Sveinn Aron lánaður frá Val til Aftureldingar og mætir Val á morgun Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2017 18:22 Sveinn Aron Sveinsson varð Íslandsmeistari með Val síðasta vor. vísir/ernir Afturelding hefur fengið hornamanninn Sveinn Aron Sveinsson lánaðan frá Val og gert við hann skammtímasamning út árið en hann spilar því næstu fimm leiki með Mosfellingum. Þetta staðfestir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, við Vísi. Einar er búinn að missa tvo örvhenta leikmenn í erfið meiðsli á síðustu dögum. Sveinn Aron var lykilmaður Íslandsmeistaraliði Vals á síðustu leiktíð en hefur svo ekkert verið með Valsliðinu í vetur. Hann er á samningi hjá Val og hefur verið að spila með U-liðinu í Grill 66-deildinni en hann spilaði einmitt leik með því á móti Mílunni á föstudaginn. Þessi öflugi hornamaður er mikil markamaskína en hann skoraði 79 mörk í 26 leikjum með Val í Olís-deildinni á síðustu leiktíð og var svo einn af máttarstólpunum í úrslitakeppninni þar sem Valsmenn fóru alla leið og unnu FH í fimm leikja úrslitarimmu. Afturelding er búin að skila inn öll nauðsynlegum pappírum og sagðist Einar Andri ekki búast við öðru en að Sveinn Aron yrði með þegar Mosfellingar mæta einmitt uppeldisfélagi hans, Val, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD annað kvöld. Ástæðan fyrir því að Afturelding er að sækja Svein eru meiðsli á hægri vængnum. Birkir Benediktsson er brotinn á þumalfingri en það eru meiðsli sem hann hefur áður glímt við. Meiðslin eru þó ekki jafn alvarleg og áður, að sögn Einars Andra, en hann verður frá fram að áramótum. Þá er Gestur Ingvarsson tábrotinn en hann hefur leyst af í hægra horninu undanfarin ár og gert það vel. Búast má við því að Einar Andri færi hornamanninn Árna Braga Eyjólfsson í hægri skyttuna og Sveinn Aron taki sér stöðu í hægra horninu í næstu leikjum. Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Sjá meira
Afturelding hefur fengið hornamanninn Sveinn Aron Sveinsson lánaðan frá Val og gert við hann skammtímasamning út árið en hann spilar því næstu fimm leiki með Mosfellingum. Þetta staðfestir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, við Vísi. Einar er búinn að missa tvo örvhenta leikmenn í erfið meiðsli á síðustu dögum. Sveinn Aron var lykilmaður Íslandsmeistaraliði Vals á síðustu leiktíð en hefur svo ekkert verið með Valsliðinu í vetur. Hann er á samningi hjá Val og hefur verið að spila með U-liðinu í Grill 66-deildinni en hann spilaði einmitt leik með því á móti Mílunni á föstudaginn. Þessi öflugi hornamaður er mikil markamaskína en hann skoraði 79 mörk í 26 leikjum með Val í Olís-deildinni á síðustu leiktíð og var svo einn af máttarstólpunum í úrslitakeppninni þar sem Valsmenn fóru alla leið og unnu FH í fimm leikja úrslitarimmu. Afturelding er búin að skila inn öll nauðsynlegum pappírum og sagðist Einar Andri ekki búast við öðru en að Sveinn Aron yrði með þegar Mosfellingar mæta einmitt uppeldisfélagi hans, Val, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD annað kvöld. Ástæðan fyrir því að Afturelding er að sækja Svein eru meiðsli á hægri vængnum. Birkir Benediktsson er brotinn á þumalfingri en það eru meiðsli sem hann hefur áður glímt við. Meiðslin eru þó ekki jafn alvarleg og áður, að sögn Einars Andra, en hann verður frá fram að áramótum. Þá er Gestur Ingvarsson tábrotinn en hann hefur leyst af í hægra horninu undanfarin ár og gert það vel. Búast má við því að Einar Andri færi hornamanninn Árna Braga Eyjólfsson í hægri skyttuna og Sveinn Aron taki sér stöðu í hægra horninu í næstu leikjum.
Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Sjá meira