Guðni forseti horfir á leikinn gegn Argentínu á Hrafnseyri Bergþór Másson skrifar 4. júní 2018 18:15 Kristbjörn og Grétar, mennirnir á bak við HM Löduna, hittu forsetann á Bessastöðum í dag. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, spáir Íslandi góðu gengi á HM í sumar. Hann verður ekki viðstaddur mótið frekar en aðrir ráðamenn Íslands vegna pólitískra ástæðna. Guðni mun horfa á fyrsta leik Íslands gegn Argentínu á Hrafnseyri, fæðingarstað sjálfstæðishetju Íslendinga, Jóns Sigurðssonar. Guðni verður í Eistlandi í opinberri heimsókn þegar Íslendingar mæta Nígeríu. Guðni er jákvæður þegar hann er spurður hvort Ísland muni komast upp úr riðlinum. „Því ekki það? Við sýndum það og sönnuðum í Frakklandi 2016 að okkur eru allir vegir færir og við biðjum ekki um mikið þannig lagað. Við biðjum um það að liðið leggi sig fram, sýni þá sameiningu, þá dirfsku, þá samheldni og það þolgæði sem einkenndi liðið og hefur einkennt liðið. Við erum í úrslitum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu vegna þess að við erum eitt af bestu knattspyrnuliðum í heimi. Af hverju ættum við að fara þangað og kvíða viðureignum framundan? Það er engin ástæða til þess.“En gæti Guðni ekki skellt sér til Rússlands á eigin vegum? Sem almennur íþróttaáhugamaður?„Það er þannig að stjórnvöld ásamt öðrum stjórnvöldum á öðrum Vesturlöndum gripu til ákveðinna aðgerða gegn Rússlandi. Þótt ég njóti ferðafrelsis þegar um íþróttaviðburði er að ræða, fer ég ekki að ganga gegn vilja ríkisstjórnar og meirihluta Alþingis að gamni mínu, en við sjáum hvað setur,“ segir Guðni á léttum nótum.Kristbjörn og Grétar tóku við sendibréfi til íslenska landsliðsins með hvatningarskilaboðum frá forsetanum.vísir/vilhelmGuðni vill ekki gefa upp hvaða liði hann heldur mest með fyrir utan Ísland en segist styðja það lið sem spilar skemmtilegasta boltann. Að lokum vildi Guðni koma þessum skilaboð til landliðsins: „Mín skilaboð eru einföld, við stöndum með strákunum okkar og stelpunum okkar í íþróttum og annars staðar í mannlífinu þar sem Íslendingar gera það gott innanlands sem utan, við erum öll í sama liði. Við eigum að deila og rífast um hitt og þetta í samfélaginu. Það er einkenni af öflugu samfélagi að það séu deildar meiningar en svo er líka gott að hafa eitthvað sem sameinar okkur, og íþróttir geta gert það svo vel. Íþróttir eru frábær leið til þess að láta í ljós heilbrigða ætthjarðarást og ég hef fulla trú á því að ef þetta lið sýnir það sem það hefur sýnt hingað til, dugnað, dirfsku, samheldni og aga, þá er þessu liði allir vegir færir og við hlökkum til að fylgjast með hvar sem við verðum. Fyrsta leikinn mun ég horfa á Hrafnseyri fyrir vestan, næsta leikinn einhverstaðar í Eistlandi, í opinberri heimsókn þangað. Sama hvar maður er þá verður hugur manns með Íslandi og þeim sem keppa fyrir Íslands hönd.“Félagarnir tóku sig vel út með Lödunni á Bessastöðum í dag.vísir/vilhelmÞeir Kristbjörn og Grétar, mennirnir á bak við HM Löduna, hittu Guðna forseta á Bessastöðum í dag og tóku við sendibréfi til íslenska landliðsins með hvatningarskilaboðum frá forsetanum, sem Kristbjörn og Grétar munu síðan afhenda landsliðinu við komu þeirra til Rússlands. Kristbjörn og Grétar ætla að keyra frá Íslandi til Rússlands, heila 10 til 15 þúsund kílómetra. Spurðir að því hvernig væri að fá að hitta forsetann svöruðu þeir: „Eiginlega bara ævintýralegt, við erum uppi með okkur, hann var ótrúlega vinalegur, mjög gaman að hitta hann.