Flugvél strákanna minni en stefnt var að Kolbeinn Tumi Daðason í Keflavík skrifar 9. júní 2018 11:08 Ferðatöskur eru í fjölmörgum sætum um borð í vélinni þar sem farangursrýmin eru full. Vísir/Kolbeinn Tumi Töfin sem varð á brottför íslenska landsliðsins í knattspyrnu til Rússlands í morgun varð vegna einnar tösku. Tösku landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Víðir Reynisson, öryggisstjóri landsliðsins, segir að taskan hafi farið upp í ranga rútu í morgun á Hilton hótelinu við Suðurlandsbraut þar sem liðið gisti. Vél Icelandair, smekkfull af landsliðsmönnum, starfsfólki KSÍ og fjölmiðlamönnum átti að fara í loftið klukkan 10:30. Snögg viðbrögð virðast hafa komið í veg fyrir frekari tafir en þar lögðust lögregluembættin á Suðurnesjum og Vesturlandi á eitt. Þannig var að taska Heimis fór um borð í rútu sem var á leiðinni til Akureyrar og lagði af stað klukkan átta. Um níuleytið uppgötvaðist að taskan var ekki í rútu íslenska liðisns sem lagði af stað frá Hilton upp úr níu. Í ljós kom að hún var í rútu sem var komin langleiðina upp í Borgarnes. Brunað var með töskuna beinustu leið til baka, suður Vesturlandsveg og Reykjanesbrautina og stefnir í að innan við klukkustundartöf verði á brottför þegar þessi frétt er skrifuð, í borð um flugvélinni. Leggjast starfsmenn flugvallarins, Icelandair og KSÍ á eitt að koma farangri fyrir um borð en farangursrýmið er orðið pakkfullt. Á að giska er þriðjungur sæta í vélinni nýttur undir ferðatöskur. „Shit hvað þessi vél verður þung,“ sagði einn starfsmaður Isavia í vélinni þegar hann horfði á starfsmenn bera hverja ferðatöskuna á fætur annarri um borð í vélina. Annars starfsmaður benti á að vélin væri ekkert óvenjulega þung þótt ferðatöskur væru í hverju sæti, enda þær almennt töluvert léttari en farþegar sem væru almennt í sætinu. Til stóð að landsliðið færi með stærri vél utan en tafir urðu að gera hana klára. Hún mun vera væntanleg til landsliðsins í kvöld, klædd í fánaliti en planið var að hún yrði sérlega glæsileg fyrir strákana okkar.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Töfin sem varð á brottför íslenska landsliðsins í knattspyrnu til Rússlands í morgun varð vegna einnar tösku. Tösku landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Víðir Reynisson, öryggisstjóri landsliðsins, segir að taskan hafi farið upp í ranga rútu í morgun á Hilton hótelinu við Suðurlandsbraut þar sem liðið gisti. Vél Icelandair, smekkfull af landsliðsmönnum, starfsfólki KSÍ og fjölmiðlamönnum átti að fara í loftið klukkan 10:30. Snögg viðbrögð virðast hafa komið í veg fyrir frekari tafir en þar lögðust lögregluembættin á Suðurnesjum og Vesturlandi á eitt. Þannig var að taska Heimis fór um borð í rútu sem var á leiðinni til Akureyrar og lagði af stað klukkan átta. Um níuleytið uppgötvaðist að taskan var ekki í rútu íslenska liðisns sem lagði af stað frá Hilton upp úr níu. Í ljós kom að hún var í rútu sem var komin langleiðina upp í Borgarnes. Brunað var með töskuna beinustu leið til baka, suður Vesturlandsveg og Reykjanesbrautina og stefnir í að innan við klukkustundartöf verði á brottför þegar þessi frétt er skrifuð, í borð um flugvélinni. Leggjast starfsmenn flugvallarins, Icelandair og KSÍ á eitt að koma farangri fyrir um borð en farangursrýmið er orðið pakkfullt. Á að giska er þriðjungur sæta í vélinni nýttur undir ferðatöskur. „Shit hvað þessi vél verður þung,“ sagði einn starfsmaður Isavia í vélinni þegar hann horfði á starfsmenn bera hverja ferðatöskuna á fætur annarri um borð í vélina. Annars starfsmaður benti á að vélin væri ekkert óvenjulega þung þótt ferðatöskur væru í hverju sæti, enda þær almennt töluvert léttari en farþegar sem væru almennt í sætinu. Til stóð að landsliðið færi með stærri vél utan en tafir urðu að gera hana klára. Hún mun vera væntanleg til landsliðsins í kvöld, klædd í fánaliti en planið var að hún yrði sérlega glæsileg fyrir strákana okkar.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira