Bubbi um Baggalút: „Menn sjá hvað er í gangi en gera ekkert“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. desember 2021 21:09 Bubbi Morthens er ósáttur með að tónlistarmenn geti ekki virt samkomutakmarkanir stjórnvalda. vísir/vilhelm Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens gagnrýnir viðburðarhaldara sem geta ekki virt sóttvarnatakmarkanir í færslu sinni á Facebook og óttast að þetta kunni að verða til þess að þær verði hertar enn frekar. Eins og Vísir greindi frá í dag þurfti lögregla að skipta sér af því þegar sóttvarnareglur voru brotnar á Baggalútstónleikum í gærkvöldi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að tónleikagestir hefðu verið verulega ölvaðir og ekki fylgt reglunum. „Við veittum því til dæmis athygli á Baggalútstónleikunum að það var talsverð ölvun á mannskapnum sem var að koma. Um leið og þú ert orðinn ölvaður þá áttu erfiðara með að fara eftir reglum, vera með grímur og svona. Þetta eru reglurnar.“ Bitnar á öðrum Bubbi Morthens tjáði sig síðan um málið á Facebook þar sem hann lýsir yfir vonbrigðum sínum með málið. „Djöfull er það súrt að kollegar geti ekki séð til þess að sóttvarnareglur séu virtar á tónleikum kvöld eftir kvöld,“ skrifar Bubbi. „Menn sjá hvað er í gangi en gera ekkert. Þetta bitnar á öðrum í bransanum,“ segir hann, greinilega hræddur um að útbreiðsla veirunnar, sem virðist mikil þessa dagana, verði til þess að stjórnvöld ákveði að herða enn meira á takmörkunum nú rétt fyrir hátíðirnar. Það gæti þýtt: engir fleiri tónleikar á næstunni. Hljómsveitin Baggalútur heldur árlega jólatónleika. Og spurður hvernig tónlistarmenn á sviði eigi að hafa stjórn á gestum sínum segir Bubbi í athugasemd við færslu sína: „Þegar fólk fær að fara með litla bjórkassa sem eru seldir við inngang inní sal, þegar fólk þvælist milli hólfa, þegar fólk tekur niður grímur og engin gerir neitt. Þetta er kvöld eftir kvöld.“ Þegar menn sjái að það sé í gangi séu þeir augljóslega ekki að vanda til verka. Hrósa Bó Þegar rætt var við Jóhann Karl hjá lögreglunni í morgun sagði hann að lögregla hafi verið með eftirlit á tveimur stöðum í gærkvöldi, bæði hjá Baggalút í Háskólabíói en einnig á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar, Jólagestum Björgvins. Þar virtist hins vegar allt vera upp á tíu. „Höllin var með allt á tæru hjá Bó,“ sagði Jóhann Karl. Jólatónleikar Björgvins Halldórssonar eru löngu orðnir að árlegri jólahefð margra Íslendinga.Mynd/Einkasafn Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í dag þurfti lögregla að skipta sér af því þegar sóttvarnareglur voru brotnar á Baggalútstónleikum í gærkvöldi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að tónleikagestir hefðu verið verulega ölvaðir og ekki fylgt reglunum. „Við veittum því til dæmis athygli á Baggalútstónleikunum að það var talsverð ölvun á mannskapnum sem var að koma. Um leið og þú ert orðinn ölvaður þá áttu erfiðara með að fara eftir reglum, vera með grímur og svona. Þetta eru reglurnar.“ Bitnar á öðrum Bubbi Morthens tjáði sig síðan um málið á Facebook þar sem hann lýsir yfir vonbrigðum sínum með málið. „Djöfull er það súrt að kollegar geti ekki séð til þess að sóttvarnareglur séu virtar á tónleikum kvöld eftir kvöld,“ skrifar Bubbi. „Menn sjá hvað er í gangi en gera ekkert. Þetta bitnar á öðrum í bransanum,“ segir hann, greinilega hræddur um að útbreiðsla veirunnar, sem virðist mikil þessa dagana, verði til þess að stjórnvöld ákveði að herða enn meira á takmörkunum nú rétt fyrir hátíðirnar. Það gæti þýtt: engir fleiri tónleikar á næstunni. Hljómsveitin Baggalútur heldur árlega jólatónleika. Og spurður hvernig tónlistarmenn á sviði eigi að hafa stjórn á gestum sínum segir Bubbi í athugasemd við færslu sína: „Þegar fólk fær að fara með litla bjórkassa sem eru seldir við inngang inní sal, þegar fólk þvælist milli hólfa, þegar fólk tekur niður grímur og engin gerir neitt. Þetta er kvöld eftir kvöld.“ Þegar menn sjái að það sé í gangi séu þeir augljóslega ekki að vanda til verka. Hrósa Bó Þegar rætt var við Jóhann Karl hjá lögreglunni í morgun sagði hann að lögregla hafi verið með eftirlit á tveimur stöðum í gærkvöldi, bæði hjá Baggalút í Háskólabíói en einnig á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar, Jólagestum Björgvins. Þar virtist hins vegar allt vera upp á tíu. „Höllin var með allt á tæru hjá Bó,“ sagði Jóhann Karl. Jólatónleikar Björgvins Halldórssonar eru löngu orðnir að árlegri jólahefð margra Íslendinga.Mynd/Einkasafn
Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira