Alan Shearer hrifinn af hrokanum í Bruno Fernandes Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2020 09:00 Bruno Fernandes fagnar einu af þremur mörkum sínum fyrir Manchester United. Getty/Clive Brunskill Það vantaði ekki jákvæða hrokann í Frakkann Eric Cantona þegar hann komm inn í Manchester United liðið haustið 1992 og Portúgalinn Bruno Fernandes þykir líka að vera að hrista upp í hlutunum á Old Trafford. Manchester United keypti Bruno Fernandes frá Sporting Lissabon í janúarglugganum og hann hefur síðan skorað þrjú mörk og gefið þrjár stoðsendingar í átta leikjum. Það sem skiptir meira máli er að United liðið hefur ekki tapað leik með hann innanborðs. Bruno Fernandes lagði upp fyrra mark Manchester United í 2-0 sigri á nágrönnunum í Manchester City með galdrasendingu á Anthony Martial þar sem hann sýndi bæði gæði sín og útsjónarsemi. Meðal þeirra sem hafa hrósað Bruno Fernandes er sjálfur Alan Shearer, markhæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.Bruno Fernandes told his "arrogance" has sparked change at Man Utd https://t.co/18Jh9ODw1Gpic.twitter.com/ryoVcuZ5nc — Mirror Football (@MirrorFootball) March 10, 2020„Þegar þú hefur einhvern sem kemur inn í fótboltaklúbb með svona jákvæðan hroka þá skiptir það miklu máli. Hann hefur trú á því að hann geti snúið við hlutunum og það er augljóst að hann hefur hæfileikana til þess líka,“ sagði Alan Shearer við breska ríkisútvarpið. Eftir komu Eric Cantona á Old Trafford þá vann Manchester United fjóra meistaratitla á fimm árum eða 1993, 1994, 1996 og 1997. Liðið vann einnig tvöfalt 1994 og 1996. Manchester United er kannski ekki komið með meistaralið strax en það er allt annað að sjá spilamennsku liðsins með Bruno Fernandes inn á miðjunni.There are so many reasons, Alan #mufchttps://t.co/Jzs68PzQ8M — Man United News (@ManUtdMEN) March 10, 2020 „Það eru allir leikmenn liðsins að bregðast við honum. Þegar hann fær boltann þá eru leikmenn United að hreyfa sig. Ég sá það ekki í mörgum United leikjum áður en hann kom,“ sagði Shearer. „Það eru til ákveðnir leikmenn sem hafa þessa ró yfir sér á stærstu stundum leikjanna. Þegar allt er á fleygiferð þá veit hann hvað á að gera. Það er þannig lykt af honum og hann hefur komið sér vel fyrir,“ sagði Jermaine Jenas. Í þessum átta leikjum Bruno Fernandes með Manchester United þá hefur liðið unnið fimm og gert þrjú jafntefli. Jafnteflin komu á móti Úlfunum og Everton í deildinni og í útileik á móti Club Brugge í Evrópudeildinni. Bruno Fernandes hefur átt þátt í marki í fjórum af fimm sigurleikjum liðsins en þá hefur United unnið 15-0 með hann innanborðs. Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Það vantaði ekki jákvæða hrokann í Frakkann Eric Cantona þegar hann komm inn í Manchester United liðið haustið 1992 og Portúgalinn Bruno Fernandes þykir líka að vera að hrista upp í hlutunum á Old Trafford. Manchester United keypti Bruno Fernandes frá Sporting Lissabon í janúarglugganum og hann hefur síðan skorað þrjú mörk og gefið þrjár stoðsendingar í átta leikjum. Það sem skiptir meira máli er að United liðið hefur ekki tapað leik með hann innanborðs. Bruno Fernandes lagði upp fyrra mark Manchester United í 2-0 sigri á nágrönnunum í Manchester City með galdrasendingu á Anthony Martial þar sem hann sýndi bæði gæði sín og útsjónarsemi. Meðal þeirra sem hafa hrósað Bruno Fernandes er sjálfur Alan Shearer, markhæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.Bruno Fernandes told his "arrogance" has sparked change at Man Utd https://t.co/18Jh9ODw1Gpic.twitter.com/ryoVcuZ5nc — Mirror Football (@MirrorFootball) March 10, 2020„Þegar þú hefur einhvern sem kemur inn í fótboltaklúbb með svona jákvæðan hroka þá skiptir það miklu máli. Hann hefur trú á því að hann geti snúið við hlutunum og það er augljóst að hann hefur hæfileikana til þess líka,“ sagði Alan Shearer við breska ríkisútvarpið. Eftir komu Eric Cantona á Old Trafford þá vann Manchester United fjóra meistaratitla á fimm árum eða 1993, 1994, 1996 og 1997. Liðið vann einnig tvöfalt 1994 og 1996. Manchester United er kannski ekki komið með meistaralið strax en það er allt annað að sjá spilamennsku liðsins með Bruno Fernandes inn á miðjunni.There are so many reasons, Alan #mufchttps://t.co/Jzs68PzQ8M — Man United News (@ManUtdMEN) March 10, 2020 „Það eru allir leikmenn liðsins að bregðast við honum. Þegar hann fær boltann þá eru leikmenn United að hreyfa sig. Ég sá það ekki í mörgum United leikjum áður en hann kom,“ sagði Shearer. „Það eru til ákveðnir leikmenn sem hafa þessa ró yfir sér á stærstu stundum leikjanna. Þegar allt er á fleygiferð þá veit hann hvað á að gera. Það er þannig lykt af honum og hann hefur komið sér vel fyrir,“ sagði Jermaine Jenas. Í þessum átta leikjum Bruno Fernandes með Manchester United þá hefur liðið unnið fimm og gert þrjú jafntefli. Jafnteflin komu á móti Úlfunum og Everton í deildinni og í útileik á móti Club Brugge í Evrópudeildinni. Bruno Fernandes hefur átt þátt í marki í fjórum af fimm sigurleikjum liðsins en þá hefur United unnið 15-0 með hann innanborðs.
Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira