Klopp vill banna sínum leikmönnum að fara í landsleikina í mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 08:15 Jürgen Klopp talar við sína leikmenn í Liverpool en hann vill skiljanlega ekki missa landsliðsmennina í tíu daga sóttkví eftir landsleikjahléið. AP/Lawrence Griffiths Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur miklar áhyggjur af því að missa leikmenn í langa sóttkví eftir að þeir koma til baka úr landsliðsferðum í lok mánaðarins. Klopp vill hreinlega banna landsliðsmönnum Liverpool að fara í landsleikina í lok mars. Ástæðan er að samkvæmt sóttvarnarreglum í Bretlandi þá þurfa allir sem koma frá löndum á rauða listanum að fara í tíu daga sóttkví þegar þeir koma til landsins. Alþjóða knattspyrnusambandið segir að félögin megi banna leikmönnum að fara til móts við landsliðin sín ef þeirra bíður fimm daga eða lengri sóttkví við komuna til baka. Það er líklegt að Liverpool og fleiri lið nýti sér þetta. Klopp will ban Liverpool players from internationals if they face quarantine. By @AHunterGuardian https://t.co/K2pgjt00WE— Guardian sport (@guardian_sport) March 3, 2021 „Ég skil vel þörfina hjá landsliðum mismunandi knattspyrnusambanda en nú er tíminn þar sem er ekki hægt að halda öllum ánægðum,“ sagði Jürgen Klopp. „Félögin borga leikmönnum launin og þeir hljóta því að setja liðin sín í forgang. Það er bara ekki hægt að gera alla ánægða, endurtók Klopp og talaði líka um mögulega óvissu með staðsetningu leikjanna. Liverpool boss Jurgen Klopp says clubs agree players should not be released to play in international matches this month if they then must quarantine on their return.— Sky Sports (@SkySports) March 3, 2021 „Við erum ekki hundrað prósent viss því þetta et ekki á hreinu. Sum lönd gætu jafnvel breytt um keppnisstað áður en þau spila. Þú þarft alltaf að bíða fram á síðustu stundu því fólk þarf tíma til að taka ákvörðun,“ sagði Klopp. „Ég held að allir séu sammála um það að við getum ekki leyft þessum leikmönnum að fara og þurfa síðan að dúsa á hóteli í tíu daga þegar þeir koma til baka. Það getur ekki verið lausnin,“ sagði Klopp. Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Klopp vill hreinlega banna landsliðsmönnum Liverpool að fara í landsleikina í lok mars. Ástæðan er að samkvæmt sóttvarnarreglum í Bretlandi þá þurfa allir sem koma frá löndum á rauða listanum að fara í tíu daga sóttkví þegar þeir koma til landsins. Alþjóða knattspyrnusambandið segir að félögin megi banna leikmönnum að fara til móts við landsliðin sín ef þeirra bíður fimm daga eða lengri sóttkví við komuna til baka. Það er líklegt að Liverpool og fleiri lið nýti sér þetta. Klopp will ban Liverpool players from internationals if they face quarantine. By @AHunterGuardian https://t.co/K2pgjt00WE— Guardian sport (@guardian_sport) March 3, 2021 „Ég skil vel þörfina hjá landsliðum mismunandi knattspyrnusambanda en nú er tíminn þar sem er ekki hægt að halda öllum ánægðum,“ sagði Jürgen Klopp. „Félögin borga leikmönnum launin og þeir hljóta því að setja liðin sín í forgang. Það er bara ekki hægt að gera alla ánægða, endurtók Klopp og talaði líka um mögulega óvissu með staðsetningu leikjanna. Liverpool boss Jurgen Klopp says clubs agree players should not be released to play in international matches this month if they then must quarantine on their return.— Sky Sports (@SkySports) March 3, 2021 „Við erum ekki hundrað prósent viss því þetta et ekki á hreinu. Sum lönd gætu jafnvel breytt um keppnisstað áður en þau spila. Þú þarft alltaf að bíða fram á síðustu stundu því fólk þarf tíma til að taka ákvörðun,“ sagði Klopp. „Ég held að allir séu sammála um það að við getum ekki leyft þessum leikmönnum að fara og þurfa síðan að dúsa á hóteli í tíu daga þegar þeir koma til baka. Það getur ekki verið lausnin,“ sagði Klopp.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira