Fagna ákvörðun ráðherra en segja enga töfralausn í sjónarmáli Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. desember 2021 13:00 Willum Þór og Kristín Theodóra Þórarinsdóttir Vísir/Vilhelm/Aðsend Félag talmeinafræðinga á Íslandi fagnar vilja ráðherra um að fella á brott tveggja ára starfsreynsluákvæði úr rammasamningi við sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga. Formaður félagsins segir að um stórt skref sé að ræða og bindur vonir við að samningaviðræður gangi hratt og vel. Greint var frá því í gær að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefði falið Sjúkratryggingum Íslands að fella á brott ákvæði í rammasamningi við sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga sem setur tveggja ára starfsreynslu sem skilyrði fyrir greiðsluþáttöku sjúkratrygginga. Ákvæðið var upprunalega sett inn í rammasamninginn árið 2017 en gildistími samningsins rann út í lok október 2019. Frá þeim tíma hefur samningurinn verið endurnýjaður um einn mánuð í senn en viðræður um nýjan samning hafa ekki borið árangur. Talmeinafræðingar hafa gagnrýnt skilyrðið harðlega undanfarin ár og hafa viðræður um nýjan samning að mörgu leiti strandað vegna þessa. Kristín Theodóra Þórarinsdóttir, formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi, segir að ákvæðið hafi ákveðnar hindranir í för með sér. „Það felur í sér að talmeinafræðingar sem vilja starfa við talþjálfun og vera á rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands þar sem biðlistarnir eru langir, þeir hafa þurft að vinna í tvö ár annars staðar til þess að geta svo komist á rammasamning, og okkur finnst þetta mikil hindrun í þjónustu og ekki við hæfi þar sem það er mikill skortur á talmeinafræðingum,“ segir Kristín. Hún fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að taka af skarið. „Við erum bara ótrúlega ánægð og fögnum því að okkar barátta fyrir bættum kjörum og bættri þjónustu barna, meðal annars með því að afnema þetta tveggja ára ákvæði, sé að þokast áfram,“ segir Kristín. Næstu skref eru að hefja samningaviðræður við Sjúkratryggingar Íslands en starfshópur á vegum þriggja ráðuneyta sem hefur unnið að samningsmarkmiðum kemur til með að skila af sér tillögum þann 20. desember. Kristín bindur vonir við að þau geti fundað saman snemma á nýju ári en hún segir þau þó standa frammi fyrir ýmsum öðrum verkefnum. „Það er engin töfralausn í sjónmáli í rauninni. Talmeinafræðingar eru að vinna á uppsöfnuðum vanda til margra ára, stéttin er fámenn og það þarf að auka fjármagn í þennan málaflokk. Það er svo margt sem að þarf að ræða og við vonum að það gangi bara vel,“ segir Kristín. „Þetta er samvinnuverkefni margra aðila en við erum komin þetta langt og við fögnum því.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfshópi um tillögur að þjónustu talmeinafræðinga komið á laggirnar Nýr starfshópur verður stofnaður til að vinna heildstæðar tillögur um þjónustu talmeinafræðinga við börn en heilbrigðisráðherra hefur samþykkt minnisblað þess efnis. 11. nóvember 2021 16:44 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Greint var frá því í gær að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefði falið Sjúkratryggingum Íslands að fella á brott ákvæði í rammasamningi við sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga sem setur tveggja ára starfsreynslu sem skilyrði fyrir greiðsluþáttöku sjúkratrygginga. Ákvæðið var upprunalega sett inn í rammasamninginn árið 2017 en gildistími samningsins rann út í lok október 2019. Frá þeim tíma hefur samningurinn verið endurnýjaður um einn mánuð í senn en viðræður um nýjan samning hafa ekki borið árangur. Talmeinafræðingar hafa gagnrýnt skilyrðið harðlega undanfarin ár og hafa viðræður um nýjan samning að mörgu leiti strandað vegna þessa. Kristín Theodóra Þórarinsdóttir, formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi, segir að ákvæðið hafi ákveðnar hindranir í för með sér. „Það felur í sér að talmeinafræðingar sem vilja starfa við talþjálfun og vera á rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands þar sem biðlistarnir eru langir, þeir hafa þurft að vinna í tvö ár annars staðar til þess að geta svo komist á rammasamning, og okkur finnst þetta mikil hindrun í þjónustu og ekki við hæfi þar sem það er mikill skortur á talmeinafræðingum,“ segir Kristín. Hún fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að taka af skarið. „Við erum bara ótrúlega ánægð og fögnum því að okkar barátta fyrir bættum kjörum og bættri þjónustu barna, meðal annars með því að afnema þetta tveggja ára ákvæði, sé að þokast áfram,“ segir Kristín. Næstu skref eru að hefja samningaviðræður við Sjúkratryggingar Íslands en starfshópur á vegum þriggja ráðuneyta sem hefur unnið að samningsmarkmiðum kemur til með að skila af sér tillögum þann 20. desember. Kristín bindur vonir við að þau geti fundað saman snemma á nýju ári en hún segir þau þó standa frammi fyrir ýmsum öðrum verkefnum. „Það er engin töfralausn í sjónmáli í rauninni. Talmeinafræðingar eru að vinna á uppsöfnuðum vanda til margra ára, stéttin er fámenn og það þarf að auka fjármagn í þennan málaflokk. Það er svo margt sem að þarf að ræða og við vonum að það gangi bara vel,“ segir Kristín. „Þetta er samvinnuverkefni margra aðila en við erum komin þetta langt og við fögnum því.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfshópi um tillögur að þjónustu talmeinafræðinga komið á laggirnar Nýr starfshópur verður stofnaður til að vinna heildstæðar tillögur um þjónustu talmeinafræðinga við börn en heilbrigðisráðherra hefur samþykkt minnisblað þess efnis. 11. nóvember 2021 16:44 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Starfshópi um tillögur að þjónustu talmeinafræðinga komið á laggirnar Nýr starfshópur verður stofnaður til að vinna heildstæðar tillögur um þjónustu talmeinafræðinga við börn en heilbrigðisráðherra hefur samþykkt minnisblað þess efnis. 11. nóvember 2021 16:44