Katowice-samþykktin marki tímamót í baráttunni við loftslagsbreytingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. desember 2018 12:49 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra segir loftslagssamþykkt sem alþjóðasamfélagið sammæltist um í gærkvöldi marka ákveðin tímamót í baráttunni við loftslagsbreytingar. Loksins séu komnar fram leiðbeiningar um hvernig skuli virkja Parísarsamkomulagið. Fulltrúar næstum 200 ríkja sem saman voru komnir á loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna í pólsku borginni Katowice sammæltust í gærkvöldi um orðalag samþykktarinnar eftir maraþonfundahöld. Lokasamþykkt Katowice-ráðstefnunnar er lýst sem leiðarvísi um hvernig skuli halda lífi í Parísarasamkomulaginu sem undirritað var í lok árs 2015 og ætlað er að tryggja að hlýnun jarðar frá iðnbyltingu verði haldið vel innan við tvær gráður en helst undir einni og hálfri gráðu. Katowice-samþykktin skuldbindur þó ekki aðildarríkin til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Engu að síður er að finna í plagginu ýmis konar samræmda mælikvarða, ákvæði um opið loftslagsbókhald og aðra hvata sem sagðir eru setja þrýsting á aðildarríkin til að bæta ráð sitt í loftslagsmálum.Parísusamkomulagið virkjað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra er nýkominn heim frá Katowice. Hann segir samþykkt helgarinnar marka ákveðin tímamót, enda séu nú komnar fram leiðbeiningar um hvernig skuli virkja Parísarsamkomulagið, þegar það tekur gildi árið 2020. „Þetta er að mörgu leyti tímamótasamþykkt, það er að segja það er verið að virkja ef svo má segja, Parísarsamkomulagið. Það eru komnar þarna þessi leiðbeiningabók eða rule book eins og það heitir á ensku sem á að tryggja að þjóðir heims séu með samskonar reglur til að sýna fram á árangur aðgerða. Skýrslugjöfin er eins fyrir alla þó það sé ákveðinn sveigjanleiki fyrir fátækustu ríkin. Fjármögnun aðgerða líka í þróunarlöndum. Það er hægt að meta eða mæla hvað hver gerir og komið þá ákveðið gangsæi til að fylgja aðgerðum parísarsamkomulagsins eftir,“ segir Guðmundur Ingi. Þrátt fyrir að ekki hafi náðst að hnýta alla lausa enda segir Guðmundur að stórt skref hafi engu að síður verið stigið í Katowice. „Það er gríðarlega mikilvægt og var markmið ráðstefnunnar að ná þessu samkomulagi þó það séu eitt eða tvö atriði sem enn þá á eftir að klára í þessu samhengi og verður væntanlega gert á næsta fundi eftir ár.“ Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Umhverfisráðherra segir loftslagssamþykkt sem alþjóðasamfélagið sammæltist um í gærkvöldi marka ákveðin tímamót í baráttunni við loftslagsbreytingar. Loksins séu komnar fram leiðbeiningar um hvernig skuli virkja Parísarsamkomulagið. Fulltrúar næstum 200 ríkja sem saman voru komnir á loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna í pólsku borginni Katowice sammæltust í gærkvöldi um orðalag samþykktarinnar eftir maraþonfundahöld. Lokasamþykkt Katowice-ráðstefnunnar er lýst sem leiðarvísi um hvernig skuli halda lífi í Parísarasamkomulaginu sem undirritað var í lok árs 2015 og ætlað er að tryggja að hlýnun jarðar frá iðnbyltingu verði haldið vel innan við tvær gráður en helst undir einni og hálfri gráðu. Katowice-samþykktin skuldbindur þó ekki aðildarríkin til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Engu að síður er að finna í plagginu ýmis konar samræmda mælikvarða, ákvæði um opið loftslagsbókhald og aðra hvata sem sagðir eru setja þrýsting á aðildarríkin til að bæta ráð sitt í loftslagsmálum.Parísusamkomulagið virkjað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra er nýkominn heim frá Katowice. Hann segir samþykkt helgarinnar marka ákveðin tímamót, enda séu nú komnar fram leiðbeiningar um hvernig skuli virkja Parísarsamkomulagið, þegar það tekur gildi árið 2020. „Þetta er að mörgu leyti tímamótasamþykkt, það er að segja það er verið að virkja ef svo má segja, Parísarsamkomulagið. Það eru komnar þarna þessi leiðbeiningabók eða rule book eins og það heitir á ensku sem á að tryggja að þjóðir heims séu með samskonar reglur til að sýna fram á árangur aðgerða. Skýrslugjöfin er eins fyrir alla þó það sé ákveðinn sveigjanleiki fyrir fátækustu ríkin. Fjármögnun aðgerða líka í þróunarlöndum. Það er hægt að meta eða mæla hvað hver gerir og komið þá ákveðið gangsæi til að fylgja aðgerðum parísarsamkomulagsins eftir,“ segir Guðmundur Ingi. Þrátt fyrir að ekki hafi náðst að hnýta alla lausa enda segir Guðmundur að stórt skref hafi engu að síður verið stigið í Katowice. „Það er gríðarlega mikilvægt og var markmið ráðstefnunnar að ná þessu samkomulagi þó það séu eitt eða tvö atriði sem enn þá á eftir að klára í þessu samhengi og verður væntanlega gert á næsta fundi eftir ár.“
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira