Til Chelsea fyrir metfé og véfréttin fagnar sigri Sindri Sverrisson skrifar 5. ágúst 2022 13:00 Marc Cucurella er orðinn leikmaður Chelsea og verður mögulega með liðinu gegn Everton á morgun. Chelsea FC Vinstri bakvörðurinn Marc Cucurella var í dag kynntur sem nýjasti leikmaður Chelsea en félagið er sagt greiða Brighton alls um 62 milljónir punda fyrir leikmanninn þegar allt er talið. Á heimasíðu Brighton er staðfest að um metfé er að ræða í sögu félagsins og aldrei hefur hærra fé verið greitt fyrir vinstri bakvörð. Aðeins tveir dagar eru síðan að Brighton fullyrti að þvert gegn fréttum ýmissa fjölmiðla væri ekkert samkomulag í höfn við nokkurt félag varðandi sölu á Cucurella. Þau tíðindi urðu til þess að ýmsir töldu félagaskiptavéfréttina Fabrizio Romano, sem hreinlega virðist sjá allt og heyra þegar kemur að félagaskiptum í knattspyrnuheiminum, hafa brugðist eða logið að fylgjendum sínum. Romano sagði þá að það ætti eftir að koma í ljós hver hefði logið og reyndist svo hafa rétt fyrir sér um að Cucurella færi til Chelsea. Hann sagði svo frá því í dag að kaupverðið næmi 55 milljónum punda auk 7 milljóna viðbótargreiðslna, og er samningur Cucurella við nýja félagið til næstu sex ára. Marc Cucurella deal details #CFC Chelsra pay £55m guaranteed fee plus £7m add-ons; Record transfer fee for a left back; Cucurella signs until 2028; Brighton sign Lewi Colwill on a loan deal without buy option.Here s Cucu first pic as new Chelsea player pic.twitter.com/aFlce1gQmK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 5, 2022 Cucurella, sem er 24 ára Spánverji, átti stórgott fyrsta tímabil á Englandi á síðustu leiktíð. Hjá Chelsea eru þó fyrir afar góðir vinstri bakverðir, þeir Ben Chilwell og Marcos Alonso. Alonso er aftur á móti á förum til Barcelona ef að líkum lætur en samkeppnin verður væntanlega mikil á milli Cucurella og Chilwell sem glímdi mikið við meiðsli á síðustu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Á heimasíðu Brighton er staðfest að um metfé er að ræða í sögu félagsins og aldrei hefur hærra fé verið greitt fyrir vinstri bakvörð. Aðeins tveir dagar eru síðan að Brighton fullyrti að þvert gegn fréttum ýmissa fjölmiðla væri ekkert samkomulag í höfn við nokkurt félag varðandi sölu á Cucurella. Þau tíðindi urðu til þess að ýmsir töldu félagaskiptavéfréttina Fabrizio Romano, sem hreinlega virðist sjá allt og heyra þegar kemur að félagaskiptum í knattspyrnuheiminum, hafa brugðist eða logið að fylgjendum sínum. Romano sagði þá að það ætti eftir að koma í ljós hver hefði logið og reyndist svo hafa rétt fyrir sér um að Cucurella færi til Chelsea. Hann sagði svo frá því í dag að kaupverðið næmi 55 milljónum punda auk 7 milljóna viðbótargreiðslna, og er samningur Cucurella við nýja félagið til næstu sex ára. Marc Cucurella deal details #CFC Chelsra pay £55m guaranteed fee plus £7m add-ons; Record transfer fee for a left back; Cucurella signs until 2028; Brighton sign Lewi Colwill on a loan deal without buy option.Here s Cucu first pic as new Chelsea player pic.twitter.com/aFlce1gQmK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 5, 2022 Cucurella, sem er 24 ára Spánverji, átti stórgott fyrsta tímabil á Englandi á síðustu leiktíð. Hjá Chelsea eru þó fyrir afar góðir vinstri bakverðir, þeir Ben Chilwell og Marcos Alonso. Alonso er aftur á móti á förum til Barcelona ef að líkum lætur en samkeppnin verður væntanlega mikil á milli Cucurella og Chilwell sem glímdi mikið við meiðsli á síðustu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira