Farþegarnir lýsa „hryllilegri“ bið og„ógeðslegu“ ástandi þegar dyrnar voru opnaðar Birgir Olgeirsson skrifar 13. janúar 2020 10:30 Alice Cheng frá New York var allt annað en sátt við Íslandsdvöl sína. Um fjögur þúsund farþegar voru samankomnir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gærkvöldi og nótt eftir að norðan stormur setti áætlanir flugfélaga úr skorðum. Hvassviðrið varð til þess að ekki var hægt að hleypa farþegum úr þotum sem höfðu lent á Keflavíkurflugvelli. Sátu farþegarnir því í farþegaþotunum svo tímunum skipti. Um klukkan hálf eitt í nótt var farþegunum loksins hleypt inn í flugstöðina og myndaðist þá á köflum nokkuð örtröð. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða farþegana sem þurftu að bíða í nokkurn tíma áður en þeim var hleypt úr flugstöðinni því Reykjanesbrautin var ófær vegna veðurs og umferðarslyss. Einn björgunarsveitarmannanna sagði farþega hafa fundið fyrir Herjólfsriðu eftir marga tíma í flugvélum sem bærðust til og frá í storminum. Fréttastofa leit við í flugstöðinni á öðrum tímanum í nótt og ræddi þar við nokkra farþega sem voru missáttir við þjónustuna en gerðu sér þó flestir grein fyrir því að ekki er hægt að stjórna veðrinu. Það helsta sem þeir kvörtuðu yfir var upplýsingagjöf frá flugfélögunum og rekstraraðila flugvallarins, Isavia. Brúðkaupsferðin byrjaði illa Þar á meðal Neil og Amy Fairclough, nýgift hjón sem komu til Íslands frá Bretlandi með Icelandair í brúðkaupsferð. „Við sátum í flugvélinni fjóra tíma á flughlaðinu,“ sagði Neil en förin út úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar tók þau rúman klukkutíma. Aðspurð sagði Amy biðina í flugvélinni hafa verið hryllilega. „Ekkert vatn, engir drykkir eftir. Engar bætur frá flugfélaginu. Við erum skilin ein eftir með ekki neitt. Hryllilegt,“ sagði Amy. Þegar fréttastofa ræddi við þau höfðu þau verið á ferðalagi í 24 klukkustundir og sögðu þetta ekki bestu byrjunina á brúðkaupsferðinni. Ekki hægt að stjórna veðrinu Bretinn Nigel Eife lenti með Icelandair á Keflavíkurflugvelli rétt rúmlega sex í gærkvöldi og þurfti að sitja í flugvélinni í rúma fjóra tíma. Síðan tók við bið í flugstöðinni. „En það var allt í lagi. Það er ekkert hægt að gera í veðrinu,“ sagði Nigel sem ætlar í Norðurljósaferð, skoða Gullna hringinn og Reykjavík. Hann sagðist hafa verið vel upplýstur í flugvélinni en upplýsingagjöfin hefði mátt vera betri í flugstöðinni. „Það hefði mátt segja okkur meira.“ Hinn allra slakasti yfir röskuninni Bandaríkjamaðurinn Robert Huber beið eftir flugi til Parísar þegar fréttastofa ræddi við hann. Það verður ekki annað sagt en að Huber hafi verið hinn allra slakasti yfir þessari röskun sem hefur orðið á ferðalagi hans vegna veðursins hér á landi. „Við áttum að fljúga til Detroit,“ sagði Huber en fluginu var aflýst. Var hann því bókaður með flugi til Parísar, sem átti að fara klukkan sjö í morgun, og þaðan fer hann til Detroit. „Ég kann að meta það að við vorum endurbókaðir,“ sagði Huber. Hann mætti út á Keflavíkurflugvöll klukkan þrjú í gær og átti að fljúga til Detroit tveimur tímum síðar. Veðrið var ekki svo slæmt þegar hann var mættur út á flugvöll. „Við vissum að það gætu orðið tafir. Þeir voru að skoða hvort það yrði óhætt að leggja af stað í þessu veðri. Það er betra að bíða hérna en að taka óþarfa áhættu,“ sagði Huber. „Það var bara ógeðslegt“ Selfyssingurinn Katrín Þrastardóttir kom með Icelandair til landsins frá Glasgow. Flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan sjö í gærkvöldi. Þeim var hleypt frá borði klukkan tíu mínútur yfir eitt í nótt, eða sex tímum eftir lendingu. „Það var góð stemning um borð. Flugfreyjurnar voru duglegar að labba og um spjalla og gefa okkur hressingu. Spurð hvernig aðstæður voru þegar þeim var hleypt inn í flugstöðina svaraði Katrín: „Það var bara ógeðslegt. Það var alveg brjálæðisleg súpa sem myndaðist af fólki þegar var tilkynnt að það væri búið að opna til sækja töskurnar,“ sagði Katrín. Farþegarnir ruku að litlum stiga til að komast að farangursbandinu. „Það var frekar óþægilegt en það leystist fljótt úr því. Og björgunarsveitarmenn alls staðar sem voru að hjálpa til,“ sagði Katrín. Áttu ekki sínar bestu stundir á Íslandi Bandaríkjamaðurinn Alice Chen hafði verið í flugstöð Leifs Eiríkssonar í 12 tíma þegar fréttastofa ræddi við hana. Þreytan hafði brenglað tímaskyn Chen lítillega því hún hélt í fyrstu að hún hefði verið í flugstöðinni í sólarhring. Hún mætti þangað klukkan tvö í gær og var nokkuð þreytt þegar veitti viðtalið klukkan tvö í nótt. Hún átti bókað far með Icelandair til New York þar sem hún býr. Upplifun hennar af Íslandi var ekkert sérstök. „Alla þessa viku var skoðunarferðum okkar aflýst. Við höfum ekki skemmt okkur of vel hér,“ sagði Chen. Herjólfsriða í farþegum Björgunarsveitarmaðurinn Ólafur M. Jónsson var á meðal þeirra 20 björgunarsveitarmanna sem mættu frá höfuðborgarsvæðinu til að aðstoða farþega í flugstöðinni. Svipaður fjöldi björgunarsveitarmanna frá Suðurnesjum aðstoðaði einni farþega. „Við vorum fyrst og fremst hér til að veita öryggistilfinningu fyrir farþega sem biðu lengi á flugvellinum,“ sagði Ólafur en björgunarsveitarmenn veittu eftir fremsta megni farþegum upplýsingar. „Við svöruðum spurningum um hvar farangurinn væri að finna og reyndum að greiða úr því eins og hægt var,“ sagði Ólafur. Björgunarsveitarmenn dreifðu vatni og næringu til farþega í flugstöðinni. Hann sagði björgunarsveitarmenn hafa átt sinn þátt í því að halda ró í flugstöðinni. „Hér hefði getað orðið mjög alvarlegt ástand ef margir hefðu verið óöruggir um líðan sína,“ sagði Ólafur. Margir hefðu ekki vitað um farangurinn sinn og sagði Ólafur frá einum Íslendingi sem fann ekki töskuna sína sem geymdi bíllyklana hans. „Íslendingarnir spurðu um töskurnar sínar og útlendingarnir líka en einnig hvernig þeir kæmust heim.“ Hann sagði farþega hafa verið fegna að komast úr flugvélunum. „Og maður heyrði talað um að það væri Herjólfsriða í einhverjum eftir að hafa verið sex tíma í flugvél sem dúaði í vindinum á flugbrautinni. En fólk var merkilegt ánægt með að vera komið inn. Það var ekki stress eða önuglyndi, það er mín tilfinning eftir að hafa verið hér í kvöld.“ Engin slys urðu á fólki eða áföll. „Einhverjir hafa fundið fyrir næringarskorti en að öðru leyti er ekki að sjá að það hafi fundið fyrir þessu líkamlega.“ Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Um fjögur þúsund farþegar voru samankomnir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gærkvöldi og nótt eftir að norðan stormur setti áætlanir flugfélaga úr skorðum. Hvassviðrið varð til þess að ekki var hægt að hleypa farþegum úr þotum sem höfðu lent á Keflavíkurflugvelli. Sátu farþegarnir því í farþegaþotunum svo tímunum skipti. Um klukkan hálf eitt í nótt var farþegunum loksins hleypt inn í flugstöðina og myndaðist þá á köflum nokkuð örtröð. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða farþegana sem þurftu að bíða í nokkurn tíma áður en þeim var hleypt úr flugstöðinni því Reykjanesbrautin var ófær vegna veðurs og umferðarslyss. Einn björgunarsveitarmannanna sagði farþega hafa fundið fyrir Herjólfsriðu eftir marga tíma í flugvélum sem bærðust til og frá í storminum. Fréttastofa leit við í flugstöðinni á öðrum tímanum í nótt og ræddi þar við nokkra farþega sem voru missáttir við þjónustuna en gerðu sér þó flestir grein fyrir því að ekki er hægt að stjórna veðrinu. Það helsta sem þeir kvörtuðu yfir var upplýsingagjöf frá flugfélögunum og rekstraraðila flugvallarins, Isavia. Brúðkaupsferðin byrjaði illa Þar á meðal Neil og Amy Fairclough, nýgift hjón sem komu til Íslands frá Bretlandi með Icelandair í brúðkaupsferð. „Við sátum í flugvélinni fjóra tíma á flughlaðinu,“ sagði Neil en förin út úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar tók þau rúman klukkutíma. Aðspurð sagði Amy biðina í flugvélinni hafa verið hryllilega. „Ekkert vatn, engir drykkir eftir. Engar bætur frá flugfélaginu. Við erum skilin ein eftir með ekki neitt. Hryllilegt,“ sagði Amy. Þegar fréttastofa ræddi við þau höfðu þau verið á ferðalagi í 24 klukkustundir og sögðu þetta ekki bestu byrjunina á brúðkaupsferðinni. Ekki hægt að stjórna veðrinu Bretinn Nigel Eife lenti með Icelandair á Keflavíkurflugvelli rétt rúmlega sex í gærkvöldi og þurfti að sitja í flugvélinni í rúma fjóra tíma. Síðan tók við bið í flugstöðinni. „En það var allt í lagi. Það er ekkert hægt að gera í veðrinu,“ sagði Nigel sem ætlar í Norðurljósaferð, skoða Gullna hringinn og Reykjavík. Hann sagðist hafa verið vel upplýstur í flugvélinni en upplýsingagjöfin hefði mátt vera betri í flugstöðinni. „Það hefði mátt segja okkur meira.“ Hinn allra slakasti yfir röskuninni Bandaríkjamaðurinn Robert Huber beið eftir flugi til Parísar þegar fréttastofa ræddi við hann. Það verður ekki annað sagt en að Huber hafi verið hinn allra slakasti yfir þessari röskun sem hefur orðið á ferðalagi hans vegna veðursins hér á landi. „Við áttum að fljúga til Detroit,“ sagði Huber en fluginu var aflýst. Var hann því bókaður með flugi til Parísar, sem átti að fara klukkan sjö í morgun, og þaðan fer hann til Detroit. „Ég kann að meta það að við vorum endurbókaðir,“ sagði Huber. Hann mætti út á Keflavíkurflugvöll klukkan þrjú í gær og átti að fljúga til Detroit tveimur tímum síðar. Veðrið var ekki svo slæmt þegar hann var mættur út á flugvöll. „Við vissum að það gætu orðið tafir. Þeir voru að skoða hvort það yrði óhætt að leggja af stað í þessu veðri. Það er betra að bíða hérna en að taka óþarfa áhættu,“ sagði Huber. „Það var bara ógeðslegt“ Selfyssingurinn Katrín Þrastardóttir kom með Icelandair til landsins frá Glasgow. Flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan sjö í gærkvöldi. Þeim var hleypt frá borði klukkan tíu mínútur yfir eitt í nótt, eða sex tímum eftir lendingu. „Það var góð stemning um borð. Flugfreyjurnar voru duglegar að labba og um spjalla og gefa okkur hressingu. Spurð hvernig aðstæður voru þegar þeim var hleypt inn í flugstöðina svaraði Katrín: „Það var bara ógeðslegt. Það var alveg brjálæðisleg súpa sem myndaðist af fólki þegar var tilkynnt að það væri búið að opna til sækja töskurnar,“ sagði Katrín. Farþegarnir ruku að litlum stiga til að komast að farangursbandinu. „Það var frekar óþægilegt en það leystist fljótt úr því. Og björgunarsveitarmenn alls staðar sem voru að hjálpa til,“ sagði Katrín. Áttu ekki sínar bestu stundir á Íslandi Bandaríkjamaðurinn Alice Chen hafði verið í flugstöð Leifs Eiríkssonar í 12 tíma þegar fréttastofa ræddi við hana. Þreytan hafði brenglað tímaskyn Chen lítillega því hún hélt í fyrstu að hún hefði verið í flugstöðinni í sólarhring. Hún mætti þangað klukkan tvö í gær og var nokkuð þreytt þegar veitti viðtalið klukkan tvö í nótt. Hún átti bókað far með Icelandair til New York þar sem hún býr. Upplifun hennar af Íslandi var ekkert sérstök. „Alla þessa viku var skoðunarferðum okkar aflýst. Við höfum ekki skemmt okkur of vel hér,“ sagði Chen. Herjólfsriða í farþegum Björgunarsveitarmaðurinn Ólafur M. Jónsson var á meðal þeirra 20 björgunarsveitarmanna sem mættu frá höfuðborgarsvæðinu til að aðstoða farþega í flugstöðinni. Svipaður fjöldi björgunarsveitarmanna frá Suðurnesjum aðstoðaði einni farþega. „Við vorum fyrst og fremst hér til að veita öryggistilfinningu fyrir farþega sem biðu lengi á flugvellinum,“ sagði Ólafur en björgunarsveitarmenn veittu eftir fremsta megni farþegum upplýsingar. „Við svöruðum spurningum um hvar farangurinn væri að finna og reyndum að greiða úr því eins og hægt var,“ sagði Ólafur. Björgunarsveitarmenn dreifðu vatni og næringu til farþega í flugstöðinni. Hann sagði björgunarsveitarmenn hafa átt sinn þátt í því að halda ró í flugstöðinni. „Hér hefði getað orðið mjög alvarlegt ástand ef margir hefðu verið óöruggir um líðan sína,“ sagði Ólafur. Margir hefðu ekki vitað um farangurinn sinn og sagði Ólafur frá einum Íslendingi sem fann ekki töskuna sína sem geymdi bíllyklana hans. „Íslendingarnir spurðu um töskurnar sínar og útlendingarnir líka en einnig hvernig þeir kæmust heim.“ Hann sagði farþega hafa verið fegna að komast úr flugvélunum. „Og maður heyrði talað um að það væri Herjólfsriða í einhverjum eftir að hafa verið sex tíma í flugvél sem dúaði í vindinum á flugbrautinni. En fólk var merkilegt ánægt með að vera komið inn. Það var ekki stress eða önuglyndi, það er mín tilfinning eftir að hafa verið hér í kvöld.“ Engin slys urðu á fólki eða áföll. „Einhverjir hafa fundið fyrir næringarskorti en að öðru leyti er ekki að sjá að það hafi fundið fyrir þessu líkamlega.“
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira