Ákæra fyrir kynferðisbrot gefin út á hendur boccia-þjálfara Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 25. apríl 2018 17:57 Frá lögreglunni á Akureyri. vísir/pjetur Ákæra hefur verið gefin út á hendur boccia-þjálfara á Akureyri fyrir kynferðisbrot gegn iðkenda sínum. RÚV greindi fyrst frá þessu. Samkvæmt frétt RÚV var lögð fram kæra árið 2016 fyrir brot árið 2015. Héraðssaksónari sendi málið aftur í framhaldsrannsókn til lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Embætti héraðssaksóknara staðfesti við Vísi að ákæra fyrir kynferðisbrot hefði verið gefin út og málið sent Héraðsdómi Norðurlands eystra á mánudaginn. Ekki fengust upplýsingar um hvort ákært væri fyrir nauðgun eða annars konar kynferðisbrot. Ákæran hefur ekki verið birt en búið er að tilkynna hana bæði manninum og brotaþolanum. Móðir iðkanda ákærð fyrir líflátshótun Þjálfarinn er ákærður fyrir að hafa brotið gegn konu með þroskaskerðingu en konan var iðkandi hjá honum á þeim tíma. Móðir annars iðkanda sem er einnig þroskaskert hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn þjálfaranum, henni var birt ákæran í síðustu viku. Þegar konan varð þess áskynja í ágúst síðastliðnum að maðurinn var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar brást hún ókvæða við og þusti inn á gólf vinnustaðar hans og hafði í hótunum við hann í vitna viðurvist. Móðirin lýsti furðu og vonbrigðum með að hún væri ákærð á undan manninum sem hefur að hennar sögn gengið laus og haldið uppteknum hætti allt frá því að grunur vaknaði um brot árið 2014. „Þetta eru veruleg vonbrigði og ég var bara slegin þegar mér var tilkynnt um ákæruna,“ sagði móðirin um ákæruna. Útvegaði konunum húsnæði Maðurinn mun hafa stofnað til náinna vináttusambanda við kvenkyns iðkendur í íþróttinni og nýtt sér þær kynferðislega í ljósi þess að hann var í yfirburðastöðu gagnvart þeim. Hann hefur sem dæmi útvegað konunum húsnæði og með því tryggt aðgang sinn að þeim. Maðurinn hefur verið þjálfari á Akureyri í mörg ár og hann er grunaður um að hafa brotið gegn fleiri iðkendum sínum. Hann hefur verið áminntur fyrir óviðeigandi hegðun gegn iðkanda sínum á móti og fékk réttargæslumaður fatlaðra á Akureyri málið inn á sitt borð. Dómsmál Tengdar fréttir Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Verjandi konu sem ákærð er fyrir líflátshótun gegn grunuðum kynferðisbrotamanni, segist vera furðu lostinn yfir áherslum ákæruvaldsins. Maðurinn setti sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar en mál gegn honum bíða afgreiðslu. 26. mars 2018 07:00 Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Ákæra hefur verið gefin út á hendur boccia-þjálfara á Akureyri fyrir kynferðisbrot gegn iðkenda sínum. RÚV greindi fyrst frá þessu. Samkvæmt frétt RÚV var lögð fram kæra árið 2016 fyrir brot árið 2015. Héraðssaksónari sendi málið aftur í framhaldsrannsókn til lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Embætti héraðssaksóknara staðfesti við Vísi að ákæra fyrir kynferðisbrot hefði verið gefin út og málið sent Héraðsdómi Norðurlands eystra á mánudaginn. Ekki fengust upplýsingar um hvort ákært væri fyrir nauðgun eða annars konar kynferðisbrot. Ákæran hefur ekki verið birt en búið er að tilkynna hana bæði manninum og brotaþolanum. Móðir iðkanda ákærð fyrir líflátshótun Þjálfarinn er ákærður fyrir að hafa brotið gegn konu með þroskaskerðingu en konan var iðkandi hjá honum á þeim tíma. Móðir annars iðkanda sem er einnig þroskaskert hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn þjálfaranum, henni var birt ákæran í síðustu viku. Þegar konan varð þess áskynja í ágúst síðastliðnum að maðurinn var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar brást hún ókvæða við og þusti inn á gólf vinnustaðar hans og hafði í hótunum við hann í vitna viðurvist. Móðirin lýsti furðu og vonbrigðum með að hún væri ákærð á undan manninum sem hefur að hennar sögn gengið laus og haldið uppteknum hætti allt frá því að grunur vaknaði um brot árið 2014. „Þetta eru veruleg vonbrigði og ég var bara slegin þegar mér var tilkynnt um ákæruna,“ sagði móðirin um ákæruna. Útvegaði konunum húsnæði Maðurinn mun hafa stofnað til náinna vináttusambanda við kvenkyns iðkendur í íþróttinni og nýtt sér þær kynferðislega í ljósi þess að hann var í yfirburðastöðu gagnvart þeim. Hann hefur sem dæmi útvegað konunum húsnæði og með því tryggt aðgang sinn að þeim. Maðurinn hefur verið þjálfari á Akureyri í mörg ár og hann er grunaður um að hafa brotið gegn fleiri iðkendum sínum. Hann hefur verið áminntur fyrir óviðeigandi hegðun gegn iðkanda sínum á móti og fékk réttargæslumaður fatlaðra á Akureyri málið inn á sitt borð.
Dómsmál Tengdar fréttir Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Verjandi konu sem ákærð er fyrir líflátshótun gegn grunuðum kynferðisbrotamanni, segist vera furðu lostinn yfir áherslum ákæruvaldsins. Maðurinn setti sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar en mál gegn honum bíða afgreiðslu. 26. mars 2018 07:00 Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Verjandi konu sem ákærð er fyrir líflátshótun gegn grunuðum kynferðisbrotamanni, segist vera furðu lostinn yfir áherslum ákæruvaldsins. Maðurinn setti sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar en mál gegn honum bíða afgreiðslu. 26. mars 2018 07:00
Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00