Haukar búnir að rifta samningi við Ivan Ivkovic og senda hann heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 14:27 Ivan Ivkovic í leik með Haukum á síðasta tímabili. Vísir/Anton Ivan Ivkovic ævintýrið í Haukum er á enda og miklu fyrr en áætlað var. Stórskyttan hefur spilað sinn síðasta leik með Haukunum en Haukar hafa ákveðið að senda Króatann til sín heima. Haukarnir ákváðu að rifta samningi sínum við leikmanninn fyrir Verslunarmannahelgi en hann var með samning til júní 2019 eða í tvö tímabil til viðbótar. Gunnar Magnússon, þjálfari Haukaliðsins, staðfesti þessar fréttir við Vísi en vildi ekki fara nánar út í ástæður þess að samningnum var rift. Ivan Ivkovic hefur þegar yfirgefið landið. Samkvæmt heimildum Vísis þá voru það vandræði utan vallar sem leiddu til þess að samningnum við Ivan Ivkovic var sagt upp. Ivan Ivkovic kom til Hauka eftir áramót og lék með liðinu í seinni hluta mótsins. Ivan Ivkovic er 207 sentímetra hár og hélt upp á 21 árs afmælið sitt í mars. Hann skoraði 50 mörk í 11 deildarleikjum með Haukum á síðustu leiktíð og 8 mörk í 3 leikjum í úrslitakeppninni. Þetta hefur ekki verið gott sumar fyrir Hauka því Ivkovic er önnur stórskyttan sem liðið missir. Adam Haukur Baumruk greindist með einkirningasótt og verður líklega frá marga mánuði. Framhaldið hjá honum kemur ekki í ljós fyrr en í fyrsta lagi eftir frekari skoðun í lok mánaðarins. Gunnar segir að Haukar séu að skoða það að finna leikmenn í stað þeirra Adams Hauks og Ivkovic. Liðið hefur þegar fengið til sín markvörðinn Björgvin Pál Gústavsson, línumanninn Pétur Pálsson og þá er mjög líklegt að liðið fái einnig Atla Már Báruson frá Val en aðeins á eftir að skrifa undir samning við þann fjölhæfa leikmann. Olís-deild karla Tengdar fréttir Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. 1. febrúar 2017 20:15 Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Íslandsmeistararnir eru búnir að semja við króatíska skyttu sem er vel yfir tvo metra og hundrað kíló. 25. janúar 2017 09:48 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Sjá meira
Ivan Ivkovic ævintýrið í Haukum er á enda og miklu fyrr en áætlað var. Stórskyttan hefur spilað sinn síðasta leik með Haukunum en Haukar hafa ákveðið að senda Króatann til sín heima. Haukarnir ákváðu að rifta samningi sínum við leikmanninn fyrir Verslunarmannahelgi en hann var með samning til júní 2019 eða í tvö tímabil til viðbótar. Gunnar Magnússon, þjálfari Haukaliðsins, staðfesti þessar fréttir við Vísi en vildi ekki fara nánar út í ástæður þess að samningnum var rift. Ivan Ivkovic hefur þegar yfirgefið landið. Samkvæmt heimildum Vísis þá voru það vandræði utan vallar sem leiddu til þess að samningnum við Ivan Ivkovic var sagt upp. Ivan Ivkovic kom til Hauka eftir áramót og lék með liðinu í seinni hluta mótsins. Ivan Ivkovic er 207 sentímetra hár og hélt upp á 21 árs afmælið sitt í mars. Hann skoraði 50 mörk í 11 deildarleikjum með Haukum á síðustu leiktíð og 8 mörk í 3 leikjum í úrslitakeppninni. Þetta hefur ekki verið gott sumar fyrir Hauka því Ivkovic er önnur stórskyttan sem liðið missir. Adam Haukur Baumruk greindist með einkirningasótt og verður líklega frá marga mánuði. Framhaldið hjá honum kemur ekki í ljós fyrr en í fyrsta lagi eftir frekari skoðun í lok mánaðarins. Gunnar segir að Haukar séu að skoða það að finna leikmenn í stað þeirra Adams Hauks og Ivkovic. Liðið hefur þegar fengið til sín markvörðinn Björgvin Pál Gústavsson, línumanninn Pétur Pálsson og þá er mjög líklegt að liðið fái einnig Atla Már Báruson frá Val en aðeins á eftir að skrifa undir samning við þann fjölhæfa leikmann.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. 1. febrúar 2017 20:15 Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Íslandsmeistararnir eru búnir að semja við króatíska skyttu sem er vel yfir tvo metra og hundrað kíló. 25. janúar 2017 09:48 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Sjá meira
Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. 1. febrúar 2017 20:15
Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Íslandsmeistararnir eru búnir að semja við króatíska skyttu sem er vel yfir tvo metra og hundrað kíló. 25. janúar 2017 09:48