Segir að tími sinn sem stjóri City verði dæmdur út frá Meistaradeildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. mars 2023 17:30 Pep Guardiola hefur enn ekki náð að vinna Meistaradeild Evrópu með Manchester City. Adam Davy/PA Images via Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, segir að tími sinn sem þjálfari liðsins verði dæmdur út frá því hvort liðinu takist að vinna Meistaradeild Evrópu undir hans stjórn. Í stjóratíð Guardiola hefur City unnið ellefu titla síðan hann tók við liðinu árið 2016. Þar af hefur liðið orðið Englandsmeistari fimm sinnum og einu sinni hefur liðinu tekist að vinna ensku bikarkeppnina, FA-bikarinn. Þrátt fyrir að hafa verið eitt af allra bestu liðum Englands undanfarin ár hefur Manchester City ekki enn unnið Meistaradeild Evrópu. Liðið komst ansi nálægt því tímabilið 2020-2021 þegar City fór alla leið í úrslitaleikinn sjálfan, en þurfti að sætta sig við tap gegn Chelsea. „Þetta þýðir ekki að ég sé sammála því, en ég verð klárlega dæmdur út frá því,“ sagði Pep í dag, aðspurður að því hvort að hann yrði dæmdur út frá velgengni í Meistaradeildinni. „Fyrir minn fyrsta leik í Meistaradeildinni með liðið sagði fólk að ég væri mættur hingað til að vinna þessa keppni. Ég var pínu hissa, en ég tek því. Það er sama hvað ég geri mikið hérna því það er ekki að fara að breytast.“ "They asked me when I first arrived 'Are you here to win the Champions League?'"Pep Guardiola accepts that the demand is for Man City to win the #UCLpic.twitter.com/9rpX2NvTP4— The Sun - Man City (@SunManCity) March 13, 2023 Guardiola er nú á sínu sjöunda ári sem knattspyrnustjóri Manchester City og liðið er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið tekur á móti RB Leipzig í seinni leik liðanna annað kvöld, en fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn á slaginu klukkan 19:35. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Sjá meira
Í stjóratíð Guardiola hefur City unnið ellefu titla síðan hann tók við liðinu árið 2016. Þar af hefur liðið orðið Englandsmeistari fimm sinnum og einu sinni hefur liðinu tekist að vinna ensku bikarkeppnina, FA-bikarinn. Þrátt fyrir að hafa verið eitt af allra bestu liðum Englands undanfarin ár hefur Manchester City ekki enn unnið Meistaradeild Evrópu. Liðið komst ansi nálægt því tímabilið 2020-2021 þegar City fór alla leið í úrslitaleikinn sjálfan, en þurfti að sætta sig við tap gegn Chelsea. „Þetta þýðir ekki að ég sé sammála því, en ég verð klárlega dæmdur út frá því,“ sagði Pep í dag, aðspurður að því hvort að hann yrði dæmdur út frá velgengni í Meistaradeildinni. „Fyrir minn fyrsta leik í Meistaradeildinni með liðið sagði fólk að ég væri mættur hingað til að vinna þessa keppni. Ég var pínu hissa, en ég tek því. Það er sama hvað ég geri mikið hérna því það er ekki að fara að breytast.“ "They asked me when I first arrived 'Are you here to win the Champions League?'"Pep Guardiola accepts that the demand is for Man City to win the #UCLpic.twitter.com/9rpX2NvTP4— The Sun - Man City (@SunManCity) March 13, 2023 Guardiola er nú á sínu sjöunda ári sem knattspyrnustjóri Manchester City og liðið er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið tekur á móti RB Leipzig í seinni leik liðanna annað kvöld, en fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn á slaginu klukkan 19:35.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Sjá meira