Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2018 13:00 Veltihringrás Atlantshafs er stóra hringrásin sem flytur hlýjan sjó frá miðbaug norður í höf. Hún hefur veruleg áhrif á veðurfar í vestanverðri Evrópu. Vísir/Valli Ísland gæti orðið einn fárra staða á jörðinni þar sem lítið hlýnar eða jafnvel kólnar þrátt fyrir hnattræna hlýnun af völdum manna vegna veikingar hafstrauma sem flytja hlýjan sjó norður á bóginn. Nýjar rannsóknir benda til þess að færiband varmaflutninga í hafinu hafi veikst umtalsvert og hafi ekki verið hægara í rúm þúsund ár. Vangaveltur hafa lengi verið um að hnattræn hlýnun gæti raskað náttúrulegri hringrás hafstrauma sem flytja hlýjan sjó frá miðbaug norður í Atlantshafið og kaldan sjó þaðan suður á bóginn. Mikil óvissa hefur hins vegar verið um hvort að slík veiking eigi sér í raun stað. Tvær nýjar rannsóknir sem birtust í vísindaritinu Nature í vikunni komast nú að þeirri niðurstöðu að svonefnd Veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) hafi veikst þó þeim beri ekki saman að öllu leyti um orsakir þess. Vísindamennirnir sem standa að annarri þeirra telja þannig að hún hafi veikst um 15% frá miðri 20. öldinni. Aðstandendur hinnar telja að hringrásin hafi fyrst veikst af náttúrulegum ástæðum fyrir 150 árum og hún hafi ekki verið veikari í þúsund ár. Þeir útiloka ekki að hnattræn hlýnun gæti hafa viðhaldið eða aukið veikinguna.Gæti takmarkað hlýnun við Ísland Veltihringrás Atlantshafsins, sem Golfstraumurinn er hluti af, hefur verið lýst sem nokkurs konar færibandi í sjónum sem er knúið áfram af hitamismun á milli suðurs og norðurs og sjávarseltu. Með henni streymir hlýr sjór úr suðri norður í höf. Þar kólnar sjórinn, sekkur vegna seltunnar og flæðir suður sem djúpsjávarstraumur. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir að ef varmastraumur í hafinu sé að veikjast þá hafi það áhrif á meðalhita á Íslandi því hann tengist sjávarhita sterkum böndum. Séu varmaflutningarnir að veikjast leiði það hugann að því hvort að það muni hlýna minna á Íslandi en annars staðar með loftslagsbreytingum. „Að þetta sé eitt af þessum fáu svæðum jarðar þar sem loftslagshlýnun komi ekki fram og það muni jafnvel kólna eða allavegana ekki hlýna,“ segir Einar sem leggur áherslu á að enn sé mikil óvissa um þróunina sem þurfi að rannsaka nánar. Hlýnað hefur á Íslandi á þeim tíma sem höfundar Nature-greinanna telja að veltihringrásin hafi veikst. Einar bendir á að horfa þurfi til þess að á sama tíma hafi hafísinn á norðurslóðum minnkað mikið. Hann hafi einnig áhrif á meðalhita lofts og sjávar. „Það er ekki bara varmastraumurinn norður eftir sem stýrir sjávarhitanum. Það eru aðrir þættir líka eins og hafísinn og hafísskomur hérna undan Norðurlandi sem voru miklu algengari hér áður fyrr og höfðu áhrif á yfirborðshita sjávar,“ segir Einar.Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir svo stór hafsvæði undir að þau geti ekki annað en haft áhrif á veðurfar við Ísland.VísirBendlað við bráðnun Grænlandsjökuls Loftslagslíkön hafa spáð því að hægt gæti á veltihringrás hafsins eftir því sem loftslag jarðar hlýnar. Þannig gæti kólnað í hluta Atlantshafsins. Talað hefur verið um kuldapoll þangað sem hnattræn hlýnun næði ekki. Einar segir að þessi veiking hafstraumanna komi aðallega fram í Labradorhafi, hafsvæðið suður og vestur af suðurodda Grælands, þangað sem ein kvísla veltihringrásinnar hefur farið. Þar hafi rannsóknir sýnt að dregið hafi úr innflæði hlýs sjávar. Kenningar hafa verið um að mikið magn ferskvatns sem kemur frá bráðnandi Grænlandsjökli gæti truflað ferlið þegar sjór sekkur norðalega í Atlantshafi og þannig raskað hringrásinni. Stefan Rahmstorf, einn höfunda annarrar rannsóknarinnar frá Potsdam-rannsóknarstofnunarinnar á áhrifum loftslags í Þýskalandi, leiðir líkur að þetta sé það sem er að gerast. „Ég held að til lengri tíma litið muni Grænland bráðna jafnvel hraðar þannig að ég held að langtímaútlitið sé að þetta sjávarhringrás muni veikjast frekar,“ segir Rahmstorf við Washington Post og varar við neikvæðum afleiðingum þess. Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur Veðurstofunnar, sagði Síðdegisútvarpi Bylgjunnar í ágúst að kuldapollurinn sem hefði sést í mælingum síðustu ár mætti frekar rekja til tímabundinnar sveiflu í vetrarkulda frá Kanada en innflæði bráðnunarvatns í hafið. Kólnun af völdum hægari hringrásar gæti tímabundið dregið úr eða snúið við hnattrænni hlýnun við Ísland. Ekkert benti hins vegar til þess að kuldakast væri væntanlegt af þeim sökum. Stærsti ótti vísindamanna við veikingu veltihringrásarinnar er að hún gæti stöðvast algerlega og valdið þannig skyndilegum loftslagsbreytingum við norðanvert Atlantshafið. Vitað er að slíkt hefur gerst áður í jarðsögunni. Ekki er hins vegar ljóst við hvaða mörk slíkar grundvallarbreytingar eiga sér stað.Mælingar Hafrannsóknastofnunar ná 50-70 ár aftur í tímann. Rannsóknir erlendu vísindamannana ná yfir mun lengra tímabil.Vísir/Anton BrinkMöguleg áhrif á fiskistofna Héðinn Valdimarsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að veiking veltihringrásarinnar komi ekki fram í mælingum stofnunarinnar á þeim skala sem rannsóknirnar nú virðast sýna fram á. Erlendu vísindamennirnir séu hins vegar að horfa á mun lengri tímaskala. „Að frátöldum tveimur til þremur síðustu árum höfum við verið með hlýindaskeið í tuttugu ár,“ segir hann. Þekkt er að breytingar í hafinu hafa áhrif á fiskistofna. Héðinn segir að ef verulegar breytingar verða á útbreiðslu hlý- og kaldsjávar þá hafi það áhrif. Erfitt sé hins vegar að segja til um hver áhrifin gætu orðið ef veltihringrásin í Atlantshafinu veikist. „Við höfum náttúrulega séð að á þessum árum sem hlýnaði hér við land þá kom makríll í miklu magni og við urðum að leita meira að loðnu. Þetta eru bara dæmi sem þekkt eru,“ segir hann. Loftslagsmál Sjávarútvegur Vísindi Tengdar fréttir Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Ekkert bendir til þess að kuldaskeið sé yfirvofandi við Ísland þrátt fyrir að merki séu um að bráðnun íss á norðurskautinu valdi kuldapolli í hafinu fyrir utan landið. 3. ágúst 2017 22:56 Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Ísland gæti orðið einn fárra staða á jörðinni þar sem lítið hlýnar eða jafnvel kólnar þrátt fyrir hnattræna hlýnun af völdum manna vegna veikingar hafstrauma sem flytja hlýjan sjó norður á bóginn. Nýjar rannsóknir benda til þess að færiband varmaflutninga í hafinu hafi veikst umtalsvert og hafi ekki verið hægara í rúm þúsund ár. Vangaveltur hafa lengi verið um að hnattræn hlýnun gæti raskað náttúrulegri hringrás hafstrauma sem flytja hlýjan sjó frá miðbaug norður í Atlantshafið og kaldan sjó þaðan suður á bóginn. Mikil óvissa hefur hins vegar verið um hvort að slík veiking eigi sér í raun stað. Tvær nýjar rannsóknir sem birtust í vísindaritinu Nature í vikunni komast nú að þeirri niðurstöðu að svonefnd Veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) hafi veikst þó þeim beri ekki saman að öllu leyti um orsakir þess. Vísindamennirnir sem standa að annarri þeirra telja þannig að hún hafi veikst um 15% frá miðri 20. öldinni. Aðstandendur hinnar telja að hringrásin hafi fyrst veikst af náttúrulegum ástæðum fyrir 150 árum og hún hafi ekki verið veikari í þúsund ár. Þeir útiloka ekki að hnattræn hlýnun gæti hafa viðhaldið eða aukið veikinguna.Gæti takmarkað hlýnun við Ísland Veltihringrás Atlantshafsins, sem Golfstraumurinn er hluti af, hefur verið lýst sem nokkurs konar færibandi í sjónum sem er knúið áfram af hitamismun á milli suðurs og norðurs og sjávarseltu. Með henni streymir hlýr sjór úr suðri norður í höf. Þar kólnar sjórinn, sekkur vegna seltunnar og flæðir suður sem djúpsjávarstraumur. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir að ef varmastraumur í hafinu sé að veikjast þá hafi það áhrif á meðalhita á Íslandi því hann tengist sjávarhita sterkum böndum. Séu varmaflutningarnir að veikjast leiði það hugann að því hvort að það muni hlýna minna á Íslandi en annars staðar með loftslagsbreytingum. „Að þetta sé eitt af þessum fáu svæðum jarðar þar sem loftslagshlýnun komi ekki fram og það muni jafnvel kólna eða allavegana ekki hlýna,“ segir Einar sem leggur áherslu á að enn sé mikil óvissa um þróunina sem þurfi að rannsaka nánar. Hlýnað hefur á Íslandi á þeim tíma sem höfundar Nature-greinanna telja að veltihringrásin hafi veikst. Einar bendir á að horfa þurfi til þess að á sama tíma hafi hafísinn á norðurslóðum minnkað mikið. Hann hafi einnig áhrif á meðalhita lofts og sjávar. „Það er ekki bara varmastraumurinn norður eftir sem stýrir sjávarhitanum. Það eru aðrir þættir líka eins og hafísinn og hafísskomur hérna undan Norðurlandi sem voru miklu algengari hér áður fyrr og höfðu áhrif á yfirborðshita sjávar,“ segir Einar.Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir svo stór hafsvæði undir að þau geti ekki annað en haft áhrif á veðurfar við Ísland.VísirBendlað við bráðnun Grænlandsjökuls Loftslagslíkön hafa spáð því að hægt gæti á veltihringrás hafsins eftir því sem loftslag jarðar hlýnar. Þannig gæti kólnað í hluta Atlantshafsins. Talað hefur verið um kuldapoll þangað sem hnattræn hlýnun næði ekki. Einar segir að þessi veiking hafstraumanna komi aðallega fram í Labradorhafi, hafsvæðið suður og vestur af suðurodda Grælands, þangað sem ein kvísla veltihringrásinnar hefur farið. Þar hafi rannsóknir sýnt að dregið hafi úr innflæði hlýs sjávar. Kenningar hafa verið um að mikið magn ferskvatns sem kemur frá bráðnandi Grænlandsjökli gæti truflað ferlið þegar sjór sekkur norðalega í Atlantshafi og þannig raskað hringrásinni. Stefan Rahmstorf, einn höfunda annarrar rannsóknarinnar frá Potsdam-rannsóknarstofnunarinnar á áhrifum loftslags í Þýskalandi, leiðir líkur að þetta sé það sem er að gerast. „Ég held að til lengri tíma litið muni Grænland bráðna jafnvel hraðar þannig að ég held að langtímaútlitið sé að þetta sjávarhringrás muni veikjast frekar,“ segir Rahmstorf við Washington Post og varar við neikvæðum afleiðingum þess. Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur Veðurstofunnar, sagði Síðdegisútvarpi Bylgjunnar í ágúst að kuldapollurinn sem hefði sést í mælingum síðustu ár mætti frekar rekja til tímabundinnar sveiflu í vetrarkulda frá Kanada en innflæði bráðnunarvatns í hafið. Kólnun af völdum hægari hringrásar gæti tímabundið dregið úr eða snúið við hnattrænni hlýnun við Ísland. Ekkert benti hins vegar til þess að kuldakast væri væntanlegt af þeim sökum. Stærsti ótti vísindamanna við veikingu veltihringrásarinnar er að hún gæti stöðvast algerlega og valdið þannig skyndilegum loftslagsbreytingum við norðanvert Atlantshafið. Vitað er að slíkt hefur gerst áður í jarðsögunni. Ekki er hins vegar ljóst við hvaða mörk slíkar grundvallarbreytingar eiga sér stað.Mælingar Hafrannsóknastofnunar ná 50-70 ár aftur í tímann. Rannsóknir erlendu vísindamannana ná yfir mun lengra tímabil.Vísir/Anton BrinkMöguleg áhrif á fiskistofna Héðinn Valdimarsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að veiking veltihringrásarinnar komi ekki fram í mælingum stofnunarinnar á þeim skala sem rannsóknirnar nú virðast sýna fram á. Erlendu vísindamennirnir séu hins vegar að horfa á mun lengri tímaskala. „Að frátöldum tveimur til þremur síðustu árum höfum við verið með hlýindaskeið í tuttugu ár,“ segir hann. Þekkt er að breytingar í hafinu hafa áhrif á fiskistofna. Héðinn segir að ef verulegar breytingar verða á útbreiðslu hlý- og kaldsjávar þá hafi það áhrif. Erfitt sé hins vegar að segja til um hver áhrifin gætu orðið ef veltihringrásin í Atlantshafinu veikist. „Við höfum náttúrulega séð að á þessum árum sem hlýnaði hér við land þá kom makríll í miklu magni og við urðum að leita meira að loðnu. Þetta eru bara dæmi sem þekkt eru,“ segir hann.
Loftslagsmál Sjávarútvegur Vísindi Tengdar fréttir Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Ekkert bendir til þess að kuldaskeið sé yfirvofandi við Ísland þrátt fyrir að merki séu um að bráðnun íss á norðurskautinu valdi kuldapolli í hafinu fyrir utan landið. 3. ágúst 2017 22:56 Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Ekkert bendir til þess að kuldaskeið sé yfirvofandi við Ísland þrátt fyrir að merki séu um að bráðnun íss á norðurskautinu valdi kuldapolli í hafinu fyrir utan landið. 3. ágúst 2017 22:56
Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46
Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00
Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02