Einstæðingum á Selfossi boðið í mat á aðfangadagskvöld Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. desember 2018 20:00 Hjónin Ásta Björk Ólafsdóttir og Sigurður Lárusson sem eiga heiðurinn af matarboðinu á aðfangadagskvöld, ásamt börnum sínum í sal Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi. Aðfangadagskvöld hjá fjölskyldu á Selfossi verður heldur betur breytt í ár því þau hafa ákveðið að bjóða einstæðingum á Selfossi og í næsta nágrenni í mat til sín. Um tuttugu manns hafa skráð sig. Þau Ásta Björk Ólafsdóttir og Sigurður Lárusson ætluðu fyrst að bjóða þeim sem verða einir á aðfangadagskvöld í mat heim til sín en þegar þau sáu að hópurinn yrði svona stór ákváðu þau að fá salinn lánaðan hjá Hvítasunnukirkjunni svo það væri nóg pláss fyrir alla. Þau eru að bjóða í fyrsta skipti í svona mat og voru í dag að undirbúa matarboðið og salinn fyrir aðfangadagskvöld. „Við vissum af einstaklingi sem við vorum að spá í hvar hún yrði um jólin. Svo þegar við fórum að hugsa okkur betur um þá vissum við af fjórum einstaklingum. Okkur datt þetta í hug fyrst að fólk er að hittast og borða skötu saman, af hverju ekki líka á aðfangadagskvöld. Hugmyndin er að hittast, borða saman og eiga notalega stund,“ segir Ásta Björk.En hvað verður í matinn? „Við byrjum á humarsúpu og svo í aðalrétt verður bbayonne-skinka og lambalæri, ásamt öllu meðlæti og svo endum við á geggjaðri ostatertu í desert,“ segir Sigurður. Börn Ástu og Sigurðar verða að sjálfsögðu í veislunni og allir gestir verða leystir út með jólagjöf. Þá verður hægt að hlusta á ljúfa tónlist áður en maturinn hefst í sal Hvítasunnukirkjunnar.Að neðan má sjá fréttina en hún hefst þegar 3:16 eru liðnar af innslaginu. Jól Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Aðfangadagskvöld hjá fjölskyldu á Selfossi verður heldur betur breytt í ár því þau hafa ákveðið að bjóða einstæðingum á Selfossi og í næsta nágrenni í mat til sín. Um tuttugu manns hafa skráð sig. Þau Ásta Björk Ólafsdóttir og Sigurður Lárusson ætluðu fyrst að bjóða þeim sem verða einir á aðfangadagskvöld í mat heim til sín en þegar þau sáu að hópurinn yrði svona stór ákváðu þau að fá salinn lánaðan hjá Hvítasunnukirkjunni svo það væri nóg pláss fyrir alla. Þau eru að bjóða í fyrsta skipti í svona mat og voru í dag að undirbúa matarboðið og salinn fyrir aðfangadagskvöld. „Við vissum af einstaklingi sem við vorum að spá í hvar hún yrði um jólin. Svo þegar við fórum að hugsa okkur betur um þá vissum við af fjórum einstaklingum. Okkur datt þetta í hug fyrst að fólk er að hittast og borða skötu saman, af hverju ekki líka á aðfangadagskvöld. Hugmyndin er að hittast, borða saman og eiga notalega stund,“ segir Ásta Björk.En hvað verður í matinn? „Við byrjum á humarsúpu og svo í aðalrétt verður bbayonne-skinka og lambalæri, ásamt öllu meðlæti og svo endum við á geggjaðri ostatertu í desert,“ segir Sigurður. Börn Ástu og Sigurðar verða að sjálfsögðu í veislunni og allir gestir verða leystir út með jólagjöf. Þá verður hægt að hlusta á ljúfa tónlist áður en maturinn hefst í sal Hvítasunnukirkjunnar.Að neðan má sjá fréttina en hún hefst þegar 3:16 eru liðnar af innslaginu.
Jól Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira