Völlurinn í tætlum eftir innbrot Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2022 08:30 Home Park, heimavöllur Plymouth Argyle. Verið var að endurnýja grasið á vellinum en ljóst er að skemmdarverkin munu auka kostnaðinn við það. Plymouth Argyle Plymouth Argyle lenti í miður skemmtilegu atviki um helgina en brotist var inn á leikvang þess og gras vallarins tætt sundur og saman. Plymouth er líklega hvað frægast hér á landi fyrir að vera eitt af liðunum sem fyrrverandi landsliðsmaðurinn Kári Árnason spilaði fyrir. Í dag leikur liðið í C-deildinni á Englandi en stefnir á að komast upp í B-deildina sem fyrst. Um helgina var brotist inn á heimavöll liðsins, Home Park. Óprúttnir aðilar komu sér yfir girðinguna sem umlykur völlinn, brutust inn í áhaldaskúr og fóru í kjölfarið í skemmtiferð á traktor sem þar var að finna. Gras vallarins er einfaldlega í tætlum eftir skemmtiferðina. Einnig virðist sem önnur áhöld hafi verið notuð við skemmdarverkin. Break In and Pitch Damage @homeparkstadium The club has today reported criminal damage at Home Park following a break-in at the stadium on the night of Saturday, 4 June.Please read full details below, and help if you have any information https://t.co/hxKMZBASvg #pafc— Plymouth Argyle FC (@argyle) June 5, 2022 Í yfirlýsingu Plymouth segir að endurnýjun á grasi vallarins hafi staðið yfir en nú þurfi félagið að fara í dýrar endurbætur til að hægt verði að spila á vellinum næsta haust. Félagið hefur óskað eftir aðstoð lögreglu og er tilbuið að verðlauna hvern þann sem getur veitt upplýsingar um innbrotsþjófana. Einnig segir í yfirlýsingu félagsins að innbrotsþjófarnir hafi haft vitneskju um hvernig hlutum er háttað á vellinum þar sem þeir vissu hvar væri auðveldast að komast inn á völlinn og hvaða tól þyrfti til að brjótast inn í áhaldaskúrinn. Plymouth Argyle endaði í 7. sæti League 1 – ensku C-deildarinnar – á síðustu leiktíð. Var liðið aðeins þremur stigum á eftir Wycombe Wanderers sem fór í umspil um sæti í ensku B-deildinni. Sunderland – sem á endanum komst upp í B-deildina – var aðeins fjórum stigum fyrir ofan Plymouth og ljóst að Pílagrímarnir stefna upp um deild næsta vor. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Plymouth er líklega hvað frægast hér á landi fyrir að vera eitt af liðunum sem fyrrverandi landsliðsmaðurinn Kári Árnason spilaði fyrir. Í dag leikur liðið í C-deildinni á Englandi en stefnir á að komast upp í B-deildina sem fyrst. Um helgina var brotist inn á heimavöll liðsins, Home Park. Óprúttnir aðilar komu sér yfir girðinguna sem umlykur völlinn, brutust inn í áhaldaskúr og fóru í kjölfarið í skemmtiferð á traktor sem þar var að finna. Gras vallarins er einfaldlega í tætlum eftir skemmtiferðina. Einnig virðist sem önnur áhöld hafi verið notuð við skemmdarverkin. Break In and Pitch Damage @homeparkstadium The club has today reported criminal damage at Home Park following a break-in at the stadium on the night of Saturday, 4 June.Please read full details below, and help if you have any information https://t.co/hxKMZBASvg #pafc— Plymouth Argyle FC (@argyle) June 5, 2022 Í yfirlýsingu Plymouth segir að endurnýjun á grasi vallarins hafi staðið yfir en nú þurfi félagið að fara í dýrar endurbætur til að hægt verði að spila á vellinum næsta haust. Félagið hefur óskað eftir aðstoð lögreglu og er tilbuið að verðlauna hvern þann sem getur veitt upplýsingar um innbrotsþjófana. Einnig segir í yfirlýsingu félagsins að innbrotsþjófarnir hafi haft vitneskju um hvernig hlutum er háttað á vellinum þar sem þeir vissu hvar væri auðveldast að komast inn á völlinn og hvaða tól þyrfti til að brjótast inn í áhaldaskúrinn. Plymouth Argyle endaði í 7. sæti League 1 – ensku C-deildarinnar – á síðustu leiktíð. Var liðið aðeins þremur stigum á eftir Wycombe Wanderers sem fór í umspil um sæti í ensku B-deildinni. Sunderland – sem á endanum komst upp í B-deildina – var aðeins fjórum stigum fyrir ofan Plymouth og ljóst að Pílagrímarnir stefna upp um deild næsta vor.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira