Lilja skipar nýja fjölmiðlanefnd í skugga óánægju Blaðamannafélags Íslands Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. október 2019 12:07 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað nýja fjölmiðlanefnd en skipunartími hinnar gömlu rann út mánaðamótin ágúst og september. Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýja fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára, formaður nefndarinnar er Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður en hann var skipaður af ráðherra án tilnefningar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fulltrúar Framsóknarflokksins skipa Einar Huga í nefnd því hann var skipaður í stjórnarskrárnefndina fyrir árin 2013-2017.Einar Hugi Bjarnason er nýr formaður fjölmiðlanefndar.Lögfræðistofa ReykjavíkurÍ mars dró stjórn Blaðamannafélags Íslands sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. Á vefsvæði félagsins segir að eðlisbreyting hefði orðið á starfi nefndarinnar í aðdraganda ákvörðunarinnar sem lýtur að því að fjölmiðlanefnd hóf að úrskurða og gefa út álit. Stjórn Blaðamannafélags Íslands sagði fjölmiðlanefnd komna langt út fyrir valdsvið sitt með framferði sínu. Vegna ákvörðunar stjórnar Blaðamannafélagsins var ný fjölmiðlanefnd ekki skipuð í september þrátt fyrir að skipunartími hinnar gömlu nefndar hefði runnið út mánaðamótin ágúst og september. Á vef fjölmiðlanefndar kemur fram að nýja nefnd skipa því auk Einars Huga, María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur sem Hæstiréttur tilnefndi, Finnur Beck héraðsdómslögmaður sem Hæstiréttur tilnefndi einnig, Róbert H. Haraldsson prófessor í heimspeki og sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands sem samstarfsnefnd háskólastigsins tilnefndi. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telur vafasamt að stjórnvöld hlutist til um efnistök fjölmiðla Kolbeinn Óttarsson Proppé spyr Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um hlutverk fjölmiðlanefndar. 12. apríl 2019 12:46 Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. 2. apríl 2019 19:15 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýja fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára, formaður nefndarinnar er Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður en hann var skipaður af ráðherra án tilnefningar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fulltrúar Framsóknarflokksins skipa Einar Huga í nefnd því hann var skipaður í stjórnarskrárnefndina fyrir árin 2013-2017.Einar Hugi Bjarnason er nýr formaður fjölmiðlanefndar.Lögfræðistofa ReykjavíkurÍ mars dró stjórn Blaðamannafélags Íslands sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. Á vefsvæði félagsins segir að eðlisbreyting hefði orðið á starfi nefndarinnar í aðdraganda ákvörðunarinnar sem lýtur að því að fjölmiðlanefnd hóf að úrskurða og gefa út álit. Stjórn Blaðamannafélags Íslands sagði fjölmiðlanefnd komna langt út fyrir valdsvið sitt með framferði sínu. Vegna ákvörðunar stjórnar Blaðamannafélagsins var ný fjölmiðlanefnd ekki skipuð í september þrátt fyrir að skipunartími hinnar gömlu nefndar hefði runnið út mánaðamótin ágúst og september. Á vef fjölmiðlanefndar kemur fram að nýja nefnd skipa því auk Einars Huga, María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur sem Hæstiréttur tilnefndi, Finnur Beck héraðsdómslögmaður sem Hæstiréttur tilnefndi einnig, Róbert H. Haraldsson prófessor í heimspeki og sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands sem samstarfsnefnd háskólastigsins tilnefndi.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telur vafasamt að stjórnvöld hlutist til um efnistök fjölmiðla Kolbeinn Óttarsson Proppé spyr Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um hlutverk fjölmiðlanefndar. 12. apríl 2019 12:46 Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. 2. apríl 2019 19:15 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Telur vafasamt að stjórnvöld hlutist til um efnistök fjölmiðla Kolbeinn Óttarsson Proppé spyr Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um hlutverk fjölmiðlanefndar. 12. apríl 2019 12:46
Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04
Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. 2. apríl 2019 19:15
Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42
Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06