Lýstu áhyggjum af meðferð skattamála við þingfestingu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. september 2019 07:15 Sækjandi, verjandi og dómari ræddu skattamálin vítt og breitt við þingsetningu í héraðsdómi. Fréttablaðið/Stefán Þingfesting í máli Andrésar Kristins Konráðssonar, sem ákærður er fyrir skattalagabrot, tók óvænta stefnu þegar til frjálslegra skoðanaskipta kom milli sækjanda, verjanda og dómara um stöðu rannsókna- og ákærumeðferða skattalagabrota. Við upphaf þinghalds lét sækjandi málsins þess getið að nýlegur úrskurður ríkisskattstjóra gæti haft áhrif á fjárhæðir í ákæru, ákærða til hagsbóta og til þess gæti komið að gefa þyrfti út aðra ákæru. Gestur Jónsson, verjandi Andrésar, sagði ljóst að gerður yrði ágreiningur um þennan nýja úrskurð. „Hann verður til meðferðar hjá yfirskattanefnd í 12 mánuði og á sama tíma er málið til meðferðar fyrir dómstólum,“ sagði Gestur og lét fylgja þá skoðun sína að það væri allt komið í vitleysu í meðferð þessara skattamála. Vísaði Gestur þar til nýlegra dóma sem fallið hafa gegn Íslandi í Mannréttindadómstól Evrópu um brot gegn ákvæði Mannréttindasáttmálans um bann við endurtekinni refsingu fyrir sama brot. Dómarinn, Guðjón St. Marteinsson, lét þess getið að það fari orðið allir fram á frávísun í þessum málum. Farið hefði verið fram á frávísun í fjórum slíkum málum í vikunni og fimm mál sem biðu þingfestingar lyktuðu af frávísunarkröfum. Gestur upplýsti að enn eitt málið væri komið til efnismeðferðar hjá MDE og fullyrti að ríkislögmanni hefði nýverið borist bréf frá MDE þar sem því væri beint til stjórnvalda að reyna að ná sáttum í máli Braga Kristjánssonar. Lýsti Gestur því viðhorfi að stjórnvöld yrðu að fara að bregðast við með einhverri línu í þessum málum. Dómarinn tók að nokkru undir áhyggjur verjandans af stöðunni. „Ég hef engan hitt, hvorki verjanda, sækjanda, né dómara sem telur að þetta sé í lagi,“ sagði Guðjón. Sigríður Árnadóttir, sem sótti þing fyrir ákæruvaldið, sagðist þá hafa heimildir fyrir því að tíðinda væri að vænta frá stjórnvöldum alveg á allra næstu dögum og vísaði til nefndar sem skipuð var skömmu eftir að þriðji áfellisdómurinn kom frá MDE í vor. Dómarinn sagði slík tíðindi hafa verið flutt fyrir löngu og vísaði til nefndar sem skilaði skýrslu árið 2013 þar sem allir helstu embættismenn málaflokksins sammæltust um að breytingar væru óumflýjanlegar og þyldu ekki bið. Meðal þeirra sem skrifuðu undir þá skýrslu var Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. Fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um starf þeirrar nefndar sem skipuð var í vor hafði ekki verið svarað þegar Fréttablaðið fór í prentun. Aðspurður segist Ragnar H. Hall, lögmaður Braga Kristjánssonar, bundinn trúnaði um stöðu máls Braga hjá MDE, samkvæmt reglum hjá dómstólnum sem gilda meðan þess er freistað að ná sáttum.Snúið að ná sáttum við Braga Bragi Kristjánsson var sakfelldur fyrir meiriháttar skattalagabrot, fyrst í héraði árið 2016 eftir að málinu hafði ítrekað verið frestað að beiðni ákærða meðan beðið var niðurstöðu mála sem voru til meðferðar hjá MDE. Málið var að lokum flutt og dæmt þrátt fyrir að niðurstaða væri ekki komin ytra. Dómurinn var svo staðfestur af fullskipuðum sjö manna dómi í Hæstarétti í september 2017. Dómur Hæstaréttar féll nokkrum mánuðum eftir að MDE kvað upp dóm í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar. Taldi Hæstiréttur málin ekki sambærileg og sakfelldi Braga. Með vísan til þess að fjölskipaður Hæstiréttur sakfelldi Braga kann ríkislögmanni reynast örðugt að ná sáttum við hann í Strassborg. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Þingfesting í máli Andrésar Kristins Konráðssonar, sem ákærður er fyrir skattalagabrot, tók óvænta stefnu þegar til frjálslegra skoðanaskipta kom milli sækjanda, verjanda og dómara um stöðu rannsókna- og ákærumeðferða skattalagabrota. Við upphaf þinghalds lét sækjandi málsins þess getið að nýlegur úrskurður ríkisskattstjóra gæti haft áhrif á fjárhæðir í ákæru, ákærða til hagsbóta og til þess gæti komið að gefa þyrfti út aðra ákæru. Gestur Jónsson, verjandi Andrésar, sagði ljóst að gerður yrði ágreiningur um þennan nýja úrskurð. „Hann verður til meðferðar hjá yfirskattanefnd í 12 mánuði og á sama tíma er málið til meðferðar fyrir dómstólum,“ sagði Gestur og lét fylgja þá skoðun sína að það væri allt komið í vitleysu í meðferð þessara skattamála. Vísaði Gestur þar til nýlegra dóma sem fallið hafa gegn Íslandi í Mannréttindadómstól Evrópu um brot gegn ákvæði Mannréttindasáttmálans um bann við endurtekinni refsingu fyrir sama brot. Dómarinn, Guðjón St. Marteinsson, lét þess getið að það fari orðið allir fram á frávísun í þessum málum. Farið hefði verið fram á frávísun í fjórum slíkum málum í vikunni og fimm mál sem biðu þingfestingar lyktuðu af frávísunarkröfum. Gestur upplýsti að enn eitt málið væri komið til efnismeðferðar hjá MDE og fullyrti að ríkislögmanni hefði nýverið borist bréf frá MDE þar sem því væri beint til stjórnvalda að reyna að ná sáttum í máli Braga Kristjánssonar. Lýsti Gestur því viðhorfi að stjórnvöld yrðu að fara að bregðast við með einhverri línu í þessum málum. Dómarinn tók að nokkru undir áhyggjur verjandans af stöðunni. „Ég hef engan hitt, hvorki verjanda, sækjanda, né dómara sem telur að þetta sé í lagi,“ sagði Guðjón. Sigríður Árnadóttir, sem sótti þing fyrir ákæruvaldið, sagðist þá hafa heimildir fyrir því að tíðinda væri að vænta frá stjórnvöldum alveg á allra næstu dögum og vísaði til nefndar sem skipuð var skömmu eftir að þriðji áfellisdómurinn kom frá MDE í vor. Dómarinn sagði slík tíðindi hafa verið flutt fyrir löngu og vísaði til nefndar sem skilaði skýrslu árið 2013 þar sem allir helstu embættismenn málaflokksins sammæltust um að breytingar væru óumflýjanlegar og þyldu ekki bið. Meðal þeirra sem skrifuðu undir þá skýrslu var Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. Fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um starf þeirrar nefndar sem skipuð var í vor hafði ekki verið svarað þegar Fréttablaðið fór í prentun. Aðspurður segist Ragnar H. Hall, lögmaður Braga Kristjánssonar, bundinn trúnaði um stöðu máls Braga hjá MDE, samkvæmt reglum hjá dómstólnum sem gilda meðan þess er freistað að ná sáttum.Snúið að ná sáttum við Braga Bragi Kristjánsson var sakfelldur fyrir meiriháttar skattalagabrot, fyrst í héraði árið 2016 eftir að málinu hafði ítrekað verið frestað að beiðni ákærða meðan beðið var niðurstöðu mála sem voru til meðferðar hjá MDE. Málið var að lokum flutt og dæmt þrátt fyrir að niðurstaða væri ekki komin ytra. Dómurinn var svo staðfestur af fullskipuðum sjö manna dómi í Hæstarétti í september 2017. Dómur Hæstaréttar féll nokkrum mánuðum eftir að MDE kvað upp dóm í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar. Taldi Hæstiréttur málin ekki sambærileg og sakfelldi Braga. Með vísan til þess að fjölskipaður Hæstiréttur sakfelldi Braga kann ríkislögmanni reynast örðugt að ná sáttum við hann í Strassborg.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira