Skipverjinn fluttur á Hólmsheiði til að verjast ofbeldi Snærós Sindradóttir skrifar 28. febrúar 2017 17:18 Skipverjinn var handtekinn 18. janúar síðastliðinn. vísir/anton brink Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag fluttur í fangelsið á Hólmsheiði. Þar með lauk nærri sex vikna langri einangrunarvist mannsins, sem hófst með gæsluvarðhaldsúrskurði 20. janúar síðastliðinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í janúar, voru uppi áhyggjur hja fangelsisyfirvöldum um velferð og öryggi gæsluvarðhaldsfanganna tveggja, sem þá dvöldu í einangrun. Afplánunarfangar á Litla Hrauni voru sagðir hafa fylgst vel með fréttum af hvarfi Birnu Brjánsdóttur og handtöku skipverjanna.Í frétt blaðsins frá því í janúar segir að stemningin innan fangelsisins á Litla Hrauni hafi bent til þess að ekki yrði hægt að vista manninn á meðal annarra afplánunarfanga þar sem mikillar reiði gætti á meðal íslensku fanganna.Vildu ekki taka neina áhættu Heimildir Fréttablaðsins herma að sú staða hafi ekki breyst þrátt fyrir að nú sé lengri tími liðinn frá því að maðurinn var handtekinn. Fangelsismálayfirvöld hafi ekki þorað að taka áhættu með öryggi mannsins og því hafi hann verið vistaður á Hólmsheiði þar sem húsnæðið býður upp á frekar deildarskiptingu og öðruvísi eftirlit. Einn heimildarmaður blaðsins komst svo að orði að stofnunin yrði að gæta þess að allir myndu lifa af flutningin úr einangrun. Í fangelsinu að Hólmsheiði hefja fangar alla jafna afplánun áður en þeir eru færðir í önnur fangelsi á Íslandi. Í fangelsinu eru einnig kvenfangar vistaðir.Vinna að ákæru Birna Brjánsdóttir hvarf fyrir rúmum sjö vikum síðan og sást síðast við Laugaveg 31. Lögregla telur fullvíst að hún hafi farið um borð í Rauða Kia Rio bifreið sem maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafði til umráða. Talið er að maðurinn hafi banað henni um borð í bílnum við Hafnarfjarðarhöfn á milli sex og sjö, laugardagsmorguninn 14. janúar síðastliðinn. Þrír lögreglumenn vinna nú að því að klára málið í samvinnu við héraðssaksóknara svo hægt verði að gefa út ákæru í málinu í tæka tíð. Heimild er til þess að halda manninum í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tólf vikur. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar, hefur sagst hafa trú á því að rannsókn verði lokið vel innan tiltekins frests.Fangelsið á Hólmsheiði var til umfjöllunar í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðið haust. Umfjöllunina má sjá að neðan. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag fluttur í fangelsið á Hólmsheiði. Þar með lauk nærri sex vikna langri einangrunarvist mannsins, sem hófst með gæsluvarðhaldsúrskurði 20. janúar síðastliðinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í janúar, voru uppi áhyggjur hja fangelsisyfirvöldum um velferð og öryggi gæsluvarðhaldsfanganna tveggja, sem þá dvöldu í einangrun. Afplánunarfangar á Litla Hrauni voru sagðir hafa fylgst vel með fréttum af hvarfi Birnu Brjánsdóttur og handtöku skipverjanna.Í frétt blaðsins frá því í janúar segir að stemningin innan fangelsisins á Litla Hrauni hafi bent til þess að ekki yrði hægt að vista manninn á meðal annarra afplánunarfanga þar sem mikillar reiði gætti á meðal íslensku fanganna.Vildu ekki taka neina áhættu Heimildir Fréttablaðsins herma að sú staða hafi ekki breyst þrátt fyrir að nú sé lengri tími liðinn frá því að maðurinn var handtekinn. Fangelsismálayfirvöld hafi ekki þorað að taka áhættu með öryggi mannsins og því hafi hann verið vistaður á Hólmsheiði þar sem húsnæðið býður upp á frekar deildarskiptingu og öðruvísi eftirlit. Einn heimildarmaður blaðsins komst svo að orði að stofnunin yrði að gæta þess að allir myndu lifa af flutningin úr einangrun. Í fangelsinu að Hólmsheiði hefja fangar alla jafna afplánun áður en þeir eru færðir í önnur fangelsi á Íslandi. Í fangelsinu eru einnig kvenfangar vistaðir.Vinna að ákæru Birna Brjánsdóttir hvarf fyrir rúmum sjö vikum síðan og sást síðast við Laugaveg 31. Lögregla telur fullvíst að hún hafi farið um borð í Rauða Kia Rio bifreið sem maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafði til umráða. Talið er að maðurinn hafi banað henni um borð í bílnum við Hafnarfjarðarhöfn á milli sex og sjö, laugardagsmorguninn 14. janúar síðastliðinn. Þrír lögreglumenn vinna nú að því að klára málið í samvinnu við héraðssaksóknara svo hægt verði að gefa út ákæru í málinu í tæka tíð. Heimild er til þess að halda manninum í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tólf vikur. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar, hefur sagst hafa trú á því að rannsókn verði lokið vel innan tiltekins frests.Fangelsið á Hólmsheiði var til umfjöllunar í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðið haust. Umfjöllunina má sjá að neðan.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira