Lukaku gæti snúið aftur til Inter og Sterling farið til Chelsea í staðinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júní 2022 11:30 Romelu Lukaku gæti snúið aftur til Ítalíu. Robin Jones/Getty Images Svo virðist sem belgíski framherjinn Romelu Lukaku sé við það að ganga í raðir Inter á Ítalíu á láni, tæpu ári eftir að hann varð dýrasti leikmaður Chelsea frá upphafi. Þá hefur Chelsea áhuga á að fá Raheem Sterling, framherja Englandsmeistara Manchester City, í sínar raðir. Chelsea keypti Lukaku til liðsins frá Inter í ágúst á síðasta ári fyrir 97,5 milljónir punda. Með Inter varð Lukaku Ítalíumeistari og hefur ekki farið leynt með það hversu vel honum leið hjá ítalska stórveldinu. Samkvæmt hinum ýmsu miðlum á Bretlandseyjum virðist nú sem það sé aðeins tímaspursmál hvenær Lukaku verði kynntur sem leikmaður Inter á nýjan leik. Sky Sports er meðal þeirra miðla sem greina frá. Lögræðingur leikmannsinns, Sebastien Ledure, sér um samningaviðræður fyrir hönd Lukaku þar sem samningur framherjans við umboðsmanninn sinn rennur út um mánaðarmótin. Félögin tvö, Chelsea og Inter, ræddu um hvernig lánssamningi leikmannsinns yrði háttað, en talið er að um fimm milljónum punda muni á því sem Chelsea vill og því sem Inter er tilbúið að borga. Talið er að Chelsea vilji fá tíu milljónir punda, en Inter sé tilbúið að bjóða fimm milljónir í lánsfé. Romelu Lukaku deal. Inter and Chelsea are still in talks on the loan fee value after €10m plus add-ons price tag discussed yesterday. Inter are confident and pushing to get it done very soon. 🔵🇧🇪 #CFC Chelsea would save Lukaku's full salary and receive fee for one year loan.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 20, 2022 Ef samningar nást á milli Chelsea og Inter þá losar það um umtalsverða fjármuni sem Chelsea getur nýtt í leikmannakaup og launakostnað, enda borgar Lundúnaliðið leikmanninum 350 þúsund pund á viku. Forráðamenn Chelsea eru þá nokkuð vissir um að þeir geti lokkað Raheem Sterling, framherja Englandsmeistara Manchester City, til liðsins. Samkvæmt heimildarmönnum Sky Sports þarf Chelsea að reiða fram um 60 milljónir punda til að klófesta Sterling sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá City. Þessir sömu heimildarmenn segja þó einnig að forráðamönnum Chelsea þyki 35 milljónir punda sanngjarnara verð. Það væri þá svipuð upphæð og Bayern München greiðir fyrir Sadio Mané frá Liverpool sem einnig á eitt ár eftir af samningi sínum hjá þeim rauðklæddu. Raheem Sterling gæti verið á leið frá Englandsmeisturum Manchester City.Shaun Botterill/Getty Images Enski boltinn Tengdar fréttir Sterling sterklega orðaður við Chelsea Fram kemur í enskum fjölmiðlum að enski landsliðsmaðurinn í fótbolta Raheem Sterling gæti verið á leiðinni frá Manchester City til Chelsea. 10. júní 2022 07:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Chelsea keypti Lukaku til liðsins frá Inter í ágúst á síðasta ári fyrir 97,5 milljónir punda. Með Inter varð Lukaku Ítalíumeistari og hefur ekki farið leynt með það hversu vel honum leið hjá ítalska stórveldinu. Samkvæmt hinum ýmsu miðlum á Bretlandseyjum virðist nú sem það sé aðeins tímaspursmál hvenær Lukaku verði kynntur sem leikmaður Inter á nýjan leik. Sky Sports er meðal þeirra miðla sem greina frá. Lögræðingur leikmannsinns, Sebastien Ledure, sér um samningaviðræður fyrir hönd Lukaku þar sem samningur framherjans við umboðsmanninn sinn rennur út um mánaðarmótin. Félögin tvö, Chelsea og Inter, ræddu um hvernig lánssamningi leikmannsinns yrði háttað, en talið er að um fimm milljónum punda muni á því sem Chelsea vill og því sem Inter er tilbúið að borga. Talið er að Chelsea vilji fá tíu milljónir punda, en Inter sé tilbúið að bjóða fimm milljónir í lánsfé. Romelu Lukaku deal. Inter and Chelsea are still in talks on the loan fee value after €10m plus add-ons price tag discussed yesterday. Inter are confident and pushing to get it done very soon. 🔵🇧🇪 #CFC Chelsea would save Lukaku's full salary and receive fee for one year loan.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 20, 2022 Ef samningar nást á milli Chelsea og Inter þá losar það um umtalsverða fjármuni sem Chelsea getur nýtt í leikmannakaup og launakostnað, enda borgar Lundúnaliðið leikmanninum 350 þúsund pund á viku. Forráðamenn Chelsea eru þá nokkuð vissir um að þeir geti lokkað Raheem Sterling, framherja Englandsmeistara Manchester City, til liðsins. Samkvæmt heimildarmönnum Sky Sports þarf Chelsea að reiða fram um 60 milljónir punda til að klófesta Sterling sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá City. Þessir sömu heimildarmenn segja þó einnig að forráðamönnum Chelsea þyki 35 milljónir punda sanngjarnara verð. Það væri þá svipuð upphæð og Bayern München greiðir fyrir Sadio Mané frá Liverpool sem einnig á eitt ár eftir af samningi sínum hjá þeim rauðklæddu. Raheem Sterling gæti verið á leið frá Englandsmeisturum Manchester City.Shaun Botterill/Getty Images
Enski boltinn Tengdar fréttir Sterling sterklega orðaður við Chelsea Fram kemur í enskum fjölmiðlum að enski landsliðsmaðurinn í fótbolta Raheem Sterling gæti verið á leiðinni frá Manchester City til Chelsea. 10. júní 2022 07:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Sterling sterklega orðaður við Chelsea Fram kemur í enskum fjölmiðlum að enski landsliðsmaðurinn í fótbolta Raheem Sterling gæti verið á leiðinni frá Manchester City til Chelsea. 10. júní 2022 07:00