Ekki fleiri konur í Kvennaathvarfinu á þessari öld Þórdís Valsdóttir skrifar 27. desember 2017 16:15 Sigþrúður Guðmundsdóttir er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Vísir/stefán Jólin voru haldin hátíðleg í Kvennaathvarfinu og dvöldu 20 manns í húsinu yfir hátíðarnar, konur og börn. Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að hátt í 150 konur hafi dvalið í athvarfinu það sem af er ári. „Það hafa ekki verið svo margar konur í dvöl hjá okkur á þessari öld. Meðaldvölin er líka alltaf að lengjast þannig að hópurinn er alltaf að stækka og það eru fleiri í dvöl á hverjum degi heldur en áður hefur verið,“ segir Sigþrúður. Sigþrúður segir að jólin hafi verið haldin hátíðleg með pompi og prakt og að vel hafi tekist til. „Það var allt til alls og húsið var fallega skreytt. Það voru einnig mikið af gjöfum sem biðu þeirra sem voru hjá okkur,“ segir Sigþrúður en Kvennaathvarfið fékk mikinn stuðning frá ýmsum aðilum til að geta haldið jól með þessum hætti fyrir íbúana. Jólahaldið í athvarfinu byrjaði á hádegi á aðfangadegi jóla. „Við vorum með möndlugraut og fengum til okkar góða gesti og ýmsa sem höfðu tengst okkur á árinu. Við áttum ótrúlega skemmtilega stund.“ Sigþrúður segir að jólahaldið hafi verið tiltölulega eðlilegt og að gleði hafi ríkt miðað við aðstæður. „Þetta er auðvitað hópur sem velur sér ekki að halda jól saman og margir vildu kannski vera annars staðar en það var ótrúlega falleg stemning sem myndaðist og það var góður andi. Öllum virtist líða vel.“Meðaldvölin lengistÁ síðasta ári voru að sögn Sigþrúðar að meðaltali 25 íbúar í húsinu á hverjum degi, 13 konur og 12 börn. „Við eigum ekki tölurnar ennþá fyrir þetta ár en ég get ímyndað mér að þetta sé eitthvað svipað,“ segir Sigþrúður. Á árinu fjölgaði herbergjunum í Kvennaathvarfinu úr átta í ellefu og einnig eru önnur herbergi nýtt sem vistarverur. „Á þessu ári hafa allt að 35 íbúar verið í húsinu í einu, sem er í raun of mikið svo fólk geti fengið þá ró sem þau þurfa á að halda,“ segir Sigþrúður. Meðaldvöl kvenna í húsinu hefur einnig aukist á árinu og Sigþrúður segir að ástæða þess sé bæði erfið staða á húsnæðismarkaði og einnig ákvarðanir sem teknar voru innanhúss um að leyfa konum að taka sér lengri tíma í athvarfinu. „Þetta verður til þess að við sjáum alltaf færri og færri konur fara aftur til ofbeldismanna. Þessi þróun kemur því ekki endilega til af slæmu.“ Félagsmál Jól Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Jólin voru haldin hátíðleg í Kvennaathvarfinu og dvöldu 20 manns í húsinu yfir hátíðarnar, konur og börn. Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að hátt í 150 konur hafi dvalið í athvarfinu það sem af er ári. „Það hafa ekki verið svo margar konur í dvöl hjá okkur á þessari öld. Meðaldvölin er líka alltaf að lengjast þannig að hópurinn er alltaf að stækka og það eru fleiri í dvöl á hverjum degi heldur en áður hefur verið,“ segir Sigþrúður. Sigþrúður segir að jólin hafi verið haldin hátíðleg með pompi og prakt og að vel hafi tekist til. „Það var allt til alls og húsið var fallega skreytt. Það voru einnig mikið af gjöfum sem biðu þeirra sem voru hjá okkur,“ segir Sigþrúður en Kvennaathvarfið fékk mikinn stuðning frá ýmsum aðilum til að geta haldið jól með þessum hætti fyrir íbúana. Jólahaldið í athvarfinu byrjaði á hádegi á aðfangadegi jóla. „Við vorum með möndlugraut og fengum til okkar góða gesti og ýmsa sem höfðu tengst okkur á árinu. Við áttum ótrúlega skemmtilega stund.“ Sigþrúður segir að jólahaldið hafi verið tiltölulega eðlilegt og að gleði hafi ríkt miðað við aðstæður. „Þetta er auðvitað hópur sem velur sér ekki að halda jól saman og margir vildu kannski vera annars staðar en það var ótrúlega falleg stemning sem myndaðist og það var góður andi. Öllum virtist líða vel.“Meðaldvölin lengistÁ síðasta ári voru að sögn Sigþrúðar að meðaltali 25 íbúar í húsinu á hverjum degi, 13 konur og 12 börn. „Við eigum ekki tölurnar ennþá fyrir þetta ár en ég get ímyndað mér að þetta sé eitthvað svipað,“ segir Sigþrúður. Á árinu fjölgaði herbergjunum í Kvennaathvarfinu úr átta í ellefu og einnig eru önnur herbergi nýtt sem vistarverur. „Á þessu ári hafa allt að 35 íbúar verið í húsinu í einu, sem er í raun of mikið svo fólk geti fengið þá ró sem þau þurfa á að halda,“ segir Sigþrúður. Meðaldvöl kvenna í húsinu hefur einnig aukist á árinu og Sigþrúður segir að ástæða þess sé bæði erfið staða á húsnæðismarkaði og einnig ákvarðanir sem teknar voru innanhúss um að leyfa konum að taka sér lengri tíma í athvarfinu. „Þetta verður til þess að við sjáum alltaf færri og færri konur fara aftur til ofbeldismanna. Þessi þróun kemur því ekki endilega til af slæmu.“
Félagsmál Jól Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira