Neville sleppti Bruno er hann fór yfir bestu kaup Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. febrúar 2021 07:00 Gary Neville og Roy Keane á góðri stundi. Írinn er á blaði sem bestu fimm kaup Man United að mati Neville. John Peters/Manchester United Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, vann á sínum tíma fjölda titla með Manchester United. Hann var beðinn um að velja bestu kaup félagsins og hér að neðan má sjá bestu fimm kaupin að mati Neville. Athygli vekur að hann sleppti Bruno Fernandes, án efa besta leikmanns liðsins í dag og bestu fjárfestu sem Man United hefur gert undanfarin ár. 5. sæti: Nemanja Vidic Miðvörðurinn frá Serbíu kostaði sjö milljónir punda er hann var keyptur frá Spartak Moskvu árið 2006. Breytti varnarleik liðsins til hins betra og gerði lífið auðveldara fyrir Neville í hægri bakverðinum. Vann fjölda titla og þar á meðal Meistaradeild Evrópu árið 2008. Nemanja Vidic og Rio Ferdinand mynduðu eitt besta miðvarðarpar í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Aðeins annar komst á listann hjá Neville.Nordic photos/AFP 4. sæti: Wayne Rooney Núverandi stjóri Derby County í ensku B-deildinni kostaði 27 milljónir punda er hann kom frá Everton árið 2004. Hann átti eftir að borga þann pening margfalt til betra og er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 253 mörk, met sem verður möguelga aldrei slegið. 3. sæti: Cristiano Ronaldo Portúgalska ofurstjarnan kostaði litlar 12 milljónir punda er hann kom frá Sporting í Portúgal sumarið 2003. Það gerði hann þó á sínum tíma að dýrasta táningi í heimi. United seldi hann svo til Real Madrid sem var þá hæsta upphæð sem lið hafði greitt fyrir leikmann. Eftir á að hyggja hefði United átt að selja hann á helmingi meira. Þessir tveir komust báðir á listann hjá Neville. Segja má að myndin lýsi þeim ágætlega.EPA/MAGI HAROUN 2. sæti: Roy Keane Írinn geðþekki kostaði 3.7 milljónir punda er Sir Alex Ferguson sótti hann til Nottingham Forest árið 1993. Ótrúlegur leikmaður sem var um árabil einn sá harðast í ensku úrvalsdeildinni. Ástæðan fyrir velgengni Manchester United og ef ekki hefði verið fyrir slæm mjaðmameiðsli hefði hann enst enn lengur. Skoraði 50 mörk í ensku úrvalsdeildinni, ekki amalegt fyrir mann sem kunni bara að tækla og rífa kjaft að margra mati. Það voru fáir betri en Cantona á sínum tíma.Mynd/Nordic Photos/Getty 1.sæti: Eric Cantona Hver annar? Kóngurinn sjálfur kostaði 1.2 milljónir punda þegar honum var svo gott sem stolið af Leeds United árið 1992, þáverandi fjendum Man Utd. Einhver ótrúlegustu kaup allra tíma en Cantona lagði grunninn að ótrúlegri sigurgöngu United með Ferguson við stjórnvölin. Hann vann fjóra titla á aðeins fimm árum og var í leikbanni eina tímabilið þar sem titillinn vannst ekki. Einnig vann hann FA-bikarinn tvívegis áður en hann ákvað að kalla þetta gott og leggja skóna á hilluna rétt þrítugur að aldri. "To get a player from Leeds for £1.2m and he gets you to the title..." @GNev2 picks Eric Cantona as Manchester United's best ever Premier League signing pic.twitter.com/LV0cDbdNzr— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 15, 2021 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Athygli vekur að hann sleppti Bruno Fernandes, án efa besta leikmanns liðsins í dag og bestu fjárfestu sem Man United hefur gert undanfarin ár. 5. sæti: Nemanja Vidic Miðvörðurinn frá Serbíu kostaði sjö milljónir punda er hann var keyptur frá Spartak Moskvu árið 2006. Breytti varnarleik liðsins til hins betra og gerði lífið auðveldara fyrir Neville í hægri bakverðinum. Vann fjölda titla og þar á meðal Meistaradeild Evrópu árið 2008. Nemanja Vidic og Rio Ferdinand mynduðu eitt besta miðvarðarpar í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Aðeins annar komst á listann hjá Neville.Nordic photos/AFP 4. sæti: Wayne Rooney Núverandi stjóri Derby County í ensku B-deildinni kostaði 27 milljónir punda er hann kom frá Everton árið 2004. Hann átti eftir að borga þann pening margfalt til betra og er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 253 mörk, met sem verður möguelga aldrei slegið. 3. sæti: Cristiano Ronaldo Portúgalska ofurstjarnan kostaði litlar 12 milljónir punda er hann kom frá Sporting í Portúgal sumarið 2003. Það gerði hann þó á sínum tíma að dýrasta táningi í heimi. United seldi hann svo til Real Madrid sem var þá hæsta upphæð sem lið hafði greitt fyrir leikmann. Eftir á að hyggja hefði United átt að selja hann á helmingi meira. Þessir tveir komust báðir á listann hjá Neville. Segja má að myndin lýsi þeim ágætlega.EPA/MAGI HAROUN 2. sæti: Roy Keane Írinn geðþekki kostaði 3.7 milljónir punda er Sir Alex Ferguson sótti hann til Nottingham Forest árið 1993. Ótrúlegur leikmaður sem var um árabil einn sá harðast í ensku úrvalsdeildinni. Ástæðan fyrir velgengni Manchester United og ef ekki hefði verið fyrir slæm mjaðmameiðsli hefði hann enst enn lengur. Skoraði 50 mörk í ensku úrvalsdeildinni, ekki amalegt fyrir mann sem kunni bara að tækla og rífa kjaft að margra mati. Það voru fáir betri en Cantona á sínum tíma.Mynd/Nordic Photos/Getty 1.sæti: Eric Cantona Hver annar? Kóngurinn sjálfur kostaði 1.2 milljónir punda þegar honum var svo gott sem stolið af Leeds United árið 1992, þáverandi fjendum Man Utd. Einhver ótrúlegustu kaup allra tíma en Cantona lagði grunninn að ótrúlegri sigurgöngu United með Ferguson við stjórnvölin. Hann vann fjóra titla á aðeins fimm árum og var í leikbanni eina tímabilið þar sem titillinn vannst ekki. Einnig vann hann FA-bikarinn tvívegis áður en hann ákvað að kalla þetta gott og leggja skóna á hilluna rétt þrítugur að aldri. "To get a player from Leeds for £1.2m and he gets you to the title..." @GNev2 picks Eric Cantona as Manchester United's best ever Premier League signing pic.twitter.com/LV0cDbdNzr— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 15, 2021
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira