Innlit inn í nýafhjúpað Hegningarhús Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. nóvember 2021 20:22 Hegningarhúsið við Skólavörðustíg var afhjúpað fyrr í vikunni. Það hafði síðasta árið verið hulið vinnupöllum. Vísir/Arnar Hundruð milljóna króna viðgerðum á ytra byrði Hegningarhússins lauk að mestu fyrr í vikunni. Innréttingar eftir Guðjón Samúelsson fundust óvænt við framkvæmdirnar en mikil vinna er enn framundan við að koma innra byrði hússins í upprunalegt horf. Hegningarhúsið var svo mánuðum skiptir hulið vinnupöllum, hárri girðingu og plasti, en var loksins afhjúpað nú í byrjun nóvember. Á meðal þess sem tekið hefur verið í gegn er múrverkið utan á húsinu, gluggar og þak. Eitt af því stærsta sem ráðist hefur verið í innandyra er svo bygging þriggja gríðarstórra reykháfa í upprunalegri mynd. Kunnáttan ekki til á Íslandi Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði er einn af hinum umtöluðu reykháfum uppi á háalofti hússins. Halli er á reykháfunum og þeim sveigt svo þeir komi upp á nákvæmlega réttum stað í húsinu. Þeir verða ekki notaðir sem eiginleigir reykháfar heldur sem hluti af loftræstikerfi hússins. „Engir íslenskir múrarar kunnu í raun og veru þetta handverk og hér þurftu menn að þreifa sig áfram. Og þetta held ég að hafi tekist bara ljómandi vel,“ segir Hjörleifur Stefánsson, arkítekt. Hjörleifur Stefánsson arkítekt er einn þeirra sem koma að uppbyggingu í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg.Vísir/Arnar Í vesturálmu hússins er svo geymdur óvæntur fjársjóður sem fannst uppi á háalofti; innréttingar efir Guðjón Samúelsson fyrir gamla Hæstarétt, vébönd svokölluð. Hvað verður gert við þetta? „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. En ef vilji er fyrir hendi væri hægt að setja upp þessa innréttingu aftur í Hæstaréttarsalnum,“ segir Hjörleifur. Einn reykháfanna sem byggðir voru inni í húsinu. Hann samanstendur af þremur reykháfum sem hlykkjast saman í einn stóran.Vísir/Arnar Hugmyndalistinn endalaus Gríðarmikið verk er þó enn fyrir höndum. Gólfin í fangaklefunum hafa til að mynda öll verið brotin upp vegna raka. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni má sjá veggjakrot, þar sem fangi forðum daga hefur greinilega fengið útrás fyrir listræna hæfileika. Veggjakrot sem fangi hefur rist í vegg eins fangaklefans.Vísir/Arnar En hvað á að gera við húsið að loknum framkvæmdum? Hugmyndum um fangelsismálasafn hefur verið velt upp - og hugmyndalistinn er raunar nær óþrjótandi. „Að fangaklefarnir verði leigðir út til listamanna, myndlistarmanna til dæmis, sem gætu haft þar vinnuaðstöðu og selt afurðir sínar í húsinu,“ segir Hjörleifur. Mikið verk er enn fyrir höndum til að gera húsið nothæft.Vísir/Arnar Reykjavík Arkitektúr Skipulag Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Hegningarhúsið var svo mánuðum skiptir hulið vinnupöllum, hárri girðingu og plasti, en var loksins afhjúpað nú í byrjun nóvember. Á meðal þess sem tekið hefur verið í gegn er múrverkið utan á húsinu, gluggar og þak. Eitt af því stærsta sem ráðist hefur verið í innandyra er svo bygging þriggja gríðarstórra reykháfa í upprunalegri mynd. Kunnáttan ekki til á Íslandi Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði er einn af hinum umtöluðu reykháfum uppi á háalofti hússins. Halli er á reykháfunum og þeim sveigt svo þeir komi upp á nákvæmlega réttum stað í húsinu. Þeir verða ekki notaðir sem eiginleigir reykháfar heldur sem hluti af loftræstikerfi hússins. „Engir íslenskir múrarar kunnu í raun og veru þetta handverk og hér þurftu menn að þreifa sig áfram. Og þetta held ég að hafi tekist bara ljómandi vel,“ segir Hjörleifur Stefánsson, arkítekt. Hjörleifur Stefánsson arkítekt er einn þeirra sem koma að uppbyggingu í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg.Vísir/Arnar Í vesturálmu hússins er svo geymdur óvæntur fjársjóður sem fannst uppi á háalofti; innréttingar efir Guðjón Samúelsson fyrir gamla Hæstarétt, vébönd svokölluð. Hvað verður gert við þetta? „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. En ef vilji er fyrir hendi væri hægt að setja upp þessa innréttingu aftur í Hæstaréttarsalnum,“ segir Hjörleifur. Einn reykháfanna sem byggðir voru inni í húsinu. Hann samanstendur af þremur reykháfum sem hlykkjast saman í einn stóran.Vísir/Arnar Hugmyndalistinn endalaus Gríðarmikið verk er þó enn fyrir höndum. Gólfin í fangaklefunum hafa til að mynda öll verið brotin upp vegna raka. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni má sjá veggjakrot, þar sem fangi forðum daga hefur greinilega fengið útrás fyrir listræna hæfileika. Veggjakrot sem fangi hefur rist í vegg eins fangaklefans.Vísir/Arnar En hvað á að gera við húsið að loknum framkvæmdum? Hugmyndum um fangelsismálasafn hefur verið velt upp - og hugmyndalistinn er raunar nær óþrjótandi. „Að fangaklefarnir verði leigðir út til listamanna, myndlistarmanna til dæmis, sem gætu haft þar vinnuaðstöðu og selt afurðir sínar í húsinu,“ segir Hjörleifur. Mikið verk er enn fyrir höndum til að gera húsið nothæft.Vísir/Arnar
Reykjavík Arkitektúr Skipulag Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira