Akureyri harmar ákvörðun dómara á lokasekúndunum í leiknum gegn FH Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2017 17:00 Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar. vísir/getty Akureyri handboltafélag hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað á lokasekúndunum í leik FH og Akureyrar í Olís-deild karla á sunnudaginn. Akureyringar eru afar ósáttir við dómaraparið Ramunas Mikalonis og Þorleif Árna Björnsson og eftirlitsmanninn Kristján Halldórsson í atvikinu sem má sjá á myndbandinu hér að neðan. Atvikið hefst á 1:30:00 í myndbandinu. Mindaugas Dumcius, leikmaður Akureyrar, minnkaði muninn í 30-29 þegar um hálf mínúta var til leiksloka. FH-ingar fóru í sókn og þegar þrjár sekúndur voru eftir var boltinn dæmdur af þeim. „Í fyrsta lagi gerðist leikmaður FH augljóslega sekur um brot, sem hefði átt að dæma rautt spjald og víti fyrir, samkvæmt reglum HSÍ,“ segir í yfirlýsingu Akureyrar. „Dómararnir stöðvuðu leikinn og höfðu nægan tíma til að taka yfirvegaða ákvörðun en virðast ákveða að hunsa reglurnar að tilmælum eftirlitsmanns og hugsanlega ræna okkur stigi. Í öðru lagi ákvað eftirlitsmaður að þjálfari Akureyrar hafi verið búinn að óska eftir leikhléi áður en brotið átti sér stað og því hafi ekki átt að dæma á brotið og leikhlé látið standa. Hins vegar er ljóst að þá áttu að minnsta kosti að vera eftir 4 sekúndur af leiktíma, ekki 1 sekúnda eins og látið var standa.“ Brynjar Hólm Grétarsson tók síðasta skotið en Birkir Fannar Bragason, markvörður FH, varði. Lokatölur því 30-29, FH í vil. Akureyri situr á botni deildarinnar með 15 stig þegar sex umferðum er ólokið. FH er hins vegar í 2. sæti með 28 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Hauka.Yfirlýsing stjórnar Akureyrar handboltafélags: Stjórn Akureyrar handboltafélags harmar ákvörðun dómara og eftirlitsmanns vegna atviks sem átti sér stað á síðustu sekúndum í jöfnum leik FH og Akureyrar laugardaginn 4. mars s.l. Í fyrsta lagi gerðist leikmaður FH augljóslega sekur um brot, sem hefði átt að dæma rautt spjald og víti fyrir, samkvæmt reglum HSÍ. Brotið fólst í því að setja ekki boltann beint niður þegar búið var að flauta til marks um að boltinn hafi verið dæmdur af sóknarliðinu. Hér er um að ræða skýrar reglur sem dómarar og eftirlitsmenn eiga að hafa á hreinu og voru þessar reglur settar til að koma í veg fyrir svona brot á síðustu sekúndunum leiks, svo að liðið sem brýtur hagnist ekki. Í svona tilvikum á tafarlaust að dæma víti og rautt spjald. Dómararnir stöðvuðu leikinn og höfðu nægan tíma til að taka yfirvegaða ákvörðun en virðast ákveða að hunsa reglurnar að tilmælum eftirlitsmanns og hugsanlega ræna okkur stigi. Í öðru lagi ákvað eftirlitsmaður að þjálfari Akureyrar hafi verið búinn að óska eftir leikhléi áður en brotið átti sér stað og því hafi ekki átt að dæma á brotið og leikhlé látið standa. Hins vegar er ljóst að þá áttu að minnsta kosti að vera eftir 4 sekúndur af leiktíma, ekki 1 sekúnda eins og látið var standa. Þetta sést allt greinilega á upptöku frá leiknum. Stjórn Akureyrar Handboltafélags harmar svona vinnubrögð ekki síst í ljósi þess að deildin er mjög jöfn og 1 stig getur skipt öllu máli í lok tímabils, bæði á toppi og botni deildarinnar. Of mörg dæmi eru um slæm dómaramistök í Olís-deildinni í vetur og leitt þegar svona mistök geta haft afdrifaríkar afleiðingar. Allir gera sér þó grein fyrir því að öll erum við mannleg og gerum mistök en þá er mikilvægt að viðurkenna mistökin, læra af þeim og reyna að koma í veg fyrir að þau gerist aftur. Starf eftirlitsmanns á að vera skýrt samkvæmt 18.gr. reglugerðar HSÍ um mótamál: „Sjái eftirlitsmaður eitthvað athugavert við framkvæmd leiks skal hann skila þar til gerðri skýrslu um það til mótanefndar. Eftirlitsmaður skal skila inn skýrslu til dómaranefndar sem sýnir mat hans á störfum dómara í leiknum en hann hefur ekki lögsögu með því sem dómarar ákveða og byggt er á mati þeirra á stöðunni í leiknum.“ Í þessu tilviki voru dómarar og eftirlitsmaður ósammála og eftirlitsmaðurinn réði dómnum. Það hefur alltaf verið okkar skilningur að dómarar taki ákvarðanir og dæmi það sem gerist í leiknum. Virðingarfyllst, Stjórn Akureyrar Handboltafélags Olís-deild karla Tengdar fréttir FH-ingar komnir á toppinn FH er komið á topp Olís-deildar karla eftir eins marks sigur, 29-28, á Akureyri í Kaplakrika í dag. 5. mars 2017 17:33 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Porto lagði Val í Portúgal Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Akureyri handboltafélag hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað á lokasekúndunum í leik FH og Akureyrar í Olís-deild karla á sunnudaginn. Akureyringar eru afar ósáttir við dómaraparið Ramunas Mikalonis og Þorleif Árna Björnsson og eftirlitsmanninn Kristján Halldórsson í atvikinu sem má sjá á myndbandinu hér að neðan. Atvikið hefst á 1:30:00 í myndbandinu. Mindaugas Dumcius, leikmaður Akureyrar, minnkaði muninn í 30-29 þegar um hálf mínúta var til leiksloka. FH-ingar fóru í sókn og þegar þrjár sekúndur voru eftir var boltinn dæmdur af þeim. „Í fyrsta lagi gerðist leikmaður FH augljóslega sekur um brot, sem hefði átt að dæma rautt spjald og víti fyrir, samkvæmt reglum HSÍ,“ segir í yfirlýsingu Akureyrar. „Dómararnir stöðvuðu leikinn og höfðu nægan tíma til að taka yfirvegaða ákvörðun en virðast ákveða að hunsa reglurnar að tilmælum eftirlitsmanns og hugsanlega ræna okkur stigi. Í öðru lagi ákvað eftirlitsmaður að þjálfari Akureyrar hafi verið búinn að óska eftir leikhléi áður en brotið átti sér stað og því hafi ekki átt að dæma á brotið og leikhlé látið standa. Hins vegar er ljóst að þá áttu að minnsta kosti að vera eftir 4 sekúndur af leiktíma, ekki 1 sekúnda eins og látið var standa.“ Brynjar Hólm Grétarsson tók síðasta skotið en Birkir Fannar Bragason, markvörður FH, varði. Lokatölur því 30-29, FH í vil. Akureyri situr á botni deildarinnar með 15 stig þegar sex umferðum er ólokið. FH er hins vegar í 2. sæti með 28 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Hauka.Yfirlýsing stjórnar Akureyrar handboltafélags: Stjórn Akureyrar handboltafélags harmar ákvörðun dómara og eftirlitsmanns vegna atviks sem átti sér stað á síðustu sekúndum í jöfnum leik FH og Akureyrar laugardaginn 4. mars s.l. Í fyrsta lagi gerðist leikmaður FH augljóslega sekur um brot, sem hefði átt að dæma rautt spjald og víti fyrir, samkvæmt reglum HSÍ. Brotið fólst í því að setja ekki boltann beint niður þegar búið var að flauta til marks um að boltinn hafi verið dæmdur af sóknarliðinu. Hér er um að ræða skýrar reglur sem dómarar og eftirlitsmenn eiga að hafa á hreinu og voru þessar reglur settar til að koma í veg fyrir svona brot á síðustu sekúndunum leiks, svo að liðið sem brýtur hagnist ekki. Í svona tilvikum á tafarlaust að dæma víti og rautt spjald. Dómararnir stöðvuðu leikinn og höfðu nægan tíma til að taka yfirvegaða ákvörðun en virðast ákveða að hunsa reglurnar að tilmælum eftirlitsmanns og hugsanlega ræna okkur stigi. Í öðru lagi ákvað eftirlitsmaður að þjálfari Akureyrar hafi verið búinn að óska eftir leikhléi áður en brotið átti sér stað og því hafi ekki átt að dæma á brotið og leikhlé látið standa. Hins vegar er ljóst að þá áttu að minnsta kosti að vera eftir 4 sekúndur af leiktíma, ekki 1 sekúnda eins og látið var standa. Þetta sést allt greinilega á upptöku frá leiknum. Stjórn Akureyrar Handboltafélags harmar svona vinnubrögð ekki síst í ljósi þess að deildin er mjög jöfn og 1 stig getur skipt öllu máli í lok tímabils, bæði á toppi og botni deildarinnar. Of mörg dæmi eru um slæm dómaramistök í Olís-deildinni í vetur og leitt þegar svona mistök geta haft afdrifaríkar afleiðingar. Allir gera sér þó grein fyrir því að öll erum við mannleg og gerum mistök en þá er mikilvægt að viðurkenna mistökin, læra af þeim og reyna að koma í veg fyrir að þau gerist aftur. Starf eftirlitsmanns á að vera skýrt samkvæmt 18.gr. reglugerðar HSÍ um mótamál: „Sjái eftirlitsmaður eitthvað athugavert við framkvæmd leiks skal hann skila þar til gerðri skýrslu um það til mótanefndar. Eftirlitsmaður skal skila inn skýrslu til dómaranefndar sem sýnir mat hans á störfum dómara í leiknum en hann hefur ekki lögsögu með því sem dómarar ákveða og byggt er á mati þeirra á stöðunni í leiknum.“ Í þessu tilviki voru dómarar og eftirlitsmaður ósammála og eftirlitsmaðurinn réði dómnum. Það hefur alltaf verið okkar skilningur að dómarar taki ákvarðanir og dæmi það sem gerist í leiknum. Virðingarfyllst, Stjórn Akureyrar Handboltafélags
Olís-deild karla Tengdar fréttir FH-ingar komnir á toppinn FH er komið á topp Olís-deildar karla eftir eins marks sigur, 29-28, á Akureyri í Kaplakrika í dag. 5. mars 2017 17:33 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Porto lagði Val í Portúgal Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
FH-ingar komnir á toppinn FH er komið á topp Olís-deildar karla eftir eins marks sigur, 29-28, á Akureyri í Kaplakrika í dag. 5. mars 2017 17:33