“ Ekki margir myndu nenna að leggja það á sig að keyra í 10 daga til Rússlands, spurðir að því hvort það liggi eitthvað dýpra á bakvið þessa svaðilför sögðu þeir félagarnir að þetta byrjaði sem brandari sem varð síðan að góðri hugmynd. „Það hjálpaði mikið að fólk hafði enga trú á þessu, það ýtti undir eldmóðinn,“ sögðu þeir Kristbjörn og Gréta svo að lokum. Þeir munu deila reynslu sinni á bæði Instagram og Facebook, allt undir nafninu HMLadan. Einnig munu þeir taka upp heimildarmynd sem sýnd verður síðan einhverntímann eftir þetta ævintýri. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Forsetinn heimsótti HM-fara á leikskólann Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kíkti í heimsókn á leikskólann Laufásborg í gær. Fjórar stelpur á leikskólanum á leið á heimsmeistaramót barna í skák í Albaníu. Þær sendu forseta bréf og vildu segja honum frá skákævintýri sínu. 19. apríl 2018 06:00 Mynd af íslenska landsliðinu sögð minna á áróður nasista Nokkrar deilur hafa vaknað á samfélagsmiðlum um teiknaða mynd af íslenska landsliðinu sem sumum þykir minna á áróður nasista. 3. júní 2018 17:13 Sextíu Tólfur bitust um boðsferð KSÍ Það er ógeðslega erfitt að segja nei, segir Benni bongó. 4. júní 2018 12:01 Forsetinn um nýju treyjuna: „Mér finnst hún í alvörunni fín“ Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, líst vel á nýja landsliðsbúninginn í knattspyrnu sem kynntur var í höfuðstöðvum KSÍ nú síðdegis. 15. mars 2018 15:47 Forsetahjónin í opinberri heimsókn í Finnlandi Guðni Th. jóhannesson, forseti Íslands, átti fund með finnska kollega sínum í morgun. 15. maí 2018 19:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, spáir Íslandi góðu gengi á HM í sumar. Hann verður ekki viðstaddur mótið frekar en aðrir ráðamenn Íslands vegna pólitískra ástæðna. Guðni mun horfa á fyrsta leik Íslands gegn Argentínu á Hrafnseyri, fæðingarstað sjálfstæðishetju Íslendinga, Jóns Sigurðssonar. Guðni verður í Eistlandi í opinberri heimsókn þegar Íslendingar mæta Nígeríu. Guðni er jákvæður þegar hann er spurður hvort Ísland muni komast upp úr riðlinum. „Því ekki það? Við sýndum það og sönnuðum í Frakklandi 2016 að okkur eru allir vegir færir og við biðjum ekki um mikið þannig lagað. Við biðjum um það að liðið leggi sig fram, sýni þá sameiningu, þá dirfsku, þá samheldni og það þolgæði sem einkenndi liðið og hefur einkennt liðið. Við erum í úrslitum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu vegna þess að við erum eitt af bestu knattspyrnuliðum í heimi. Af hverju ættum við að fara þangað og kvíða viðureignum framundan? Það er engin ástæða til þess.“En gæti Guðni ekki skellt sér til Rússlands á eigin vegum? Sem almennur íþróttaáhugamaður?„Það er þannig að stjórnvöld ásamt öðrum stjórnvöldum á öðrum Vesturlöndum gripu til ákveðinna aðgerða gegn Rússlandi. Þótt ég njóti ferðafrelsis þegar um íþróttaviðburði er að ræða, fer ég ekki að ganga gegn vilja ríkisstjórnar og meirihluta Alþingis að gamni mínu, en við sjáum hvað setur,“ segir Guðni á léttum nótum.Kristbjörn og Grétar tóku við sendibréfi til íslenska landsliðsins með hvatningarskilaboðum frá forsetanum.vísir/vilhelmGuðni vill ekki gefa upp hvaða liði hann heldur mest með fyrir utan Ísland en segist styðja það lið sem spilar skemmtilegasta boltann. Að lokum vildi Guðni koma þessum skilaboð til landliðsins: „Mín skilaboð eru einföld, við stöndum með strákunum okkar og stelpunum okkar í íþróttum og annars staðar í mannlífinu þar sem Íslendingar gera það gott innanlands sem utan, við erum öll í sama liði. Við eigum að deila og rífast um hitt og þetta í samfélaginu. Það er einkenni af öflugu samfélagi að það séu deildar meiningar en svo er líka gott að hafa eitthvað sem sameinar okkur, og íþróttir geta gert það svo vel. Íþróttir eru frábær leið til þess að láta í ljós heilbrigða ætthjarðarást og ég hef fulla trú á því að ef þetta lið sýnir það sem það hefur sýnt hingað til, dugnað, dirfsku, samheldni og aga, þá er þessu liði allir vegir færir og við hlökkum til að fylgjast með hvar sem við verðum. Fyrsta leikinn mun ég horfa á Hrafnseyri fyrir vestan, næsta leikinn einhverstaðar í Eistlandi, í opinberri heimsókn þangað. Sama hvar maður er þá verður hugur manns með Íslandi og þeim sem keppa fyrir Íslands hönd.“Félagarnir tóku sig vel út með Lödunni á Bessastöðum í dag.vísir/vilhelmÞeir Kristbjörn og Grétar, mennirnir á bak við HM Löduna, hittu Guðna forseta á Bessastöðum í dag og tóku við sendibréfi til íslenska landliðsins með hvatningarskilaboðum frá forsetanum, sem Kristbjörn og Grétar munu síðan afhenda landsliðinu við komu þeirra til Rússlands. Kristbjörn og Grétar ætla að keyra frá Íslandi til Rússlands, heila 10 til 15 þúsund kílómetra. Spurðir að því hvernig væri að fá að hitta forsetann svöruðu þeir: „Eiginlega bara ævintýralegt, við erum uppi með okkur, hann var ótrúlega vinalegur, mjög gaman að hitta hann.“ Ekki margir myndu nenna að leggja það á sig að keyra í 10 daga til Rússlands, spurðir að því hvort það liggi eitthvað dýpra á bakvið þessa svaðilför sögðu þeir félagarnir að þetta byrjaði sem brandari sem varð síðan að góðri hugmynd. „Það hjálpaði mikið að fólk hafði enga trú á þessu, það ýtti undir eldmóðinn,“ sögðu þeir Kristbjörn og Gréta svo að lokum. Þeir munu deila reynslu sinni á bæði Instagram og Facebook, allt undir nafninu HMLadan. Einnig munu þeir taka upp heimildarmynd sem sýnd verður síðan einhverntímann eftir þetta ævintýri.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Forsetinn heimsótti HM-fara á leikskólann Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kíkti í heimsókn á leikskólann Laufásborg í gær. Fjórar stelpur á leikskólanum á leið á heimsmeistaramót barna í skák í Albaníu. Þær sendu forseta bréf og vildu segja honum frá skákævintýri sínu. 19. apríl 2018 06:00 Mynd af íslenska landsliðinu sögð minna á áróður nasista Nokkrar deilur hafa vaknað á samfélagsmiðlum um teiknaða mynd af íslenska landsliðinu sem sumum þykir minna á áróður nasista. 3. júní 2018 17:13 Sextíu Tólfur bitust um boðsferð KSÍ Það er ógeðslega erfitt að segja nei, segir Benni bongó. 4. júní 2018 12:01 Forsetinn um nýju treyjuna: „Mér finnst hún í alvörunni fín“ Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, líst vel á nýja landsliðsbúninginn í knattspyrnu sem kynntur var í höfuðstöðvum KSÍ nú síðdegis. 15. mars 2018 15:47 Forsetahjónin í opinberri heimsókn í Finnlandi Guðni Th. jóhannesson, forseti Íslands, átti fund með finnska kollega sínum í morgun. 15. maí 2018 19:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Forsetinn heimsótti HM-fara á leikskólann Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kíkti í heimsókn á leikskólann Laufásborg í gær. Fjórar stelpur á leikskólanum á leið á heimsmeistaramót barna í skák í Albaníu. Þær sendu forseta bréf og vildu segja honum frá skákævintýri sínu. 19. apríl 2018 06:00
Mynd af íslenska landsliðinu sögð minna á áróður nasista Nokkrar deilur hafa vaknað á samfélagsmiðlum um teiknaða mynd af íslenska landsliðinu sem sumum þykir minna á áróður nasista. 3. júní 2018 17:13
Sextíu Tólfur bitust um boðsferð KSÍ Það er ógeðslega erfitt að segja nei, segir Benni bongó. 4. júní 2018 12:01
Forsetinn um nýju treyjuna: „Mér finnst hún í alvörunni fín“ Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, líst vel á nýja landsliðsbúninginn í knattspyrnu sem kynntur var í höfuðstöðvum KSÍ nú síðdegis. 15. mars 2018 15:47
Forsetahjónin í opinberri heimsókn í Finnlandi Guðni Th. jóhannesson, forseti Íslands, átti fund með finnska kollega sínum í morgun. 15. maí 2018 19:45