Ronaldo vildi Maguire á bekkinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2022 07:01 Félagarnir Harry Maguire og Cristiano Ronaldo í leik gegn Norwich City á síðustu leiktíð. Simon Stacpoole/Getty Images The Athletic hefur greint frá því að Cristiano Ronaldo, ásamt nokkrum öðrum leikmönnum Manchester United, hafi fundað með þáverandi þjálfari Ralf Rangnick til að finna lausnir á slakri spilamennsku liðsins. Ronaldo stakk upp á því að setja Harry Maguire, fyrirliða liðsins, á varamannabekkinn. Á vef The Athletic er farið ítarlega yfir endurkomu Cristiano Ronaldo til Manchester United en nú er slétt ár síðan hann gekk aftur í raðir félagsins. Portúgalinn byrjaði ágætlega en fljótlega fataðist honum sem og liðinu flugið. Nú er staðan þannig að hann kemst ekki í byrjunarliðið og hefur verið orðaður við nær öll félög Evrópu sem leika í Meistaradeildinni. Þar virðist metnaður hans liggja en ekkert af félögunum sem þar leika hafa boðið í leikmanninn og virðist sem hann verður áfram í Manchester í ár til viðbótar. Samkvæmt frétt The Athletic þá fór Ronaldo á fund með Rangnick er ekkert gekk upp hjá Man United undir lok tímabils. Með honum í för voru Raphaël Varane og Paul Pogba. Það var þó Ronaldo sem talaði. Cristiano Ronaldo was among the cohort of Manchester United players who approached Ralf Rangnick in February.Among the Portuguese s concerns were playing in a two-man frontline - preferably with Edinson Cavani - and the selection of Harry Maguire. #MUFC @AdamCrafton_— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 31, 2022 Hann sagðist þurfa mann með sér í fremstu víglínu til að ná að blómstra. Stakk hann upp á því að hann og Edinson Cavani myndu byrja saman frammi. Hin hugmynd hans var að bekkja fyrirliða liðsins Harry Maguire en sá átti ekki gott tímabil. Fjarvera Maguire, fyrirliða liðsins, hefði þýtt að fyrirliðabandið hefði farið til Ronaldo. Rangnick tók skýrt fram að sér þætti óþægilegt að ræða þetta þar sem Maguire var ekki á fundi þeirra. Varane og Pogba báðust strax afsökunar en Ronaldo virðist ekki hafa verið á sama máli. Maguire hélt sæti sínu og Cavani, sem er nú farinn frá félaginu – líkt og Pogba, var nær aldrei leikfær svo þeir náðu ekki að byrja marga leiki saman. Erik Ten Hag has had a series of chats this summer with Ronaldo, in which he set out how Ronaldo has always thrived under different kinds of managers, from Ancelotti to Mourinho, and he is challenging Ronaldo by saying Why not thrive under me too? https://t.co/GnKwrwRc7V— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 31, 2022 Erik Ten Hag hefur úr töluvert fleiri valmöguleikum að velja í fremstu línu en Rangnick og virðist sem Ronaldo eigi ekki upp á pallborðið. Þjálfarinn hefur þó tekið skýrt fram að framherjinn hafi blómstrað undir hverjum þjálfaranum á fætur öðrum í fleiri ár. Af hverju ætti hann því ekki að geta gert það undir stjórn Ten Hag? Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Á vef The Athletic er farið ítarlega yfir endurkomu Cristiano Ronaldo til Manchester United en nú er slétt ár síðan hann gekk aftur í raðir félagsins. Portúgalinn byrjaði ágætlega en fljótlega fataðist honum sem og liðinu flugið. Nú er staðan þannig að hann kemst ekki í byrjunarliðið og hefur verið orðaður við nær öll félög Evrópu sem leika í Meistaradeildinni. Þar virðist metnaður hans liggja en ekkert af félögunum sem þar leika hafa boðið í leikmanninn og virðist sem hann verður áfram í Manchester í ár til viðbótar. Samkvæmt frétt The Athletic þá fór Ronaldo á fund með Rangnick er ekkert gekk upp hjá Man United undir lok tímabils. Með honum í för voru Raphaël Varane og Paul Pogba. Það var þó Ronaldo sem talaði. Cristiano Ronaldo was among the cohort of Manchester United players who approached Ralf Rangnick in February.Among the Portuguese s concerns were playing in a two-man frontline - preferably with Edinson Cavani - and the selection of Harry Maguire. #MUFC @AdamCrafton_— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 31, 2022 Hann sagðist þurfa mann með sér í fremstu víglínu til að ná að blómstra. Stakk hann upp á því að hann og Edinson Cavani myndu byrja saman frammi. Hin hugmynd hans var að bekkja fyrirliða liðsins Harry Maguire en sá átti ekki gott tímabil. Fjarvera Maguire, fyrirliða liðsins, hefði þýtt að fyrirliðabandið hefði farið til Ronaldo. Rangnick tók skýrt fram að sér þætti óþægilegt að ræða þetta þar sem Maguire var ekki á fundi þeirra. Varane og Pogba báðust strax afsökunar en Ronaldo virðist ekki hafa verið á sama máli. Maguire hélt sæti sínu og Cavani, sem er nú farinn frá félaginu – líkt og Pogba, var nær aldrei leikfær svo þeir náðu ekki að byrja marga leiki saman. Erik Ten Hag has had a series of chats this summer with Ronaldo, in which he set out how Ronaldo has always thrived under different kinds of managers, from Ancelotti to Mourinho, and he is challenging Ronaldo by saying Why not thrive under me too? https://t.co/GnKwrwRc7V— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 31, 2022 Erik Ten Hag hefur úr töluvert fleiri valmöguleikum að velja í fremstu línu en Rangnick og virðist sem Ronaldo eigi ekki upp á pallborðið. Þjálfarinn hefur þó tekið skýrt fram að framherjinn hafi blómstrað undir hverjum þjálfaranum á fætur öðrum í fleiri ár. Af hverju ætti hann því ekki að geta gert það undir stjórn Ten Hag?
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira