Hurð spennt upp og öllu stolið af skrifstofu Útvarps 101 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 14:11 Útvarp 101 fagnar tveggja ára afmæli þessa dagana. Brotist var inn á skrifstofu útvarpsstöðvarinnar Útvarp 101 í nótt og nánast öllum búnaði stolið. Ránið mun hafa átt sér stað um fimm leitið í nótt og eru greinileg ummerki um innbrot í nýjum höfuðstöðvum útvarpsstöðvarinnar við Hverfisgötu 78 en flutningar í nýja húsnæðið standa nú yfir. „Það var brotist inn, líklegast í morgun, og heil útvarpsstöð tekin. Allur búnaður útvarpsstöðvarinnar tekinn,“ segir Logi Pedro Stefánsson, einn aðstandenda útvarpsstöðvarinnar, í samtali við Vísi. Hann segir tjónið hlaupa á mörgum milljónum króna ef ekki tekst að endurheimta þýfið. Útvarpssendingar stöðvarinnar liggja niðri sem stendur en allt kapp er nú lagt á að komast aftur í loftið. „Við erum búin að flytja útvarpsstöðina þangað inn og ekkert annað, og hún er tekin útvarpsstöðin bara í heilu lagi í nótt eða morgun. Allt tekið, bókstaflega. Sem er eiginlega ótrúlegt, það voru minnstu hlutir teknir. Þannig að við erum í miklu áfalli yfir þessu og áttum okkur ekki alveg á hvað gerðist,“ segir Logi. „Við erum þó hress og jákvæð því við erum að halda upp á tveggja ára afmælið okkar hjá Útvarp 101 og erum að reyna að líta á björtu hliðarnar,“ bætir hann við en fjölmiðlafyrirtækið hafi verið í mikilli sókn. „En jú, það var brotin upp hurðin, klassískt innbrot, hurð spennt upp og allt tekið,“ segir Logi. Hann segir ummerkin á vettvangi bera þess merki að einhver vanur hafi verið að verki. Meðal þess sem var stolið eru míkrafónar, útvarpsmixer, upptökugræjur, hátalarar, tölvur og fleira. „Svona útvarpsbúnaður er náttúrlega mjög sérhæfður og mun ekkert nýtast fólki nema það sé með útsendingaleyfi og geti sent út á tíðni eins og við gerum. Þannig við erum mjög hissa að einhver myndi leggja þetta á sig,“ segir Logi. Útsendingar útvarpsstöðvarinnar liggja niðri sem stendur en Logi bindur vonir við að 101 komist aftur í loftið sem allra fyrst. „Eins og er þá liggur útsendingin niðri, við erum að skoða núna hvort við náum að koma henni í gang í dag með öðrum leiðum. En heilinn og útsendingatölvan var tekin líka þannig við þurfum að vera creative á sunnudegi til þess að finna út úr því hvað við getum gert en við verðum komin í loftið bara sem allra fyrst. Ef ekki í dag þá mjög snemma í vikunni.“ Lögreglumál Fjölmiðlar Reykjavík Mest lesið Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Brotist var inn á skrifstofu útvarpsstöðvarinnar Útvarp 101 í nótt og nánast öllum búnaði stolið. Ránið mun hafa átt sér stað um fimm leitið í nótt og eru greinileg ummerki um innbrot í nýjum höfuðstöðvum útvarpsstöðvarinnar við Hverfisgötu 78 en flutningar í nýja húsnæðið standa nú yfir. „Það var brotist inn, líklegast í morgun, og heil útvarpsstöð tekin. Allur búnaður útvarpsstöðvarinnar tekinn,“ segir Logi Pedro Stefánsson, einn aðstandenda útvarpsstöðvarinnar, í samtali við Vísi. Hann segir tjónið hlaupa á mörgum milljónum króna ef ekki tekst að endurheimta þýfið. Útvarpssendingar stöðvarinnar liggja niðri sem stendur en allt kapp er nú lagt á að komast aftur í loftið. „Við erum búin að flytja útvarpsstöðina þangað inn og ekkert annað, og hún er tekin útvarpsstöðin bara í heilu lagi í nótt eða morgun. Allt tekið, bókstaflega. Sem er eiginlega ótrúlegt, það voru minnstu hlutir teknir. Þannig að við erum í miklu áfalli yfir þessu og áttum okkur ekki alveg á hvað gerðist,“ segir Logi. „Við erum þó hress og jákvæð því við erum að halda upp á tveggja ára afmælið okkar hjá Útvarp 101 og erum að reyna að líta á björtu hliðarnar,“ bætir hann við en fjölmiðlafyrirtækið hafi verið í mikilli sókn. „En jú, það var brotin upp hurðin, klassískt innbrot, hurð spennt upp og allt tekið,“ segir Logi. Hann segir ummerkin á vettvangi bera þess merki að einhver vanur hafi verið að verki. Meðal þess sem var stolið eru míkrafónar, útvarpsmixer, upptökugræjur, hátalarar, tölvur og fleira. „Svona útvarpsbúnaður er náttúrlega mjög sérhæfður og mun ekkert nýtast fólki nema það sé með útsendingaleyfi og geti sent út á tíðni eins og við gerum. Þannig við erum mjög hissa að einhver myndi leggja þetta á sig,“ segir Logi. Útsendingar útvarpsstöðvarinnar liggja niðri sem stendur en Logi bindur vonir við að 101 komist aftur í loftið sem allra fyrst. „Eins og er þá liggur útsendingin niðri, við erum að skoða núna hvort við náum að koma henni í gang í dag með öðrum leiðum. En heilinn og útsendingatölvan var tekin líka þannig við þurfum að vera creative á sunnudegi til þess að finna út úr því hvað við getum gert en við verðum komin í loftið bara sem allra fyrst. Ef ekki í dag þá mjög snemma í vikunni.“
Lögreglumál Fjölmiðlar Reykjavík Mest lesið Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira