Hæstiréttur hafnar beiðni aðgerðarsinna Atli Ísleifsson skrifar 27. janúar 2023 10:42 Elínborg Harpa í Landsrétti í nóvember síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Elínborgar Hörpu- og Önundarburs, aðgerðarsinna og baráttukvár fyrir réttindum flóttafólks, um að taka fyrir dóm Landsréttar frá í nóvember síðastliðinn þar sem Elínborg var dæmt í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þrjú brot. Landsréttur staðfesti þar dóm héraðsdóms, en Elínborg var sakfellt fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Elínborg sagði beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar lúta að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu og af öðrum ástæðum væru mjög mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um. Ágreiningur málsins varði mikilvæg réttindi sem tryggð séu í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, meðal annars að því er varðar heimildir stjórnvalda til afskipta af friðsamlegum mótmælum. Sömuleiðis vildi Elínborg meina að mikilvægt væri að fá túlkun Hæstaréttar á lögreglulögum, meðal annars varðandi sjónarmið um mat á því hvort takmörkun mótamælaaðgerða teljist nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Þá varði málið mikla og mikilvæga hagsmuni Elínborgar, auk þess að hán taldi dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan að efni til þar sem hann gengi gegn dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. Hæstiréttur ekki á sama máli Þessu hafnaði Hæstiréttur og segir að að virtum gögnum málsins verði ekki séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar. Niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggi jafnframt að verulegu leyti á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat yrði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Beiðninni hafi því verið því hafnað. Sakfellt vegna þriggja brota Í fyrsta lagi var Elínborg ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og gert að sök að hafa sparkað þrisvar í fætur lögreglumanns á mótmælum fyrir utan Alþingishúsið þann 11. mars 2019. Sama dag kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu á Austurvelli og beitti lögregla piparúða. Elínborg var einnig sakfellt fyrir brot gegn 19. grein lögreglulaga sem kveður á um skyldu til að fylgja fyrirmælum lögreglunnar þegar Elínborg var beðið um að færa sig frá dyrum Alþingishússins þennan sama dag. Í þriðja lagi var Elínborg sakfellt fyrir að hafa ekki fylgt fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins þann 5. apríl 2019 þar sem hán tók þátt í setuverkfalli og fyrir að hafa ekki yfirgefið vettvang og haldið för sinni áfram þegar lögregla hafði afskipti af almennum borgara við verslun 10-11 í Austurstræti þann 29. júlí 2019. Dómsmál Tengdar fréttir Dómurinn yfir Elínborgu Hörpu stendur Tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir Elínborgu Hörpu- og Önundarbur aðgerðarsinna og baráttukvár fyrir réttindum flóttafólks skal standa. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Elínborg var ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. 11. nóvember 2022 14:22 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Landsréttur staðfesti þar dóm héraðsdóms, en Elínborg var sakfellt fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Elínborg sagði beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar lúta að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu og af öðrum ástæðum væru mjög mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um. Ágreiningur málsins varði mikilvæg réttindi sem tryggð séu í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, meðal annars að því er varðar heimildir stjórnvalda til afskipta af friðsamlegum mótmælum. Sömuleiðis vildi Elínborg meina að mikilvægt væri að fá túlkun Hæstaréttar á lögreglulögum, meðal annars varðandi sjónarmið um mat á því hvort takmörkun mótamælaaðgerða teljist nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Þá varði málið mikla og mikilvæga hagsmuni Elínborgar, auk þess að hán taldi dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan að efni til þar sem hann gengi gegn dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. Hæstiréttur ekki á sama máli Þessu hafnaði Hæstiréttur og segir að að virtum gögnum málsins verði ekki séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar. Niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggi jafnframt að verulegu leyti á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat yrði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Beiðninni hafi því verið því hafnað. Sakfellt vegna þriggja brota Í fyrsta lagi var Elínborg ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og gert að sök að hafa sparkað þrisvar í fætur lögreglumanns á mótmælum fyrir utan Alþingishúsið þann 11. mars 2019. Sama dag kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu á Austurvelli og beitti lögregla piparúða. Elínborg var einnig sakfellt fyrir brot gegn 19. grein lögreglulaga sem kveður á um skyldu til að fylgja fyrirmælum lögreglunnar þegar Elínborg var beðið um að færa sig frá dyrum Alþingishússins þennan sama dag. Í þriðja lagi var Elínborg sakfellt fyrir að hafa ekki fylgt fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins þann 5. apríl 2019 þar sem hán tók þátt í setuverkfalli og fyrir að hafa ekki yfirgefið vettvang og haldið för sinni áfram þegar lögregla hafði afskipti af almennum borgara við verslun 10-11 í Austurstræti þann 29. júlí 2019.
Dómsmál Tengdar fréttir Dómurinn yfir Elínborgu Hörpu stendur Tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir Elínborgu Hörpu- og Önundarbur aðgerðarsinna og baráttukvár fyrir réttindum flóttafólks skal standa. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Elínborg var ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. 11. nóvember 2022 14:22 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Dómurinn yfir Elínborgu Hörpu stendur Tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir Elínborgu Hörpu- og Önundarbur aðgerðarsinna og baráttukvár fyrir réttindum flóttafólks skal standa. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Elínborg var ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. 11. nóvember 2022 14:22