"Spurning hvort breytingar henti okkur mönnunum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. maí 2019 20:00 Skordýralíf á landinu getur tekið stakkaskiptum á örfáum árum vegna loftlagsbreytinga. Klaufhali er dæmi um pöddu sem hefur nú numið land, eftir nokkrar tilraunir, vegna breyttra aðstæðna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni hefur verið fjallað um líkleg áhrif loftlagsbreytinga á lífríkið á Íslandi á komandi árum. Dýrafræðingur telur líklegt að um níutíu prósent tegunda við Ísland hverfi á næstu fimmtíu árum vegna breyttra skilyrða. Erling Ólafsson skordýrafræðingur telur víst að tegundasemsetningin hér á landi muni breytast á næstu árum. „Skordýr bregðast eiginlega strax við og á fáeinum árum getur maður séð umtalsverðar breytingar," segir hann. Aukinn innflutningur og hlýnun núna upp á síðkastið beri með sér landnema. „Það eru alltaf að berast pöddur með varningi. Svo er bara spurning hvort þær finni aðstæður til þess að setjast að. Eftir því sem hlýnar þá batna aðstæður fyrir ansi margar tegundir. Þannig undanfarin ár höfum við fengið töluvert mikið af landnemum," segir Erling.Klaufhali hefur loksins fundið réttar aðstæður hér á landi.Meinsemdir á birkitrjám, bjöllur og fiðrildi séu meðal þeirra. Þá megi einnig nefna klaufhala, sem hefur loksins fundið réttar aðstæður og sest að, eftir að hafa gert nokkrar tilraunir. „Hann hefur verið að berast hér með grænmeti í gegnum tíðina en nú er hann orðinn alveg fastur í sessi. Það er gott dæmi um tegund sem er búin að gera margar tilraunir en svo allt í einu kom að því. Að aðstæður voru honum í hag," segir Erling. Hann bendir á að hver einasta skordýrategund gegni hlutverki í viskerfinu hér á landi og falli einhverjar út vegna breyttra aðstæðna komi aðrar í staðinn. „Þannig að vistkerfið verður í sjálfu sér áfram þjónustað. En á einhvern breyttan hátt. Og svo er spurning hvort það hentar okkur mönnum eða ekki. Það kemur bara í ljós," segir Erling. Loftslagsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Skordýralíf á landinu getur tekið stakkaskiptum á örfáum árum vegna loftlagsbreytinga. Klaufhali er dæmi um pöddu sem hefur nú numið land, eftir nokkrar tilraunir, vegna breyttra aðstæðna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni hefur verið fjallað um líkleg áhrif loftlagsbreytinga á lífríkið á Íslandi á komandi árum. Dýrafræðingur telur líklegt að um níutíu prósent tegunda við Ísland hverfi á næstu fimmtíu árum vegna breyttra skilyrða. Erling Ólafsson skordýrafræðingur telur víst að tegundasemsetningin hér á landi muni breytast á næstu árum. „Skordýr bregðast eiginlega strax við og á fáeinum árum getur maður séð umtalsverðar breytingar," segir hann. Aukinn innflutningur og hlýnun núna upp á síðkastið beri með sér landnema. „Það eru alltaf að berast pöddur með varningi. Svo er bara spurning hvort þær finni aðstæður til þess að setjast að. Eftir því sem hlýnar þá batna aðstæður fyrir ansi margar tegundir. Þannig undanfarin ár höfum við fengið töluvert mikið af landnemum," segir Erling.Klaufhali hefur loksins fundið réttar aðstæður hér á landi.Meinsemdir á birkitrjám, bjöllur og fiðrildi séu meðal þeirra. Þá megi einnig nefna klaufhala, sem hefur loksins fundið réttar aðstæður og sest að, eftir að hafa gert nokkrar tilraunir. „Hann hefur verið að berast hér með grænmeti í gegnum tíðina en nú er hann orðinn alveg fastur í sessi. Það er gott dæmi um tegund sem er búin að gera margar tilraunir en svo allt í einu kom að því. Að aðstæður voru honum í hag," segir Erling. Hann bendir á að hver einasta skordýrategund gegni hlutverki í viskerfinu hér á landi og falli einhverjar út vegna breyttra aðstæðna komi aðrar í staðinn. „Þannig að vistkerfið verður í sjálfu sér áfram þjónustað. En á einhvern breyttan hátt. Og svo er spurning hvort það hentar okkur mönnum eða ekki. Það kemur bara í ljós," segir Erling.
Loftslagsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira