Svona var 81. upplýsingafundur almannavarna Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2020 13:30 Þríeykið svonefnda fer yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra og kórónuveirufaraldurinn á Íslandi á upplýsingafundi klukkan 14:00 í dag. Vísir/Sigurjón Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í dag. Þar sátu þau Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma D. Möller, landlæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn fyrir svörum og fóru yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra og COVID-19 hér á landi. Horfa má á upptöku af fundinum hér fyrir neðan, sem og á Stöð 2 Vísi. Textalýsingu Vísis á fundinum má einnig finna neðst í fréttinni. Tveir greindust með kórónuveiruna hér á landi síðasta sólarhringinn; einn við landamæraskimun og hinn á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Tólf virk smit eru nú á landinu en voru ellefu í gær. 443 eru í sóttkví og fjölgar þar um rúmlega hundrað milli daga. Staðfest smit frá upphafi faraldurs eru 1.840. Fimm innanlandssmit hafa nú greinst frá því að dregið var úr ferðatakmörkunum til landsins 15. júní. Tuttugu og tvö smit má rekja til útlanda en þrjú eru skráð með óþekkt upprunaland á upplýsingasíðu almannavarna og landlæknis um faraldurinn. Af þeim tuttugu og tveimur smituðu sem komu til landsins eru fjórir taldir smitandi en aðrir með gömul smit. Fréttin hefur verið uppfærð.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í dag. Þar sátu þau Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma D. Möller, landlæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn fyrir svörum og fóru yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra og COVID-19 hér á landi. Horfa má á upptöku af fundinum hér fyrir neðan, sem og á Stöð 2 Vísi. Textalýsingu Vísis á fundinum má einnig finna neðst í fréttinni. Tveir greindust með kórónuveiruna hér á landi síðasta sólarhringinn; einn við landamæraskimun og hinn á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Tólf virk smit eru nú á landinu en voru ellefu í gær. 443 eru í sóttkví og fjölgar þar um rúmlega hundrað milli daga. Staðfest smit frá upphafi faraldurs eru 1.840. Fimm innanlandssmit hafa nú greinst frá því að dregið var úr ferðatakmörkunum til landsins 15. júní. Tuttugu og tvö smit má rekja til útlanda en þrjú eru skráð með óþekkt upprunaland á upplýsingasíðu almannavarna og landlæknis um faraldurinn. Af þeim tuttugu og tveimur smituðu sem komu til landsins eru fjórir taldir smitandi en aðrir með gömul smit. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Upplýsingafundir almannavarna og landlæknis Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira