Rabiot á að leysa vandræðin á miðsvæði Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. ágúst 2022 09:14 Adrien Rabiot (til hægri) er nú orðaður við Manchester United. EPA-EFE/CLAUDIO PERI Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United vill fá hinn 27 ára gamla Adrien Rabiot frá Juventus. Á hann að leysa vandræði liðsins á miðsvæðinu en Man United hóf ensku úrvalsdeildina á 1-2 tapi á heimavelli gegn Brighton & Hove Albion. Man United hefur ekki gengið sem skyldi á félagaskiptamarkaðnum í sumar og er leikmannahópur liðsins mögulega slakari á þessari leiktíð en því síðasta. Í leiknum gegn Brighton var Fred og Scott McTomiany stillt upp á miðri miðjunni með Bruno Fernandes fyrir framan þá og svo Christian Eriksen einan upp á topp. Það kemur því lítið á óvart að félagið virðist vera tilbúið að fá nánasthvern sem er inn. Því til sönnunar má benda á að Marko Arnautović - leikmaður Bologna á Ítalíu - er nú orðaður við Man Utd. Nú greinir The Athletic frá því að Man United sé að vinna hörðum höndum að því að sækja Rabiot frá Juventus þar sem hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Erik Ten Hag hefur ekki farið leynt með ást sína á Frenkie De Jong, miðjumanni Barcelona, og var talið að félögin hefðu komist að samkomulagi í síðasta mánuði. De Jong er hins vegar enn leikmaður Barcelona og Man United getur var beðið mikið lengur með að styrkja miðsvæði sitt. Rabiot hefur verið í herbúðum Juventus frá árinu 2019 en þar áður lék hann með París Saint-Germain. Hann var í lykilhlutverki framan af ferli sínu með Juventus en talið var að koma landa hans Paul Pogba – sem kom á frjálsri sölu frá Man Utd – myndi hefta tækifæri Rabiot. Einnig var talið að Juventus þyrfti að losa leikmanninn af launaskrá svo hægt væri að fá inn nýja leikmenn. EXCL: Man Utd United working on deal to sign Adrien Rabiot from Juventus. #MUFC must decide if they proceed irrespective of ongoing De Jong pursuit or await outcome of that before deciding. 27yo France midfielder has 1yr on #Juve contract @TheAthleticUK https://t.co/kUM6VeImK7— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2022 Paul Pogba er hins vegar meiddur næstu mánuði og því gæti Rabiot fengið sín tækifæri með Juventus í vetur. Hann spilaði til að mynda 45 mínútur er liðið steinlá 4-0 gegn Atlético Madríd í vináttuleik nú um helgina. Hvort Rabiot hafi svo áhuga á að ganga til liðs við Man United eins og staðan er í dag er allt önnur spurning en talið er að þó nokkur lið hafi áhuga á þessum franska miðvallarleikmanni sem hefur spilað alls 29 sinnum fyrir A-landslið Frakklands. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Man United hefur ekki gengið sem skyldi á félagaskiptamarkaðnum í sumar og er leikmannahópur liðsins mögulega slakari á þessari leiktíð en því síðasta. Í leiknum gegn Brighton var Fred og Scott McTomiany stillt upp á miðri miðjunni með Bruno Fernandes fyrir framan þá og svo Christian Eriksen einan upp á topp. Það kemur því lítið á óvart að félagið virðist vera tilbúið að fá nánasthvern sem er inn. Því til sönnunar má benda á að Marko Arnautović - leikmaður Bologna á Ítalíu - er nú orðaður við Man Utd. Nú greinir The Athletic frá því að Man United sé að vinna hörðum höndum að því að sækja Rabiot frá Juventus þar sem hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Erik Ten Hag hefur ekki farið leynt með ást sína á Frenkie De Jong, miðjumanni Barcelona, og var talið að félögin hefðu komist að samkomulagi í síðasta mánuði. De Jong er hins vegar enn leikmaður Barcelona og Man United getur var beðið mikið lengur með að styrkja miðsvæði sitt. Rabiot hefur verið í herbúðum Juventus frá árinu 2019 en þar áður lék hann með París Saint-Germain. Hann var í lykilhlutverki framan af ferli sínu með Juventus en talið var að koma landa hans Paul Pogba – sem kom á frjálsri sölu frá Man Utd – myndi hefta tækifæri Rabiot. Einnig var talið að Juventus þyrfti að losa leikmanninn af launaskrá svo hægt væri að fá inn nýja leikmenn. EXCL: Man Utd United working on deal to sign Adrien Rabiot from Juventus. #MUFC must decide if they proceed irrespective of ongoing De Jong pursuit or await outcome of that before deciding. 27yo France midfielder has 1yr on #Juve contract @TheAthleticUK https://t.co/kUM6VeImK7— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2022 Paul Pogba er hins vegar meiddur næstu mánuði og því gæti Rabiot fengið sín tækifæri með Juventus í vetur. Hann spilaði til að mynda 45 mínútur er liðið steinlá 4-0 gegn Atlético Madríd í vináttuleik nú um helgina. Hvort Rabiot hafi svo áhuga á að ganga til liðs við Man United eins og staðan er í dag er allt önnur spurning en talið er að þó nokkur lið hafi áhuga á þessum franska miðvallarleikmanni sem hefur spilað alls 29 sinnum fyrir A-landslið Frakklands.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira