Hildur segir Þórdísi Lóu úti á túni í sínum málflutningi Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2020 16:22 Hildur og Þórdís Lóa. Víst er að grunnt er á því góða milli meiri- og minnihlutans í borginni. visir/vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs, hellti sér yfir Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í grein sem birtist á Vísi. Þórdís Lóa var ekki ánægð með framgöngu Hildar í útvarpsþættinum Vikulokin sem er á dagskrá Rásar 1, nú um helgina og kallar málflutning hennar þar „einhvers konar met í dylgjum og ósannindum.“ Hildur hefur nú svarað Þórdísi Lóu og telur henni hollast að spara sér vandlætinguna. Púðurskot á ábyrgðarleysi Þórdís Lóa segir Ríkjavíkurborg vel rekna, með traustan og góðan ársreikning sem Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki ræða. Þá sakar hún Hildi um ósannindi; „að meirihlutinn hefði sent ríkinu bréf og óskað eftir 50 milljörðum vegna kórónuveirunnar. Þetta er alrangt.“ Þá sakar Þórdís Lóa Hildi jafnframt um tvískinnung. Hún styðji borgarlínu en þó ekki nóg til að skora ódýr pólitísk mörk. „Tilgangur hennar er augljós. Hildur er að reyna að grafa yfir þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er margklofinn og að það er lítill samhljómur á milli Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.“ Hildur gefur minna en ekkert fyrir þennan málflutning formanns borgarráðs þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum hennar. „Það var sérstakur heiður þegar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, nafngreindi mig í fyrirsögn á vandlætingarpistli dagsins. Þar skýtur hún púðurskotum á undirritaða en afhjúpar jafnframt grímulaust, ábyrgðarleysi sitt gagnvart fjármálum Reykjavíkurborgar,“ segir Hildur. Hefði betur haldið sig við garðvinnuna Að sögn Hildar segir Þórdís Lóa rekstur borgarinnar sérlega blómlegan og kannast ekkert við þá neyðaraðstoð sem Reykjavíkurborg hefur óskað frá ríkinu – neyðaraðstoð sem fjallað var um í sérstakri umsögn borgarinnar til alþingis nýverið. „Umsögnin var á dagskrá borgarráðs á vordögum, hvar Þórdís Lóa gegnir formennsku, en kynnir sér greinilega ekki eigin fundargögn. Hún hefði betur haldið uppteknum hætti við garðvinnu – sem hún tók snemmbúið sumarleyfi fyrir - enda úti á túni í sinni umfjöllun.“ Hildur bendir á slóð þar sem finna má umrædda umsögn Reykjavíkurborgar við aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa COVID-19. Með umsögninni fylgja niðurstöður starfshóps, sem skipaður var af borgarstjóra, hvar sátu margir helstu stjórnendur Reykjavíkurborgar. Í niðurstöðum starfshópsins segir meðal annars: Hildur á fundi borgarstjórnar ásamt Eyþóri Arnalds.visir/vilhelm „Vandinn snýst hins vegar ekki aðeins um skammtíma fjármögnunarvanda heldur stefnir í algerlega ósjálfbæran rekstur til margra ára. Þessa ósjálfbærni er ekki hægt að leysa með hækkun leyfilegrar skattlagningar eða þjónustugjalda eða með stórfelldum niðurskurði í útgjöldum borgarinnar sem varða að langmestu leyti leik- og grunnskóla og velferðarþjónustu. Hefðbundnar aðferðir eru ekki í boði. Þá er ekki hægt að leysa þetta með stórfelldum lánveitingum þar sem veltufé frá rekstri mun ekki til margra ára framundan standa undir afborgunum.” Óskir um óendurkræfan fjárstuðning frá ríkinu Hildur segir að það hafi verið á þessum grundvelli sem borgin ítrekaði óskir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um 50 milljarða óendurkræfan fjárhagsstuðning frá ríkinu - og annað eins að láni frá Seðlabanka Íslands á hagkvæmustu kjörum með 5-7 afborgunarlausum árum. „Öðrum kosti gæti höfuðborgin ekki staðið undir þjónustuskyldum sínum við íbúana og heimilin - rekstur borgarsjóðs yrði algjörlega ósjálfbær til margra ára. Undir umsögnina ritar sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar. Engin önnur sveitarfélög eiga þar hlut að máli. Miðað við íbúatölu yrði hlutdeild Reykjavíkurborgar í neyðaraðstoðinni um 60 milljarðar króna. Er Þórdís Lóa ómeðvituð um neyðarkallið?“ Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Efnahagsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs, hellti sér yfir Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í grein sem birtist á Vísi. Þórdís Lóa var ekki ánægð með framgöngu Hildar í útvarpsþættinum Vikulokin sem er á dagskrá Rásar 1, nú um helgina og kallar málflutning hennar þar „einhvers konar met í dylgjum og ósannindum.“ Hildur hefur nú svarað Þórdísi Lóu og telur henni hollast að spara sér vandlætinguna. Púðurskot á ábyrgðarleysi Þórdís Lóa segir Ríkjavíkurborg vel rekna, með traustan og góðan ársreikning sem Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki ræða. Þá sakar hún Hildi um ósannindi; „að meirihlutinn hefði sent ríkinu bréf og óskað eftir 50 milljörðum vegna kórónuveirunnar. Þetta er alrangt.“ Þá sakar Þórdís Lóa Hildi jafnframt um tvískinnung. Hún styðji borgarlínu en þó ekki nóg til að skora ódýr pólitísk mörk. „Tilgangur hennar er augljós. Hildur er að reyna að grafa yfir þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er margklofinn og að það er lítill samhljómur á milli Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.“ Hildur gefur minna en ekkert fyrir þennan málflutning formanns borgarráðs þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum hennar. „Það var sérstakur heiður þegar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, nafngreindi mig í fyrirsögn á vandlætingarpistli dagsins. Þar skýtur hún púðurskotum á undirritaða en afhjúpar jafnframt grímulaust, ábyrgðarleysi sitt gagnvart fjármálum Reykjavíkurborgar,“ segir Hildur. Hefði betur haldið sig við garðvinnuna Að sögn Hildar segir Þórdís Lóa rekstur borgarinnar sérlega blómlegan og kannast ekkert við þá neyðaraðstoð sem Reykjavíkurborg hefur óskað frá ríkinu – neyðaraðstoð sem fjallað var um í sérstakri umsögn borgarinnar til alþingis nýverið. „Umsögnin var á dagskrá borgarráðs á vordögum, hvar Þórdís Lóa gegnir formennsku, en kynnir sér greinilega ekki eigin fundargögn. Hún hefði betur haldið uppteknum hætti við garðvinnu – sem hún tók snemmbúið sumarleyfi fyrir - enda úti á túni í sinni umfjöllun.“ Hildur bendir á slóð þar sem finna má umrædda umsögn Reykjavíkurborgar við aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa COVID-19. Með umsögninni fylgja niðurstöður starfshóps, sem skipaður var af borgarstjóra, hvar sátu margir helstu stjórnendur Reykjavíkurborgar. Í niðurstöðum starfshópsins segir meðal annars: Hildur á fundi borgarstjórnar ásamt Eyþóri Arnalds.visir/vilhelm „Vandinn snýst hins vegar ekki aðeins um skammtíma fjármögnunarvanda heldur stefnir í algerlega ósjálfbæran rekstur til margra ára. Þessa ósjálfbærni er ekki hægt að leysa með hækkun leyfilegrar skattlagningar eða þjónustugjalda eða með stórfelldum niðurskurði í útgjöldum borgarinnar sem varða að langmestu leyti leik- og grunnskóla og velferðarþjónustu. Hefðbundnar aðferðir eru ekki í boði. Þá er ekki hægt að leysa þetta með stórfelldum lánveitingum þar sem veltufé frá rekstri mun ekki til margra ára framundan standa undir afborgunum.” Óskir um óendurkræfan fjárstuðning frá ríkinu Hildur segir að það hafi verið á þessum grundvelli sem borgin ítrekaði óskir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um 50 milljarða óendurkræfan fjárhagsstuðning frá ríkinu - og annað eins að láni frá Seðlabanka Íslands á hagkvæmustu kjörum með 5-7 afborgunarlausum árum. „Öðrum kosti gæti höfuðborgin ekki staðið undir þjónustuskyldum sínum við íbúana og heimilin - rekstur borgarsjóðs yrði algjörlega ósjálfbær til margra ára. Undir umsögnina ritar sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar. Engin önnur sveitarfélög eiga þar hlut að máli. Miðað við íbúatölu yrði hlutdeild Reykjavíkurborgar í neyðaraðstoðinni um 60 milljarðar króna. Er Þórdís Lóa ómeðvituð um neyðarkallið?“
Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Efnahagsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira