Börn skila sér illa til tannlækna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. janúar 2022 13:06 Tannlæknar hafa áhyggjur af því að þúsundir barna skili sér ekki til tannlækna í tanneftirlit. Talið er að þetta séu um 5 þúsund börn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tannlæknar hafa verulegar áhyggjur af því að þúsundir barna skili sér ekki í reglulegt eftirlit til tannlækna. Á sama tíma eru tannlækningar barna ókeypis fyrir utan árlegt 2.500 krónu komugjald sem greitt er einu sinni á 12 mánaða tímabili. Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku, sem hefst á morgun og stendur til 4. febrúar, með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni. Þá á að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri að tannlækningar barna eru svo til gjaldfrjálsar. Þrátt fyrir gjaldfrjálsar tannlækningar barna yngri en 18 ára þá hafa tannlæknar áhyggjur af því hvað mörg börn mæta aldrei til tannlækna í reglulegt eftirlit. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir er formaður Tannlæknafélags Íslands „Kerfið er þannig á Íslandi að öll börn eiga rétt á tannlæknaþjónustu og hún er gjaldfrjáls að undanskildum 2.500 krónum, sem eru greiddar bara einu sinni á ári. Við köllum þetta komugjald en það er kannski rangnefni því þetta er bara greitt einu sinni á ári, þetta er ekki greitt í hverri komu. Það er náttúrlega áburðahluti foreldranna að koma með börnin í þetta reglulega eftirlit og sinna þessu,“ segir Jóhanna Bryndís. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku dagana 31. janúar - 4. febrúar með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni.Aðsend Jóhanna Bryndís segir að það sé nokkuð vel vitað hvað hópurinn er stór af börnum, sem koma aldrei í eftirlit til tannlækna. „Já, við teljum að þetta séu jafnvel hátt í fimm þúsund börn á Íslandi, sem koma ekki í árlegt eftirlit.“ Börn af erlendum uppruna skila sér líka illa til tannlækna. „Þetta er ört stækkandi hópur á Íslandi þar sem íslenska er ekki móðurmál foreldranna og þá er bara virkilega mikilvægt að fræðslan og forvarnirnar séu á þeim tungumálum, sem að þau skilja. Það eru öll börn velkomin til tannlækna á Íslandi,“ segir formaður Tannlæknafélags Íslands. Nánari upplýsingar um tannverndarvikuna 2022 Í tannverndarviku er foreldrum og forráðamönnum bent á að kostnaður vegna almennra tannlækninga barna er greiddur af Sjúkratryggingum Íslands, fyrir utan 2.500 kr. árlegt komugjald sem greitt er einu sinni á 12 mánaða tímabili. Gjaldfrjálsar tannlækningar ná yfir eftirlit, forvarnir, flúormeðferð, skorufyllur, tannfyllingar, rótfyllingar og annað sem telst til nauðsynlegra tannlækninga barna yngri en 18 ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku, sem hefst á morgun og stendur til 4. febrúar, með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni. Þá á að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri að tannlækningar barna eru svo til gjaldfrjálsar. Þrátt fyrir gjaldfrjálsar tannlækningar barna yngri en 18 ára þá hafa tannlæknar áhyggjur af því hvað mörg börn mæta aldrei til tannlækna í reglulegt eftirlit. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir er formaður Tannlæknafélags Íslands „Kerfið er þannig á Íslandi að öll börn eiga rétt á tannlæknaþjónustu og hún er gjaldfrjáls að undanskildum 2.500 krónum, sem eru greiddar bara einu sinni á ári. Við köllum þetta komugjald en það er kannski rangnefni því þetta er bara greitt einu sinni á ári, þetta er ekki greitt í hverri komu. Það er náttúrlega áburðahluti foreldranna að koma með börnin í þetta reglulega eftirlit og sinna þessu,“ segir Jóhanna Bryndís. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku dagana 31. janúar - 4. febrúar með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni.Aðsend Jóhanna Bryndís segir að það sé nokkuð vel vitað hvað hópurinn er stór af börnum, sem koma aldrei í eftirlit til tannlækna. „Já, við teljum að þetta séu jafnvel hátt í fimm þúsund börn á Íslandi, sem koma ekki í árlegt eftirlit.“ Börn af erlendum uppruna skila sér líka illa til tannlækna. „Þetta er ört stækkandi hópur á Íslandi þar sem íslenska er ekki móðurmál foreldranna og þá er bara virkilega mikilvægt að fræðslan og forvarnirnar séu á þeim tungumálum, sem að þau skilja. Það eru öll börn velkomin til tannlækna á Íslandi,“ segir formaður Tannlæknafélags Íslands. Nánari upplýsingar um tannverndarvikuna 2022 Í tannverndarviku er foreldrum og forráðamönnum bent á að kostnaður vegna almennra tannlækninga barna er greiddur af Sjúkratryggingum Íslands, fyrir utan 2.500 kr. árlegt komugjald sem greitt er einu sinni á 12 mánaða tímabili. Gjaldfrjálsar tannlækningar ná yfir eftirlit, forvarnir, flúormeðferð, skorufyllur, tannfyllingar, rótfyllingar og annað sem telst til nauðsynlegra tannlækninga barna yngri en 18 ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira