Þristurinn yfir hafið í fyrsta sinn í þrettán ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. apríl 2018 08:00 Þristurinn hefur undanfarin ár verið geymdur á Flugsafni Akureyrar yfir vetrartímann. Hann verður geymdur þar áfram. Vísir/Heiða Þristavinafélaginu sem rekur DC-3 flugvélina Pál Sveinsson, TF-NPK, hefur verið boðið að taka þátt í viðburði í Frakklandi í byrjun júní sumarið 2019 þar sem minnst verður innrásarinnar í Normandí. Verður flughæfum „Þristum“ víðs vegar að úr heiminum stefnt þangað af þessu tilefni. Rétt innan við hundrað flughæfar DC-3 vélar eru til í heiminum í dag. Er búist við að flestallar DC-3 vélar í Evrópu sæki þennan viðburð svo og nokkur fjöldi frá Bandaríkjunum. Stjórn Þristavinafélagsins hefur áhuga á að taka þátt en skipuleggjendur viðburðarins hafa boðið styrk til nokkurra tíma flugs og gistingu fyrir áhöfn. „Þetta kostar allt sitt. Við fáum einhverja styrki erlendis frá fyrir að koma með vélina en það vantar svolítið upp á til að þetta geti gengið upp og við förum svona að vinna í því,“ segir Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins. Tómas segir að vélinni hafi verið flogið árið 2005 til Duxford, nærri London, og tók sú ferð rúma sjö tíma. „Við myndum fara þangað fyrst og þar munu Þristarnir safnast saman og fara þaðan í samflugi yfir Ermarsundið eins og gert var fyrir 74 árum þegar Bandamenn réðust inn.“ Áður en farið verður til Normandí næsta vor fara flugmenn til Amsterdam í Hollandi í flughermi, sem hermir eftir Þristinum, til þess að undirbúa ferðina. „Það er mjög mikilvægt að við komumst í hann til að gera æfingar sem við höfum ekki gert nema í öruggri hæð. Við viljum gjarnan æfa mótorbilun í flugtaki og annað slíkt,“ segir Tómas. Flug Páls Sveinssonar á Íslandi nú í sumar verður með svipuðu móti og verið hefur síðustu sumur, vélin verður við flugdaga í Reykjavík og á Akureyri og ef til vill við fleiri viðburði. Stjórn Þristavinafélagsins og Flugsafn Íslands á Akureyri hafa nýverið gert með sér samning um að Flugsafnið hýsi flugvélina áfram yfir veturinn eins og verið hefur mörg undanfarin ár. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Þristavinafélaginu sem rekur DC-3 flugvélina Pál Sveinsson, TF-NPK, hefur verið boðið að taka þátt í viðburði í Frakklandi í byrjun júní sumarið 2019 þar sem minnst verður innrásarinnar í Normandí. Verður flughæfum „Þristum“ víðs vegar að úr heiminum stefnt þangað af þessu tilefni. Rétt innan við hundrað flughæfar DC-3 vélar eru til í heiminum í dag. Er búist við að flestallar DC-3 vélar í Evrópu sæki þennan viðburð svo og nokkur fjöldi frá Bandaríkjunum. Stjórn Þristavinafélagsins hefur áhuga á að taka þátt en skipuleggjendur viðburðarins hafa boðið styrk til nokkurra tíma flugs og gistingu fyrir áhöfn. „Þetta kostar allt sitt. Við fáum einhverja styrki erlendis frá fyrir að koma með vélina en það vantar svolítið upp á til að þetta geti gengið upp og við förum svona að vinna í því,“ segir Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins. Tómas segir að vélinni hafi verið flogið árið 2005 til Duxford, nærri London, og tók sú ferð rúma sjö tíma. „Við myndum fara þangað fyrst og þar munu Þristarnir safnast saman og fara þaðan í samflugi yfir Ermarsundið eins og gert var fyrir 74 árum þegar Bandamenn réðust inn.“ Áður en farið verður til Normandí næsta vor fara flugmenn til Amsterdam í Hollandi í flughermi, sem hermir eftir Þristinum, til þess að undirbúa ferðina. „Það er mjög mikilvægt að við komumst í hann til að gera æfingar sem við höfum ekki gert nema í öruggri hæð. Við viljum gjarnan æfa mótorbilun í flugtaki og annað slíkt,“ segir Tómas. Flug Páls Sveinssonar á Íslandi nú í sumar verður með svipuðu móti og verið hefur síðustu sumur, vélin verður við flugdaga í Reykjavík og á Akureyri og ef til vill við fleiri viðburði. Stjórn Þristavinafélagsins og Flugsafn Íslands á Akureyri hafa nýverið gert með sér samning um að Flugsafnið hýsi flugvélina áfram yfir veturinn eins og verið hefur mörg undanfarin ár.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira