Rúmlega 2.500 ungmenni ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun Eiður Þór Árnason skrifar 18. maí 2022 10:28 Nokkur munur er á hlutfalli þeirra sem ekki eru í vinnu, námi eða starfsþjálfun eftir aldri. Vísir/vilhelm Árið 2021 er áætlað að 6,3% ungs fólks á aldrinum 16 til 24 ára hafi ekki verið í vinnu, námi eða starfsþjálfun. Jafngildir það því að þetta hafi átt við um rúmlega 2.500 ungmenni í fyrra. Á síðustu tíu árum var hlutfallið lægst 4,9% árið 2017 en hæst 7,4% árið 2020. Hlutfallið lækkar úr 7,4% í 6,3% milli 2020 og 2021 en það tók stökk árið sem kórónuveirufaraldurinn braust út hér á landi. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands en nokkur munur er á hlutfalli þeirra sem ekki eru í vinnu, námi eða starfsþjálfun eftir aldri. Hlutfallið er töluvert lægra meðal fólks á aldrinum 16 til 19 ára en stór hluti þess stundar nám. „Á síðustu fimm árum var hlutfall ungs fólks á aldrinum 16-19 ára, sem ekki eru í vinnu, námi eða starfsþjálfun, hæst 4,5% árið 2020 en lægst 2,7% árið 2021 og hefur hlutfallið ekki verið lægra frá árinu 2004 innan þessa aldurshóps. Á síðustu fimm árum hefur hlutfall þeirra sem ekki eru í vinnu, námi eða starfsþjálfun hækkað á meðal ungs fólks á aldrinum 20-24 ára úr 6,2% árið 2017 í 9% árið 2021,“ segir í samantektinni. Hlutfallið hæst árið 2020 Að sögn Hagstofunnar voru 9,8% innflytjenda ekki í námi, vinnu eða starfsþjálfun árið 2021 en á síðustu tíu árum var hlutfallið lægst 1,1% árið 2016 og hæst 16,5% árið 2012. Hlutfall þeirra sem voru með íslenskan bakgrunn á aldrinum 16 til 24 ára, sem voru ekki í námi, vinnu eða starfsþjálfun, var 6% árið 2021. Á undanförnum tíu árum var hlutfallið lægst 5% árið 2017 og hæst 7,4% árið 2020. Með innflytjanda á Hagstofan við einstakling sem er fæddur erlendis, á foreldra sem báðir eru fæddir erlendis auk þess að eiga afa og ömmur sem öll eru fædd erlendis. Innlendir geta verið einstaklingar með engan erlendan bakgrunn, einstaklingar með engan erlendan bakgrunn sem eru fæddir erlendis, einstaklingar sem eru fæddir á Íslandi og annað foreldri er erlent, og einstaklingar sem eru fæddir erlendis, eiga foreldra sem fæddir eru erlendis en a.m.k. eina ömmu eða afa sem fædd/ur er á Íslandi. Annarrar kynslóðar innflytjendur flokkast sem innlendir. Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Á síðustu tíu árum var hlutfallið lægst 4,9% árið 2017 en hæst 7,4% árið 2020. Hlutfallið lækkar úr 7,4% í 6,3% milli 2020 og 2021 en það tók stökk árið sem kórónuveirufaraldurinn braust út hér á landi. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands en nokkur munur er á hlutfalli þeirra sem ekki eru í vinnu, námi eða starfsþjálfun eftir aldri. Hlutfallið er töluvert lægra meðal fólks á aldrinum 16 til 19 ára en stór hluti þess stundar nám. „Á síðustu fimm árum var hlutfall ungs fólks á aldrinum 16-19 ára, sem ekki eru í vinnu, námi eða starfsþjálfun, hæst 4,5% árið 2020 en lægst 2,7% árið 2021 og hefur hlutfallið ekki verið lægra frá árinu 2004 innan þessa aldurshóps. Á síðustu fimm árum hefur hlutfall þeirra sem ekki eru í vinnu, námi eða starfsþjálfun hækkað á meðal ungs fólks á aldrinum 20-24 ára úr 6,2% árið 2017 í 9% árið 2021,“ segir í samantektinni. Hlutfallið hæst árið 2020 Að sögn Hagstofunnar voru 9,8% innflytjenda ekki í námi, vinnu eða starfsþjálfun árið 2021 en á síðustu tíu árum var hlutfallið lægst 1,1% árið 2016 og hæst 16,5% árið 2012. Hlutfall þeirra sem voru með íslenskan bakgrunn á aldrinum 16 til 24 ára, sem voru ekki í námi, vinnu eða starfsþjálfun, var 6% árið 2021. Á undanförnum tíu árum var hlutfallið lægst 5% árið 2017 og hæst 7,4% árið 2020. Með innflytjanda á Hagstofan við einstakling sem er fæddur erlendis, á foreldra sem báðir eru fæddir erlendis auk þess að eiga afa og ömmur sem öll eru fædd erlendis. Innlendir geta verið einstaklingar með engan erlendan bakgrunn, einstaklingar með engan erlendan bakgrunn sem eru fæddir erlendis, einstaklingar sem eru fæddir á Íslandi og annað foreldri er erlent, og einstaklingar sem eru fæddir erlendis, eiga foreldra sem fæddir eru erlendis en a.m.k. eina ömmu eða afa sem fædd/ur er á Íslandi. Annarrar kynslóðar innflytjendur flokkast sem innlendir.
Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira