Árs fangelsi fyrir kynlíf með barni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. febrúar 2018 06:00 Maðurinn og stúlkan kynntust í gegnum Snapchat. Vísir/Getty Rúmlega tvítugur karlmaður var fyrir viku dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að stunda kynlíf með fjórtán ára stúlku. Maðurinn var átján ára þegar brotið átti sér stað. Í janúar 2016 leitaði móðir brotaþola á lögreglustöð þar sem dóttir hennar hafði orðið fyrir miklu áreiti af hálfu hins sakfellda og kærustu hans. Rannsókn málsins hófst í kjölfarið. Hinn sakfelldi neitaði sök. Hann sagði að hann og stúlkan hefðu kynnst á Snapchat á vormánuðum 2015. Þau hefðu „náð vel saman og verið ákveðin í því að vilja sofa saman“. Hann sagði að hún hefði sagt honum að hún væri fædd árið 2000. Hins vegar átti hún afmæli síðla árs og var því ekki orðin fimmtán ára þegar samneyti þeirra átti sér stað. Sagði hinn sakfelldi að hann hefði aldrei sofið hjá stelpunni hefði hann vitað aldur hennar. Brotaþoli bar því aftur á móti við að hún hefði sagt ákærða að hún væri aðeins fjórtán ára áður en af kynlífi varð. Í niðurstöðu dómsins segir að hinum sakfellda hefði mátt vera ljóst að stúlkan væri annaðhvort fjórtán eða fimmtán ára. Hann hefði hins vegar ekki gert tilraun til að finna út fæðingardag hennar. Var hann því sakfelldur. Refsing mannsins er bundin almennu tveggja ára skilorði. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 700 þúsund krónur í miskabætur og laun verjanda síns og réttargæslumanns stúlkunnar, alls rúma 1,1 milljón. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður var fyrir viku dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að stunda kynlíf með fjórtán ára stúlku. Maðurinn var átján ára þegar brotið átti sér stað. Í janúar 2016 leitaði móðir brotaþola á lögreglustöð þar sem dóttir hennar hafði orðið fyrir miklu áreiti af hálfu hins sakfellda og kærustu hans. Rannsókn málsins hófst í kjölfarið. Hinn sakfelldi neitaði sök. Hann sagði að hann og stúlkan hefðu kynnst á Snapchat á vormánuðum 2015. Þau hefðu „náð vel saman og verið ákveðin í því að vilja sofa saman“. Hann sagði að hún hefði sagt honum að hún væri fædd árið 2000. Hins vegar átti hún afmæli síðla árs og var því ekki orðin fimmtán ára þegar samneyti þeirra átti sér stað. Sagði hinn sakfelldi að hann hefði aldrei sofið hjá stelpunni hefði hann vitað aldur hennar. Brotaþoli bar því aftur á móti við að hún hefði sagt ákærða að hún væri aðeins fjórtán ára áður en af kynlífi varð. Í niðurstöðu dómsins segir að hinum sakfellda hefði mátt vera ljóst að stúlkan væri annaðhvort fjórtán eða fimmtán ára. Hann hefði hins vegar ekki gert tilraun til að finna út fæðingardag hennar. Var hann því sakfelldur. Refsing mannsins er bundin almennu tveggja ára skilorði. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 700 þúsund krónur í miskabætur og laun verjanda síns og réttargæslumanns stúlkunnar, alls rúma 1,1 milljón.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira