Borðaði bara banana í mánuð Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 11. júlí 2019 09:00 Tómas hefur að eigin sögn verið að gretta sig á myndum frá því hann var fimm ára gamall. Fréttablaðið/Valli Í verkunum á þessari sýningu er ég svolítið að vinna með samspil innri og ytri heima. Ég er mjög heltekinn af því að teikna persónur í listinni minni. Svo reyni ég líka að koma að striganum án fyrirfram mótaðra hugmynda um hvað ég ætla að gera,“ segir listamaðurinn Tómas Freyr Þorgeirsson, sem er með myndlistarsýningu sem stendur nú yfir í Galleríi Porti. Hann segir mikla sjálfsskoðun vera fólgna í ferlinu á bak við gerð verkanna, bæði út og inn á við. „Fígúrurnar á myndunum enda því oft sem ákveðið form af sjálfsmynd og striginn verður að nokkurs konar spegilmynd þess sem er að gerast í hausnum á mér hverju sinni.“ Þó segir Tómas þessa aðferð ekki vera mikið útpælda, heldur fyrst og fremst fólgna í forvitninni að sjá útkomuna og að nota listina sem verkfæri til sjálfsskoðunar. „Ég stundaði mikið hugleiðslu þegar ég vann í gerð þessara verka sem eru á sýningunni og hugsaði mikið um heilsuna, líkamlega sem og andlega. Ég prufaði mig áfram með ýmislegt mataræði. Eitt sinn borðaði ég til dæmis bara banana í heilan mánuð, “ segir Tómas.Tómas segir fígúrunar á myndunum enda oft sem ákveðið form af sjálfsmynd.Fréttablaðið/ValliHann hefur líka gaman af að skoða hvernig innri persóna fólks birtist á ljósmyndum, því heldur hann sig fyrst og fremst við vægast sagt gleðilegt fas þegar teknar eru af honum ljósmyndir. „Mér finnst það einhvern veginn áhugavert hvernig fólk breytir alveg um svip. Flestir eru með fyrir fram ákveðinn svip eða bros sem birtist alltaf um leið og upp er tekin myndavél.“ Tómasi finnst áhugavert hve margir eru meðvitaðir um hvor hliðin á andlitinu myndist betur og hvaða líkamsstelling komi best út á filmu. ,,Ég hef ekki stúderað þetta nógu vel á sjálfum mér, að þekkja kosti míns eigin andlits á mynd. Þannig að ég held mig bara við þennan svip og stefni á að gera það í ókominni framtíð,“ segir Tómas að lokum um meðfylgjandi mynd af honum. Sýning Tómasar er opin yfir helgina og er í Galleríi Porti við Laugaveg 23b.Í verkunum vann Tómas með samspil ytri og innri heima.Fréttablaðið/Valli Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Í verkunum á þessari sýningu er ég svolítið að vinna með samspil innri og ytri heima. Ég er mjög heltekinn af því að teikna persónur í listinni minni. Svo reyni ég líka að koma að striganum án fyrirfram mótaðra hugmynda um hvað ég ætla að gera,“ segir listamaðurinn Tómas Freyr Þorgeirsson, sem er með myndlistarsýningu sem stendur nú yfir í Galleríi Porti. Hann segir mikla sjálfsskoðun vera fólgna í ferlinu á bak við gerð verkanna, bæði út og inn á við. „Fígúrurnar á myndunum enda því oft sem ákveðið form af sjálfsmynd og striginn verður að nokkurs konar spegilmynd þess sem er að gerast í hausnum á mér hverju sinni.“ Þó segir Tómas þessa aðferð ekki vera mikið útpælda, heldur fyrst og fremst fólgna í forvitninni að sjá útkomuna og að nota listina sem verkfæri til sjálfsskoðunar. „Ég stundaði mikið hugleiðslu þegar ég vann í gerð þessara verka sem eru á sýningunni og hugsaði mikið um heilsuna, líkamlega sem og andlega. Ég prufaði mig áfram með ýmislegt mataræði. Eitt sinn borðaði ég til dæmis bara banana í heilan mánuð, “ segir Tómas.Tómas segir fígúrunar á myndunum enda oft sem ákveðið form af sjálfsmynd.Fréttablaðið/ValliHann hefur líka gaman af að skoða hvernig innri persóna fólks birtist á ljósmyndum, því heldur hann sig fyrst og fremst við vægast sagt gleðilegt fas þegar teknar eru af honum ljósmyndir. „Mér finnst það einhvern veginn áhugavert hvernig fólk breytir alveg um svip. Flestir eru með fyrir fram ákveðinn svip eða bros sem birtist alltaf um leið og upp er tekin myndavél.“ Tómasi finnst áhugavert hve margir eru meðvitaðir um hvor hliðin á andlitinu myndist betur og hvaða líkamsstelling komi best út á filmu. ,,Ég hef ekki stúderað þetta nógu vel á sjálfum mér, að þekkja kosti míns eigin andlits á mynd. Þannig að ég held mig bara við þennan svip og stefni á að gera það í ókominni framtíð,“ segir Tómas að lokum um meðfylgjandi mynd af honum. Sýning Tómasar er opin yfir helgina og er í Galleríi Porti við Laugaveg 23b.Í verkunum vann Tómas með samspil ytri og innri heima.Fréttablaðið/Valli
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira