Tókst gríðarlega vel að byrja upp á nýtt Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2017 06:00 Freyr Alexandersson og landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir eftir síðasta leikinn á EM. Vísir/Getty Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta halda áfram för sinni í átt að heimsmeistaramótinu í fótbolta í næstu viku þegar þær mæta Þýskalandi og svo Tékklandi á útivelli í undankeppni HM 2018. Þetta verða tveir erfiðustu útileikir íslenska liðsins en Þýskaland ætti, ef allt er eðlilegt, ekki að tapa svo miklu sem einu stigi í þessum riðli og þannig komast á HM. Tékkland sýndi aftur á móti með aðeins 1-0 tapi gegn þeim þýsku að það er mikið spunnið í það lið og að stelpurnar okkar þurfa að passa sig á þeim tékknesku. „Það er möguleiki að vinna Þýskaland eins og það er alltaf möguleiki í íþróttum. Við vorum nú bara að sýna það hérna síðast á mánudaginn að það er allt hægt í þessu. Verkefnið er samt gríðarlega erfitt. Við þurfum að hitta á okkar besta dag og við þurfum að halda í grunngildin okkar og ná aðeins að ýta á veikleika þeirra til þess að þetta gangi upp, ég geri mér grein fyrir því. En maður er alltaf jafn borubrattur og leggur upp leikina með það að markmiði að vinna þá,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari.Freyr Alexandersson.Vísir/GettyErfitt að byrja aftur Stelpurnar okkar náðu ekki tilsettum árangri á EM í sumar þar sem þær töpuðu öllum leikjunum og skoruðu aðeins eitt mark. Vonbrigðin voru mikil með úrslitin og því var ekki svo einfalt að „restarta“ öllu fyrir leikinn á móti Færeyjum. Það gekk þó mjög vel enda rústaði liðið litla frænda, 8-0. „Síðasta verkefni var mjög flókið. Andstæðingurinn var ekkert sérstaklega sterkur og mikil óvissa í kringum það. Það fór mikil orka í EM. Það var erfitt að fara af stað eftir EM því við vorum svekkt með niðurstöðuna en ánægð með það sem við lögðum í verkefnið. Það var því mikið af tilfinningum og í raun tilfinningarússíbani. Við þurftum bara að byrja upp á nýtt og mér fannst það takast gríðarlega vel. Æfingarnar voru góðar og einbeiting góð. Ég var gríðarlega ánægður með leikmennina í því verkefni,“ segir Freyr.Fanndís Friðriksdóttir.Vísir/GettyFleiri atvinnumenn Eftir Evrópumótið fóru tveir leikmenn íslenska liðsins, Blikarnir Fanndís Friðriksdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, í atvinnumennsku. Er þetta eitthvað sem Freyr hvetur stelpurnar til að gera núna þegar hættan er ekki jafnmikil á að spila ekki eða lenda í vandræðum þar sem það er ekki stórmót á næsta ári? „Ég er ekki beint að ýta þeim út en þær þurfa að skoða hvað er í boði fyrir þær. Það er stöðugt verið að hræra í þeim og það er misjafnlega gáfulegt. Ég veiti þeim þær upplýsingar sem þær þurfa og það sama geri ég fyrir félögin. Ég hef meiri upplýsingar en aðrir en ég vonast til að fleiri leikmenn fái tækifæri í bestu liðum og bestu deildum í heimi,“ segir Freyr sem hefur trú á góðum úrslitum gegn Þýskalandi. „Öll lið hafa sína veikleika og ef ég gat fundið veikleika á Úkraínu og Tyrklandi fyrir strákana ætti ég að geta fundið þá hjá Þýskalandi. Ég mun deila þeim hugmyndum betur þegar að því kemur,“ segir Freyr Alexandersson.Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir fagna eina marki Íslands á EM.Vísir/Getty Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta halda áfram för sinni í átt að heimsmeistaramótinu í fótbolta í næstu viku þegar þær mæta Þýskalandi og svo Tékklandi á útivelli í undankeppni HM 2018. Þetta verða tveir erfiðustu útileikir íslenska liðsins en Þýskaland ætti, ef allt er eðlilegt, ekki að tapa svo miklu sem einu stigi í þessum riðli og þannig komast á HM. Tékkland sýndi aftur á móti með aðeins 1-0 tapi gegn þeim þýsku að það er mikið spunnið í það lið og að stelpurnar okkar þurfa að passa sig á þeim tékknesku. „Það er möguleiki að vinna Þýskaland eins og það er alltaf möguleiki í íþróttum. Við vorum nú bara að sýna það hérna síðast á mánudaginn að það er allt hægt í þessu. Verkefnið er samt gríðarlega erfitt. Við þurfum að hitta á okkar besta dag og við þurfum að halda í grunngildin okkar og ná aðeins að ýta á veikleika þeirra til þess að þetta gangi upp, ég geri mér grein fyrir því. En maður er alltaf jafn borubrattur og leggur upp leikina með það að markmiði að vinna þá,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari.Freyr Alexandersson.Vísir/GettyErfitt að byrja aftur Stelpurnar okkar náðu ekki tilsettum árangri á EM í sumar þar sem þær töpuðu öllum leikjunum og skoruðu aðeins eitt mark. Vonbrigðin voru mikil með úrslitin og því var ekki svo einfalt að „restarta“ öllu fyrir leikinn á móti Færeyjum. Það gekk þó mjög vel enda rústaði liðið litla frænda, 8-0. „Síðasta verkefni var mjög flókið. Andstæðingurinn var ekkert sérstaklega sterkur og mikil óvissa í kringum það. Það fór mikil orka í EM. Það var erfitt að fara af stað eftir EM því við vorum svekkt með niðurstöðuna en ánægð með það sem við lögðum í verkefnið. Það var því mikið af tilfinningum og í raun tilfinningarússíbani. Við þurftum bara að byrja upp á nýtt og mér fannst það takast gríðarlega vel. Æfingarnar voru góðar og einbeiting góð. Ég var gríðarlega ánægður með leikmennina í því verkefni,“ segir Freyr.Fanndís Friðriksdóttir.Vísir/GettyFleiri atvinnumenn Eftir Evrópumótið fóru tveir leikmenn íslenska liðsins, Blikarnir Fanndís Friðriksdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, í atvinnumennsku. Er þetta eitthvað sem Freyr hvetur stelpurnar til að gera núna þegar hættan er ekki jafnmikil á að spila ekki eða lenda í vandræðum þar sem það er ekki stórmót á næsta ári? „Ég er ekki beint að ýta þeim út en þær þurfa að skoða hvað er í boði fyrir þær. Það er stöðugt verið að hræra í þeim og það er misjafnlega gáfulegt. Ég veiti þeim þær upplýsingar sem þær þurfa og það sama geri ég fyrir félögin. Ég hef meiri upplýsingar en aðrir en ég vonast til að fleiri leikmenn fái tækifæri í bestu liðum og bestu deildum í heimi,“ segir Freyr sem hefur trú á góðum úrslitum gegn Þýskalandi. „Öll lið hafa sína veikleika og ef ég gat fundið veikleika á Úkraínu og Tyrklandi fyrir strákana ætti ég að geta fundið þá hjá Þýskalandi. Ég mun deila þeim hugmyndum betur þegar að því kemur,“ segir Freyr Alexandersson.Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir fagna eina marki Íslands á EM.Vísir/Getty
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira