Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2019 13:40 Félag eldri borgara reisti 68 nýjar íbúðir í Árskógum í Breiðholti fyrir félagsmenn sína. Vísir/Friðrik Félag eldri borgara hefur brugðið á það ráð að krefja kaupendur að nýjum íbúðum fyrir aldraða í Árskógum um milljónir annars fái þeir ekki íbúðirnar afhentar. Gerir félagið það vegna þess að framkvæmdin við þessar nýju íbúðir fór hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr kostnaðaráætlun. Kaupendur eru margir hverjir ekki sáttir við þessi skilyrði, að greiða allt að tíu prósent aukalega af upprunalega verði annars verði fallið frá kaupunum, en varaformaður Félags eldri borgara segir að alltaf hafi staðið til að selja íbúðirnar á kostnaðarverði og enginn annar geti tekið við hallanum nema kaupendurnir sjálfir. Um er að ræða 68 íbúðir sem voru reistar í Árskógum í Reykjavík og voru fjögur hundruð sem sóttu um að kaupa þær. Kaupendur eru í einhverjum tilvikum með þinglýsta kaupsamninga og telja lögfræðingar þetta skilyrði Félags eldri borgara fyrir afhendingu íbúðanna ekki standast skoðun. Afhendingu var fyrst lofað munnlega í júní, svo um miðjan júlí en í kaupsamningi var kveðið á um að afhending íbúða myndi eiga sér stað í síðasta lagi 31. júlí. Í gær var svo haft samband við ellefu kaupendur þar sem fundað var með hverjum og einum og þeim sett þessi skilyrði, að greiða milljónir aukalega til að fá íbúðirnar afhentar.Afhending lóða seinkaði Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara, segir í samtali við Vísi að framkvæmdir við íbúðirnar í Árskógum hafi dregist um eina níu mánuði, um leið hefur byggingarvísitalan hækkað og fjármagnskostnaður aukist. Ein af ástæðunum fyrir seinkuninni er sú, að sögn Sigríðar, að afhending lóðanna frá Reykjavíkurborg tafðist en gera þurfti einnig breytingar á húsnæðinu og ráðast í viðgerðir ásamt öðru. „Þannig að því miður var ekki hægt að afhenda byggingarnar á réttum tíma. Það hefur alltaf staðið til að selja á kostnaðarverði því það er enginn annar sem getur tekið við hallanum. Þetta er niðurstaðan hjá okkur í augnablikinu,“ segir Sigríður.Níu mánaða seinkun hefur orðið á afhendingu íbúðanna.Vísir/FriðrikHún segir einungis viku síðan Félag eldri borgara fékk vitneskju um að svo mikill halli væri á þessum framkvæmdum og síðan þá hafi félagið verið í óða önn að ná til kaupenda og útskýra fyrir þeim stöðuna. „Við ætlum að reyna að gera þetta eins vel fyrir kaupendur og hugsast getur en það er erfitt og getur komið illa niður á ýmsum.“Kemur eilítið aftan að fólki Upprunalega kostnaðaráætlun framkvæmdanna hljóðaði upp á 3,8 milljarða króna en þessi aukakostnaður mun deilast niður á hverja íbúð að sögn Sigríðar. Íbúðirnar eru 68 talsins og er því meðalkostnaður á hverja íbúð því um sex milljónir króna ef miðað er við að framkvæmdirnar hafi farið hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun. Hún segir enga kaupendur hafa tekið þessu vel og þessi ákvörðun Félags eldri borgara komi eilítið aftan að fólki. Rætt var við ellefu kaupendur í gær en Sigríður segir að um það bil 90 prósent þeirra hafi gengist við þessu skilyrði á meðan aðrir hafa tekið sér umhugsunarfrest. „Auðvitað gefum við fólki umhugsunarfrest og viljum ekki negla það upp við vegg,“ segir Sigríður. Rætt verður við tíu kaupendur í dag, þar sem fundað verður með hverjum og einum einslega, og þannig verður gengið á línuna næstu daga. Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Félag eldri borgara hefur brugðið á það ráð að krefja kaupendur að nýjum íbúðum fyrir aldraða í Árskógum um milljónir annars fái þeir ekki íbúðirnar afhentar. Gerir félagið það vegna þess að framkvæmdin við þessar nýju íbúðir fór hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr kostnaðaráætlun. Kaupendur eru margir hverjir ekki sáttir við þessi skilyrði, að greiða allt að tíu prósent aukalega af upprunalega verði annars verði fallið frá kaupunum, en varaformaður Félags eldri borgara segir að alltaf hafi staðið til að selja íbúðirnar á kostnaðarverði og enginn annar geti tekið við hallanum nema kaupendurnir sjálfir. Um er að ræða 68 íbúðir sem voru reistar í Árskógum í Reykjavík og voru fjögur hundruð sem sóttu um að kaupa þær. Kaupendur eru í einhverjum tilvikum með þinglýsta kaupsamninga og telja lögfræðingar þetta skilyrði Félags eldri borgara fyrir afhendingu íbúðanna ekki standast skoðun. Afhendingu var fyrst lofað munnlega í júní, svo um miðjan júlí en í kaupsamningi var kveðið á um að afhending íbúða myndi eiga sér stað í síðasta lagi 31. júlí. Í gær var svo haft samband við ellefu kaupendur þar sem fundað var með hverjum og einum og þeim sett þessi skilyrði, að greiða milljónir aukalega til að fá íbúðirnar afhentar.Afhending lóða seinkaði Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara, segir í samtali við Vísi að framkvæmdir við íbúðirnar í Árskógum hafi dregist um eina níu mánuði, um leið hefur byggingarvísitalan hækkað og fjármagnskostnaður aukist. Ein af ástæðunum fyrir seinkuninni er sú, að sögn Sigríðar, að afhending lóðanna frá Reykjavíkurborg tafðist en gera þurfti einnig breytingar á húsnæðinu og ráðast í viðgerðir ásamt öðru. „Þannig að því miður var ekki hægt að afhenda byggingarnar á réttum tíma. Það hefur alltaf staðið til að selja á kostnaðarverði því það er enginn annar sem getur tekið við hallanum. Þetta er niðurstaðan hjá okkur í augnablikinu,“ segir Sigríður.Níu mánaða seinkun hefur orðið á afhendingu íbúðanna.Vísir/FriðrikHún segir einungis viku síðan Félag eldri borgara fékk vitneskju um að svo mikill halli væri á þessum framkvæmdum og síðan þá hafi félagið verið í óða önn að ná til kaupenda og útskýra fyrir þeim stöðuna. „Við ætlum að reyna að gera þetta eins vel fyrir kaupendur og hugsast getur en það er erfitt og getur komið illa niður á ýmsum.“Kemur eilítið aftan að fólki Upprunalega kostnaðaráætlun framkvæmdanna hljóðaði upp á 3,8 milljarða króna en þessi aukakostnaður mun deilast niður á hverja íbúð að sögn Sigríðar. Íbúðirnar eru 68 talsins og er því meðalkostnaður á hverja íbúð því um sex milljónir króna ef miðað er við að framkvæmdirnar hafi farið hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun. Hún segir enga kaupendur hafa tekið þessu vel og þessi ákvörðun Félags eldri borgara komi eilítið aftan að fólki. Rætt var við ellefu kaupendur í gær en Sigríður segir að um það bil 90 prósent þeirra hafi gengist við þessu skilyrði á meðan aðrir hafa tekið sér umhugsunarfrest. „Auðvitað gefum við fólki umhugsunarfrest og viljum ekki negla það upp við vegg,“ segir Sigríður. Rætt verður við tíu kaupendur í dag, þar sem fundað verður með hverjum og einum einslega, og þannig verður gengið á línuna næstu daga.
Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira