Son: Þrjú heppnismörk og ég er mjög stoltur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2022 21:45 Heung-Min Son vaknaði heldur betur til lífsins í dag. James Williamson - AMA/Getty Images Suður-kóreski knattspyrnumaðurinn Heung-Min Son komst loksins á blað í ensku úrvalsdeildinni er hann skoraði þrennu í 6-2 sigri Tottenham gegn Leicester í dag. Son var markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á seinasta tímabili ásamt Liverpoolmanninum Mohamed Salah með 23 mörk. Hann hafði hins vegar ekki skorað eitt einasta mark í fyrstu sex umferðum deildarinnar á þessu tímabili og af þeim sökum missti hann byrjunarliðssæti sitt. Son kom inn af varamannabekknum þegar um hálftími var til leiksloka í dag. Hann gerði sér lítið fyrir og setti þrennu fyrir Tottenham og gulltryggði liðinu um leið öruggan 6-2 sigur. HEUNG-MIN SON 13-MINUTE HAT TRICK OFF THE BENCH 🔥 pic.twitter.com/QdhnVm4g9O— B/R Football (@brfootball) September 17, 2022 „Þetta er mögnuð tilfinning. Sérstaklega af því að leikurinn var ekki búinn, ég kom inn á í stöðunni 3-2. Þetta var erfiður leikur og það var frábært að ná að vinna,“ sagði Son eftir leikinn. Eins og áður segir hefur Son átt í miklum erfiðleikum með að finna netmöskvana á tímabilinu og hann segir að það hafi verið gríðarlegur léttir þegar hann sá boltann syngja í netinu í fyrsta sinn á tímabilinu. „Ég ætlaði ekki að trúa þessu. Allur pirringurinn, öll vonbrigðin og allar neikvæðu hugsanirnar hurfu bara. Ég gat ekki hreyft mig og stóð þess vegna bara kyrr í stað þess að fagna. Þetta gladdi mig mjög mikið.“ „Fótboltinn getur verið svo klikkaður stundum. Boltinn vildi bara ekki fara inn í seinustu leikjum, en í dag gerðist það þrisvar. Þetta breytir öllu og ég hef lært svo mikið á þessu erfiða tímabili. Ég þarf að leggja hart að mér í hvert einasta skipti til að fá tækifærið.“ „Þetta voru þrjú heppnismörk og ég er mjög stoltur,“ sagði Son að lokum, eðlilega í skýjunum eftir leikinn. Enski boltinn Tengdar fréttir Son setti þrennu í stórsigri Tottenham Kóreumaðurinn Heung-Min Son spilaði rétt rúman hálftíma er Tottenham tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eftir að hafa ekki skorað eitt einasta mark á tímabilinu hlóð Son í þrennu af bekknum og Tottenham vann öruggan 6-2 sigur. 17. september 2022 18:27 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Son var markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á seinasta tímabili ásamt Liverpoolmanninum Mohamed Salah með 23 mörk. Hann hafði hins vegar ekki skorað eitt einasta mark í fyrstu sex umferðum deildarinnar á þessu tímabili og af þeim sökum missti hann byrjunarliðssæti sitt. Son kom inn af varamannabekknum þegar um hálftími var til leiksloka í dag. Hann gerði sér lítið fyrir og setti þrennu fyrir Tottenham og gulltryggði liðinu um leið öruggan 6-2 sigur. HEUNG-MIN SON 13-MINUTE HAT TRICK OFF THE BENCH 🔥 pic.twitter.com/QdhnVm4g9O— B/R Football (@brfootball) September 17, 2022 „Þetta er mögnuð tilfinning. Sérstaklega af því að leikurinn var ekki búinn, ég kom inn á í stöðunni 3-2. Þetta var erfiður leikur og það var frábært að ná að vinna,“ sagði Son eftir leikinn. Eins og áður segir hefur Son átt í miklum erfiðleikum með að finna netmöskvana á tímabilinu og hann segir að það hafi verið gríðarlegur léttir þegar hann sá boltann syngja í netinu í fyrsta sinn á tímabilinu. „Ég ætlaði ekki að trúa þessu. Allur pirringurinn, öll vonbrigðin og allar neikvæðu hugsanirnar hurfu bara. Ég gat ekki hreyft mig og stóð þess vegna bara kyrr í stað þess að fagna. Þetta gladdi mig mjög mikið.“ „Fótboltinn getur verið svo klikkaður stundum. Boltinn vildi bara ekki fara inn í seinustu leikjum, en í dag gerðist það þrisvar. Þetta breytir öllu og ég hef lært svo mikið á þessu erfiða tímabili. Ég þarf að leggja hart að mér í hvert einasta skipti til að fá tækifærið.“ „Þetta voru þrjú heppnismörk og ég er mjög stoltur,“ sagði Son að lokum, eðlilega í skýjunum eftir leikinn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Son setti þrennu í stórsigri Tottenham Kóreumaðurinn Heung-Min Son spilaði rétt rúman hálftíma er Tottenham tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eftir að hafa ekki skorað eitt einasta mark á tímabilinu hlóð Son í þrennu af bekknum og Tottenham vann öruggan 6-2 sigur. 17. september 2022 18:27 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Son setti þrennu í stórsigri Tottenham Kóreumaðurinn Heung-Min Son spilaði rétt rúman hálftíma er Tottenham tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eftir að hafa ekki skorað eitt einasta mark á tímabilinu hlóð Son í þrennu af bekknum og Tottenham vann öruggan 6-2 sigur. 17. september 2022 18:27