af velli og það var þá sem Fram tók á skarið og náði þriggja marka forystu áður en hálfleikurinn var úti. Þrátt fyrir það voru FH-ingar nokkuð rólegir yfir stöðunni. Fram hélt uppteknum hætti fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik en þegar það var að líða að 40. mínútu þá féll allt með FH. Jóhann Birgir Ingvarsson var magnaður og virkaði eins og drifkraftur FH auk þess sem Óðinn Ríkharðsson og Arnar Freyr Ársælsson voru frábærir. Einar Rafn Eiðsson átti þá flottan leik einnig. Þegar FH-vélin komst í gang þá misstu Framarar taktinn . Skotin þeirra fóru annað hvort í slá, framhjá eða yfir markið. Það virtist ekkert ganga upp og þegar uppi var staðið var fjögurra marka sigur FH-inga sanngjarn. FH er nú komið í undanúrslit bikarsins en leikið verður í Laugardalshöllinni þar næstu helgi. Guðmundur Helgi: Þrælgaman að þjálfa þessa stráka „Þetta er svekkelsi, mjög mikið svekkelsi. Þetta var hörkuleikur, tvö mjög góð lið en annað liðið var aðeins betra í dag,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram. „Við fáum á okkur ódýr mörk. Við fáum tvisvar sinnum tvær mínútur og þar af leiðandi fáum við 3-4 mörk á okkur í röð. Þeir komast aftur inn í leikinn og við byrjum að skjóta í stangirnar og yfir. Betra liðið vann hér í dag, því miður,“ sagði Guðmundur Helgi. „Þetta var miklu betri leikur en við höfum sýnt hér eftir áramót. Ég tek margt jákvætt úr þessum leik og eitthvað sem við getum byggt ofan á. Þetta er ungt, efnilegt og skemmtilegt lið. Það er þrælgaman að þjálfa þá og þegar liðið leggur sig svona fram þá er ég handviss um að við munum ná í helling af stigum,“ sagði Guðmundur Helgi. Halldór Jóhann: Við vorum að kveinka okkur undan þeim „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Ég er mjög ánægður fyrir hönd okkar og liðsins að vera komnir þangað. Þetta er virkilega gaman, við vorum þarna fyrir tveimur árum síðan og við vitum hvernig upplifun þetta er. Núna viljum við klára verkefnið,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH. „Við vorum mjög góðir í sókn í seinni hálfleik, slakir varnarlega í fyrri hálfleik. Framarar voru að spila mjög vel, langbesta leik í langan tíma, en þeir voru að taka á okkur og við vorum að kveinka okkur undan þeim. Þó þeir kæmust fjórum mörkum yfir í seinni þá var samt ákveðin ró yfir okkur. Við náðum að mjatla inn einu og einu marki,“ sagði Halldór Jóhann. „Við vorum fókuseraðir á þetta verkefni. Við vissum einnig að þetta yrði erfiður leikur og að þeir myndu ekki gefa okkur þetta. Þegar þetta er bikar þá skiptir taflan eða deildin engu máli en við þurftum eftir fyrri hálfleikinn að halda kúlinu og að koma okkur í þessi undanúrslit,“ sagði Halldór Jóhann.Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram.Vísir/AntonJóhann Birgir Ingvarsson skorar í leiknum í kvöld.Vísir/AntonHalldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH.Vísir/Anton Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
FH er komið í undanúrslit Coca-Cola bikars karla í handknattleik eftir að hafa unnið Fram 32-28 í Fram-húsinu í Safamýrinni í kvöld. FH er fyrsta liðið sem tryggir sér þátttökurétt í bikarúrslitahelginni.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Framarar hafa verið í miklum vandræðum á þessari leiktíð en eftir ágætis byrjun hefur gengi liðsins farið niður á við. Fram er í níunda sæti deildarinnar og var liðið að mæta dýrvitlausum FH-ingum sem hafa verið gríðarlega öflugir á leiktíðinni. Það kom því fáum á óvart að gestirnir úr Hafnarfirði byrjuðu leikinn betur. Framarar voru þó fljótir að taka við sér og skiptust liðin á að skora í fyrri hálfleiknum. Fram komst í stuð þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Arnar Birkir Hálfdánarson fiskaði Ísak Rafnsson af velli og það var þá sem Fram tók á skarið og náði þriggja marka forystu áður en hálfleikurinn var úti. Þrátt fyrir það voru FH-ingar nokkuð rólegir yfir stöðunni. Fram hélt uppteknum hætti fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik en þegar það var að líða að 40. mínútu þá féll allt með FH. Jóhann Birgir Ingvarsson var magnaður og virkaði eins og drifkraftur FH auk þess sem Óðinn Ríkharðsson og Arnar Freyr Ársælsson voru frábærir. Einar Rafn Eiðsson átti þá flottan leik einnig. Þegar FH-vélin komst í gang þá misstu Framarar taktinn . Skotin þeirra fóru annað hvort í slá, framhjá eða yfir markið. Það virtist ekkert ganga upp og þegar uppi var staðið var fjögurra marka sigur FH-inga sanngjarn. FH er nú komið í undanúrslit bikarsins en leikið verður í Laugardalshöllinni þar næstu helgi. Guðmundur Helgi: Þrælgaman að þjálfa þessa stráka „Þetta er svekkelsi, mjög mikið svekkelsi. Þetta var hörkuleikur, tvö mjög góð lið en annað liðið var aðeins betra í dag,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram. „Við fáum á okkur ódýr mörk. Við fáum tvisvar sinnum tvær mínútur og þar af leiðandi fáum við 3-4 mörk á okkur í röð. Þeir komast aftur inn í leikinn og við byrjum að skjóta í stangirnar og yfir. Betra liðið vann hér í dag, því miður,“ sagði Guðmundur Helgi. „Þetta var miklu betri leikur en við höfum sýnt hér eftir áramót. Ég tek margt jákvætt úr þessum leik og eitthvað sem við getum byggt ofan á. Þetta er ungt, efnilegt og skemmtilegt lið. Það er þrælgaman að þjálfa þá og þegar liðið leggur sig svona fram þá er ég handviss um að við munum ná í helling af stigum,“ sagði Guðmundur Helgi. Halldór Jóhann: Við vorum að kveinka okkur undan þeim „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Ég er mjög ánægður fyrir hönd okkar og liðsins að vera komnir þangað. Þetta er virkilega gaman, við vorum þarna fyrir tveimur árum síðan og við vitum hvernig upplifun þetta er. Núna viljum við klára verkefnið,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH. „Við vorum mjög góðir í sókn í seinni hálfleik, slakir varnarlega í fyrri hálfleik. Framarar voru að spila mjög vel, langbesta leik í langan tíma, en þeir voru að taka á okkur og við vorum að kveinka okkur undan þeim. Þó þeir kæmust fjórum mörkum yfir í seinni þá var samt ákveðin ró yfir okkur. Við náðum að mjatla inn einu og einu marki,“ sagði Halldór Jóhann. „Við vorum fókuseraðir á þetta verkefni. Við vissum einnig að þetta yrði erfiður leikur og að þeir myndu ekki gefa okkur þetta. Þegar þetta er bikar þá skiptir taflan eða deildin engu máli en við þurftum eftir fyrri hálfleikinn að halda kúlinu og að koma okkur í þessi undanúrslit,“ sagði Halldór Jóhann.Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram.Vísir/AntonJóhann Birgir Ingvarsson skorar í leiknum í kvöld.Vísir/AntonHalldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH.Vísir/Anton
Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira